Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 28
Starri Freyr Jónsson starri@365.is Fólkið í bænum sem ég bý í, er óvenjuleg og skemmtileg listsýning sem verður opnuð í kvöld á Akureyri í tengslum við árlega Akureyrarvöku. Sýningin fjallar um átta ólíka einstaklinga sem búsettir eru í bænum og samanstendur af átta örheimildar- myndum um hvern þeirra, ýmsum persónulegum hlutum frá þeim sem sýningargestir mega handleika auk einnar flíkur frá hverjum sem hangir uppi á sýningunni. Sýningin er runnin undan rifjum Birnu Pétursdóttur og Árna Þórs Theodórssonar, sem eru eigendur Flugu hugmyndahúss, en hugmynd- in kviknaði nokkurn veginn sam- hliða stofnun fyrirtækisins á síðasta ári, að sögn Birnu. „Við sátum mörg löng kvöld og veltum fyrir okkur hvers konar verkefni væri gaman að fást við í nýju fyrirtæki. Þessi hug- mynd kom mjög fljótt upp og þróað- ist svo með okkur þann tíma sem tók að koma fyrirtækinu í gang. Með fjölgun verkefna datt þessi hugmynd til hliðar um tíma. Þegar Eyþing aug- lýsti eftir styrk umsóknum kom hug- myndin aftur upp á yfirborðið og við þróuðum hana áfram yfir í það form sem er á henni í dag. Verkefnið er styrkt af Eyþingi og Akureyrarstofu og Daníel Starrason ljósmyndari tók myndir fyrir sýninguna.“ Ólíkir einstaklingar Þeir átta einstaklingar sem fjallað er um koma úr ólíkum áttum og eru á ólíkum aldri. Nánast eini sameigin- legi flötur þeirra er búseta í bænum að sögn Árna Þórs. „Kynjahlutföllin eru jöfn, fjórar konur og fjórir karlar. Bakgrunnur þeirra er mjög ólíkur en þarna má m.a. finna leikritaskáld, fornleifafræðing, make-up artista og plötusnúð. Við ákváðum fljótt að velja fólk sem fæst við eitthvað óvenjulegt, eitthvað sem er ekki sýnilegt eða fyrir allra augum dags- daglega. Einnig vildum við velja fólk sem hefur ekki hefðbundna sögu að segja og þessir einstaklingar þurftu ekki endilega að vera fæddir og upp- aldir á Akureyri. Það er nefnilega líka áhugavert að heyra hvers vegna fólk hefur ákveðið að setjast að hérna.“ Mikil fjölbreytni Þau segja bæði það hafa komið sér á óvart, þegar þau hófu undirbúning sýningarinnar, hversu margir komu í raun til greina á ekki stærri stað en Akureyri. „Á Akureyri er svo fjöl- breytt mannlíf og það væri auðvelt að finna fólk í ansi margar sýningar til viðbótar. Það sem svo kannski kom mest á óvart í samskiptum við þessa átta aðila var hversu opnir Akureyringar eru. Sú mýta að Akur- eyringar séu svo lokaðir er hér með afsönnuð.“ Sýningin verður opnuð í kvöld kl. 20.30 á Ráðhústorgi 7 og er gengið inn um rauðu dyrnar. Einnig verður hún opin á morgun, laugardag, milli kl. 14 og 17. Nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Fólkið í bænum sem ég bý í. Verkefni Flugu hugmyndahúss má einnig kynna sér á Facebook. Engar hefðbundnar sögur Átta ólíkir íbúar Akureyrar eru viðfangsefni sýningarinnar Fólkið í bænum sem ég bý í, sem hefst á Akureyri í kvöld. Boðið verður upp á örheimildarmyndir, ljósmyndir og persónulega muni. Sýningin Fólkið í bænum sem ég bý í, er hugmynd Árna Þórs Theodórssonar og Birnu Pétursdóttur. Óskum Arnari Péturssyni til hamingju með sigurinn í Reykjavíkurmaraþoninu 20% OAKLEY-AFSLÁTTUR TIL 1. SEPTEMBER OAKLEY-UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . ÁG ú S T 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 2 5 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 9 1 -C 0 6 C 1 D 9 1 -B F 3 0 1 D 9 1 -B D F 4 1 D 9 1 -B C B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.