Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 40
Atli Örvarsson er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að semja tónlist í Hollywood-myndir. FréttAblAðið/Anton brink Þegar blaðamaður nær tali af Atla og spyr hann hvernig lífið sé í Holly­wood segir hann að það sé bara nokkuð ljúft, hann sitji í sól og blíðu í Santa Monica í Los Angeles og semji tónlist fyrir teiknimyndina Lói – þú flýgur aldrei einn – en þar er um að ræða eitt stærsta verkefnið í íslenskri kvikmyndasögu. Það er annað verk­ efni, sem líka er eitt af þeim stærstu í Íslandssögunni, sem Atli kom nálægt, en það er hljóðsporið fyrir kvikmynd­ ina The Hitman’s Body guard – en hún er um þessar mundir ein sú vinsælasta í heiminum. „Þetta var bara rosalega skemmti­ Með ýmislegt á prjónunum Atli Örvarsson tónskáld hefur samið tónlist fyrir ótalmargar kvik- myndir og sjónvarpsþætti. Nú síðast sá hann um tónlistina fyrir kvikmyndina The Hitman’s Bodyguard, eina sá vinsælustu í dag.. Samuel l Jackson samdi lagið á setti til að stríða karakternum sem ryan reynolds leikur. Nokkur af fjöldaMörguM verkefNuM atla: l the Hitman’s bodyguard l Chicago P.D. l Chicago Fire l Chicago Justice l Chicago Med l Fyrir framan annað fólk l bilal: A new breed of hero l the Perfect Guy l thick as thieves l Vantage Point Í KVÖLD VIGTUN KL. 22:00 LAUGARDAGUR BÚRIÐ KL. 00:00 BARDAGINN KL. 00:40 legt. Þetta kom upp í hendurnar á mér frekar seint í ferlinu þannig að þetta var knappur tími og svoleiðis. Það er oft þannig að þegar maður hefur lítinn tíma verður maður bara að taka ákvarðanir fljótt og það er oft skemmtilegast – að fylgja bara fyrstu tilfinningu. Það er enginn tími fyrir efann,“ segir Atli spurður út í hvernig þetta verkefni hafi eiginlega verið. Í aðalhlutverkum í myndinni eru Samu­ el L. Jackson og Ryan Reynolds, báðir auðvitað með stærri nöfnum í kvik­ myndabransanum í heiminum í dag. Það hefur vakið töluverða athygli að Samuel L. Jackson syngur eitt af aðal­ lögunum í myndinni, lag sem hann samdi með hjálp Atla. „Þetta er svona lag sem kemur út úr senu í myndinni. Þeir voru að taka upp einhverja senu og Samuel byrjar að riffa og impróvísera eitthvert lag til að stríða Ryan Reynolds, eða hans karakt­ er, og byrjar bara að syngja þetta, að ég held örugglega, á settinu. Þetta kemur svona helvíti vel út þannig að Patrick Hughes, leikstjóri myndarinnar, fær hugmyndina seinna, þegar við vorum að semja sándtrakkið, um að klára lagið. Samuel lauk við að semja textann og laglínuna og sendi það svo til mín. Ég útfærði þetta aðeins betur, útsetti og pródúseraði. Ég fékk líka Pálma Gunn­ arsson til að semja „scratch track“ og svo söng Sam þetta í stúdíói í New York – ég fékk það sent aftur til baka og kláraði svo að útsetja og pródúsera lagið, þannig að þetta var svolítið fram og til baka. En ég var aldrei í sama her­ bergi og Samuel L. Jackson á meðan á þessu stóð.“ Hljóðrásin í The Hitman’s Body­ guard var tekin upp víðsvegar um heiminn – allt frá Akureyri til Los Angeles þar sem Atli veifar tónsprota sínum yfir allan heiminn. „Trommurnar, bassinn og gítarinn – þetta var allt tekið upp á Akureyri. Orgelið í Reykjavík, svo söng Sam þetta í New York og bakraddirnar voru teknar upp í Abbey Road í London. Þannig að þetta er alþjóðlegt verk­ efni.“ Í Hofi á Akureyri er mikið og merki­ legt starf í gangi en þar verður opnuð fullkomin aðstaða til upptöku á sin­ fónískri kvikmyndatónlist þann 15. september. Nú þegar er verið að taka upp tónlist í húsnæðinu og þar er Atli einn stærsti kúnninn. Þarna hefur verið tekið upp í verkefni fyrir Sony, Disney og fleiri. Þarna var tekið upp fyrir myndina The Perfect Guy, Hrúta, Fyrir framan annað fólk, Jacob’s Ladder, Bilal og fleiri. Hvað er svo fram undan? „Það er ýmislegt. Það er auðvitað Ploey – en við erum einmitt að fara að taka upp „skorið“ fyrir hana í Hofi á Akureyri núna í september. Ég verð eitthvað að vinna í henni fram eftir hausti og síðan verður hún frumsýnd um jólin. Þetta er næstdýrasta kvik­ mynd Íslandssögunnar og búið að selja hana til 63 landa, sirka. Þetta er risaverkefni. Svo er ég að klára tvær bíómyndir í Ameríku fyrir áramót – það er annars vegar endurgerð af myndinni Jacob’s Ladder og svo er ég að fara að gera mynd sem heitir How It Ends sem er með Forest Whitaker og Theo James. Þrjár bíómyndir fram að áramótum og um leið er ég að gera tónlistina fyrir Chicago Fire, Chicago P.D. og Chicago Med – og svo er – já, það gæti verið fleira í burðarliðnum, en við látum þetta bara duga í bili,“ segir Atli dularfullur að lokum. Það verður forvitnilegt að sjá hver næstu verkefni hans verða í kvikmynda­ borginni Los Angeles. stefanthor@frettabladid.is Það er oft ÞaNNig að Þegar Maður hefur lítiNN tíMa verður Maður bara að taka ákvarðaNir fljótt og Það er oft skeMMtileg- ast. 2 5 . á g ú s t 2 0 1 7 F Ö s t U D A g U R30 l í F i ð ∙ F R É t t A B l A ð i ð Lífið 2 5 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 9 1 -B 6 8 C 1 D 9 1 -B 5 5 0 1 D 9 1 -B 4 1 4 1 D 9 1 -B 2 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.