Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 12
 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæwww.volkswagen.is Nýr Volkswagen Tiguan með kaupauka. Skarpar línur, ríkulegt innanrými og sniðugar tækninýjungar gera Volkswagen Tiguan að spennandi valkosti ef þú ert í bílahugleiðingum. Ríkulegur staðalbúnaður og freistandi kaupauki fylgir með bílum sem keyptir eru í júlí og ágúst. Komdu í reynsluakstur og ræddu við okkur. Hlökkum til að sjá þig. Tiguan Comfortline TSI, sjálfsk. fjórhjóladrifinn 5.890.000 kr. Við látum framtíðina rætast. Kaupauki að verðmæ ti 425.000 kr. • Rafdrifinn afturhler i • Lyklalaust aðgengi • Aðfellanlegir hliðars peglar • Niðurfellanlegur drá ttarkrókur Holland Tónleikum bandarísku hljómsveitarinnar Allah-Las, sem fram áttu að fara í Rotterdam í fyrra- kvöld, var aflýst vegna hryðjuverka- ógnar. Stuttu eftir að tónleikunum var aflýst handtók lögreglan 22 ára gamlan mann í Zevenbergen, um 40 kílómetra suður af Rotterdam. Vitni að handtökunni sögðu að maðurinn hefði verið leiddur burt með bundið fyrir augun og honum ekið á brott í svörtum BMW. Sérsveit hollensku lögreglunnar rannsakar málið og talsmaður lög- reglunnar sagði við fjölmiðla að rannsóknin væri í fullum gangi. Talsmaður hollensku lögreglunnar sagði að ábending hefði borist um aðsteðjandi hryðjuverkaógn frá spænskum yfirvöldum. „Þetta sner- ist ekki um eld eða eitthvað þess háttar. Þetta snerist um hugsanlega hryðjuverkaógn og við ætlum ekki að taka neina áhættu þar,“ sagði talsmaðurinn, Gijs van Nimwegen. Einungis örfáir dagar eru liðnir frá því að herskáir íslamistar gerðu árás í Barcelona og Cambrils á Spáni sem varð fimmtán manns að bana. Lögreglan stöðvaði líka sendibíl á spænskum númerum, en ökulag bílsins þótti undarlegt. Lögreglu- menn í skotheldum vestum hand- tóku ökumanninn og sprengjusveit var send til að rannsaka ökutækið. Þá vakti það grunsemdir að í bílnum voru gashylki. Ökumaðurinn var hins vegar síðar látinn laus. Hann var sagður hafa verið drukkinn en ekki líklegur til að vinna nein ódæði. Skýringin á gashylkjunum var sú að maðurinn væri iðnaðarmaður og notaði gas við störf sín. „Hann hafði engin tengsl við hótunina,“ segir Gijs van Nimwegen við BBC. Þótt hryðjuverkaárásir hafi verið tíðar víða á meginlandi Evrópu undanfarin ár hafa Hollendingar blessunarlega sloppið hingað til. Yfirvöld þar í landi hafa samt sem áður miðað viðbúnað sinn vegna slíkrar ógnar við næstefsta stig frá árinu 2013. Telja yfirvöld líkurnar á hryðjuverkum vera verulegar. Hljómsveitin Allah-Las hefur oft fengið hótanir vegna nafnsins og við- vörunin frá spænskum yfirvöldum varð til þess að tónleikunum var aflýst á síðustu stundu. Hljómsveitin er á tónleikaferð um Evrópu. jonhakon@frettabladid.is Hollendingar á nálum vegna yfirvofandi hryðjuverkahættu Bandarísk hljómsveit aflýsti tónleikum sem fram áttu að fara í Rotterdam vegna hryðjuverkahættu. Ungur karlmaður handtekinn vegna rannsóknarinnar. Yfirvöld í landinu telja líkur á hryðjuverkum verulegar. Einungis örfáir dagar eru liðnir frá því að herskáir íslamistar gerðu árás í Barcelona og Cambrils á Spáni. Hollenska lögreglan rannsakaði sendibíl á spænskum númerum í fyrrakvöld. Ökulag bílsins virtist grunsamlegt. Við nánari athugun reyndist bíllinn ekkert tengdur áætlunum um hryðjuverk. Fréttablaðið/EPa Þótt hryðjuverkaárásir hafi verið tíðar víða á meginlandi Evrópu undanfarin ár hafa Hollendingar blessunarlega sloppið hingað til. BRETland Á fyrsta fjórðungi þessa árs fluttu 246 þúsund manns til Bretlands eða 81 þúsund færri en á sama tíma í fyrra. Innflytjendur hafa ekki verið jafn fáir frá því í lok ársins 2013. Einstaklingar frá öðrum Evrópu- sambandslöndum eru teknir að flytja frá Bretlandi auk þess sem færri Evrópusambandsborgarar flytja nú til Bretlands. – ibs Færri flytja til Bretlands Færri ESb- borgarar flytja nú til bretlands. noREGUR Á lista lögreglunnar í Ósló eru nær 40 framhaldsskólanemar yngri en 18 ára sem hlotið hafa refsingu  að minnsta kosti fjórum sinnum vegna ofbeldis og fíkni- efnamála. Talið er að nemarnir sem tengjast glæpastarfsemi séu fleiri eða nær 60, að því er kemur fram í frétt Dagsavisen. Lögreglan hefur áhyggjur af því að glæpastarfsemi muni í mörgum til- fellum setja svip á skólaumhverfið, meðal annars með fíkniefnasölu. Ungum glæpamönnum sem koma oft við sögu lögreglu hefur fjölgað jafnt og þétt á þessu ári. Stefnt er að samstarfi lögreglu og skóla þar sem eru krefjandi nem- endur. – ibs Nemar á skrá lögreglunnar 2 5 . á G ú s T 2 0 1 7 F Ö s T U d a G U R10 F R é T T i R ∙ F R é T T a B l a ð i ð 2 5 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 1 -9 D D C 1 D 9 1 -9 C A 0 1 D 9 1 -9 B 6 4 1 D 9 1 -9 A 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.