Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 10
Samgöngur Skráðum dísilbifreið- um hér á landi fjölgaði um ríflega 36 þúsund frá árinu 2009 til 2016 á sama tíma og bensínbifreiðum fækkaði. Benedikt Jóhannesson fjár- málaráðherra boðar hærri álögur á dísilolíu í fjárlögum sem hluta af grænni skattastefnu ríkisstjórnar- innar í von um að vinda ofan af þróuninni. Dísilbílasprengingin sem orðið hefur hér á landi á undan- förnum árum er áhyggjuefni enda losa dísilbílar umtalsvert meira af efnum sem skaðleg eru heilsu fólks. Sót, skaðleg nituroxíðsambönd, NO og NO2, og krabbameinsvald- andi PAH-efni á borð við díoxín eru meðal þess sem finna má í tals- verðu magni í útblæstri dísilbifreiða umfram bensínbíla. „Fyrir 20 árum var dísilbíll að menga kannski hundrað til þúsund sinnum meira af sóti en bensínbíll,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sér- fræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Núna er hann að menga kannski tíu sinnum meira. Þannig að nýr dísilbíll með agnasíu er samt að losa meira af sóti en bensínbíll og meira af niturdíoxíðsamböndum.“ Þorsteinn, sem fjallað hefur um heilsufarsleg áhrif loftmengunar frá bensín- og dísilbílum, bendir á að í Evrópu sem og hér hafi hvatar verið auknir og áhersla lögð á að fjölga dísilbílum þar sem þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum, á borð við CO2. Neytendur þustu til bjargar umhverfinu og keyptu dísilbíla en skaðleg áhrif þeirra á heilsufar fólks eru alltaf að koma betur í ljós. „Þú ert að græða kannski 15-25% minni losun gróðurhúsaloft- tegunda á hvern ekinn kílómetra á jafn þungum bíl með dísil. En á móti kemur að þú ert að fá meira af NOx og sóti sem ekki er mælt í Skaðlegum dísilbílum fjölgað um 36 þúsund frá árinu 2009 Í árslok 2016 voru skráðar 98 þúsund dísilbifreiðar á Íslandi og hefur þeim fjölgað um 60% frá árinu 2009. Bensínbílum fækkar á sama tíma. Dísilbílabylgjan er áhyggjuefni enda útblástur dísilbíla mun skaðlegri fólki en bensínbíla. Fjármálaráðherra boðar hærri álögur á dísilolíu til að vinda ofan af þróuninni. Svifryksmengun í Reykjavík. Samkvæmt tölum frá 2013 var samsetning svifryks í borginni orðin 30% sót en var 7% tíu árum áður. FRéttablaðið/GVa prósentum heldur er kannski 10-15 sinnum meira.“ Samkvæmt tölum sem Frétta- blaðið tók saman frá Samgöngustofu yfir fjölda skráðra bifreiða frá 2009 til 2016 voru 61.420 dísilbifreiðar á landinu öllu 2009. Hægt og sígandi fjölgaði þeim og varð verulegt stökk milli 2012-2013. Síðustu ár hefur svo sprenging orðið. Í árslok 2016 var fjöldi dísilbíla orðinn 97.989 og nemur fjölgunin 60 prósentum. Þó enn sé mun meira af bensínbif- reiðum á götunni þá hefur dregið verulega saman á undanförnum árum og þeim fækkað um tæplega þúsund á sama tíma. Þó aðrir orku- gjafar eins og tvinnvélar, tengiltvinn- vélar og rafvélar hafi sótt töluvert í sig veðrið á síðustu misserum þá er ljóst af nýskráningum bíla að dísil- bíllinn er fyrsta val hjá flestum. Fjármálaráðherra lýsti því yfir í fréttum RÚV á dögunum að grænir skattar stjórnarinnar muni hækka kolefnisgjöld og verð á dísilolíu um áramótin auk þess sem hann hyggst leggja til að afnám tolla og vöru- gjalda af rafbílum muni gilda næstu þrjú árin. Þorsteinn tekur undir að það sé skref í rétta átt að reyna að sporna gegn þessari dísilbílaþróun. mikael@frettabladid.is -973 Fækkun skráðra bensínbíla 2009-2016 36.569 Fjölgun skráðra dísilbíla 2009-2016 Skráðir bensín- og dísilbílar á landinu öllu 200 150 100 50 0 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Heimild: Samgöngustofa 61 .4 20 61 .5 78 63 .6 25 67 .8 88 71 .9 94 77 .6 91 86 .3 86 97 .9 89 17 6. 04 0 17 4. 69 2 17 3. 60 4 17 3. 13 7 17 2. 18 6 17 1. 01 5 17 1. 91 5 17 5. 06 7 umhverfiSmál Hálendisnefnd Rangárþings ytra vill að sveitar- stjórnin sjá til þess að ræsi, sem Vegagerðin setti í Laugakvísl í Landmannalaugum í sumar, verði fjarlægt og umhverfið fært til fyrra horfs. Hálendisnefndin segir ræsið alls ekki til bóta og vera lýti á umhverfinu. „Auk þess hefur það verið yfirlýst stefna sveitarfélags- ins og stýrihóps um deiliskipulag í Landmannalaugum að ekki eigi að auka aðgengi inn á laugasvæðið. Jafnframt undrast nefndin að ekki skuli hafa verið leitað eftir leyfum til framkvæmdarinnar eins og lög gera ráð fyrir,“ segir í bókun.  Byggða- ráðið segir ljóst að ræsið víki strax í haust. – gar Hálendisnefnd vill ræsið burt viÐSKiPTi Sala og framlegð olíu- félagsins N1 á öðrum fjórðungi ársins olli vonbrigðum að mati hagfræðideildar Landsbankans sem segir að svo virðist sem félagið finni fyrir áhrifum af samkeppninni við bandaríska risann Costco. Rekstr- arhagnaður félagsins á tímabilinu var rúmlega 300 milljónum króna lægri en sérfræðingar Landsbankans og IFS greiningar höfðu spáð. Fjárfestar virðast ekki hafa tekið vel í uppgjör olíufélagsins fyrir annan fjórðung ársins, en til marks um það lækkuðu hlutabréf í félaginu um 5,8 prósent í verði í gær. Fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við furða sig á því af hverju stjórn- endur N1 hafi ákveðið að halda afko- muspá sinni óbreyttri fyrir árið, en stjórnendurnir gera áfram ráð fyrir að EBIDTA – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði á bilinu 3.500 til 3.600 millj- ónir króna á árinu, að undanskildum kostnaði við fyrirhuguð kaup félags- ins á Festi. EBIDTA félagsins var 768 milljónir króna á öðrum fjórðungi ársins og lækkaði um heil þrjátíu prósent á milli ára. Hagfræðideild Landsbank- ans og IFS greining gerðu hins vegar ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn myndi haldast nokkuð óbreyttur eða lækka um örfá prósent á milli ára. Hagfræðideild Landsbankans bendir á að í ljósi afkomu N1 á öðrum fjórðungi ársins þurfi EBIDTA á seinni helmingi þessa árs að vera 64 milljónum króna hærri en hún var á seinni helmingi síðasta árs til þess að spá stjórnendanna gangi eftir. – kij Afkoma N1 veldur vonbrigðum EbiDta N1 dróst saman um 30% á milli ára. Fréttablaðið/Vilhelm Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. Jafnframt undrast nefndin að ekki skuli hafa verið leitað eftir leyfum til framkvæmdarinnar. Hálendisnefnd Rangárþings ytra 2 5 . á g ú S T 2 0 1 7 f ö S T u D a g u r8 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a Ð i Ð 2 5 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 1 -B 1 9 C 1 D 9 1 -B 0 6 0 1 D 9 1 -A F 2 4 1 D 9 1 -A D E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.