Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 8
Iðnaður Forsvarsmenn Thorsil gera nú ráð fyrir að framkvæmdir við kísil málmverksmiðju þeirra í Helguvík hefjist á seinni hluta næsta árs. Þeir hafa engin áform um að koma að rekstri verksmiðju United Silicon á iðnaðarsvæðinu og bæjar- stjóri Reykjanesbæjar segir vand- ræðin þar á bæ engin áhrif hafa haft á viðræðurnar við Thorsil.   „Aðalmálið er að það má ekki líkja okkur saman við það sem hefur ekki gengið upp. Þetta hefur því miður ekki verið gert á réttan hátt hjá United Silicon og við höfum átt í reglulegum samskiptum við alla þá sem koma að okkar verkefni og þar með talið Reykjanesbæ og gert þeim grein fyrir stöðu okkar verk- efnis,“ segir John Fenger, stjórnar- formaður Thorsil. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði um miðjan júlí kröfu Landverndar, Náttúru- verndarsamtaka Suðvesturlands og íbúa í Reykjanesbæ um að ákvörðun Umhverfisstofnunar sem gaf Thor- sil starfsleyfi yrði ógilt. Félagið fékk leyfið í september 2015 en það var fellt úr gildi í október í fyrra. Nýtt leyfi fékkst í febrúar en mánuði síðar barst önnur kæra sem nefndin hafnaði svo í sumar. „Við vorum búnir að loka fjár- mögnuninni  þannig þetta tafði okkur um eitt ár. Eins og líka hefur komið fram í blöðum hafa einhverj- ir lífeyrissjóðir dregið sig til baka og þá væntanlega vegna United. Við erum því að ganga frá því að fylla skarðið og klára fjármögnun- ina á næstu misserum,“ segir John. Heildarfjármögnun verksmiðj- unnar nemur 275 milljónum dala, eða um 30 milljörðum króna, og á framleiðsla hennar nú að hefjast á fyrri hluta 2020.   „Því miður hefur þetta ekki tekist nógu vel hjá United og verksmiðjan fór í gang of fljótt. Við höfum undir- búið okkar verkefni á allt annan hátt og okkar hugsun er að byggja verksmiðju sem er vel hönnuð þannig að svona óhöpp eigi sér ekki stað,“ segir John og vísar til síendur- tekinna mengunaróhappa United Silicon. „Það hefur ekki orðið nein stefnu- breyting hjá Reykjanesbæ varðandi Thorsil. Verkefnið hefur aftur á móti ekki verið rætt lengi enda málið í vinnslu hjá þeim. Við vitum að það eru íbúar sem telja það vera tómt rugl en á meðan bæjarstjórn hefur ekki ákveðið annað vinnur kerfið að framgangi kísilveranna í Helgu- vík,“ segir Kjartan Már Kjartans- son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. haraldur@frettabladid.is CCG As a christian church known by many from our internet page ccg.org, we know there is conciderable interest for our litter- ature in Iceland. Because of this we would like to conduct a seminar for interested persons this autumn. If anyone would like to meet with us, please contact us at secretary@ccg.org Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helgu- vík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. Vandræði United engin áhrif haft á afstöðu Reykjanesbæjar til Thorsil, segir bæjarstjórinn. Thorsil fékk lóð í Helguvík skammt frá þeim stað þar sem nú er búið að byggja kísilver United Silicon. FréTTablaðið/GVa Hlutur Arion banka metinn á 900 milljónir króna Umhverfisstofnun sendi forsvars- mönnum United Silicon bréf á miðvikudag vegna áforma um stöðvun á rekstri verksmiðjunnar þann 10. september eða fyrr fari svo að ljósbogaofn hennar stöðv- ist enn á ný. Gríðarlegur fjöldi kvartana hafi borist stofnun- inni síðan verksmiðjan var gangsett 11. nóvember. Þá hefur komið fram að fyrirtækið hefur fengið heimild til greiðslu- stöðvunar og að Arion banki hafi lánað því um átta milljarða króna og lífeyris- sjóðir lagt því til hundruð milljóna í hlutafé. Bankinn hefur nú fært niður 16,3 prósenta hlut sinn í verksmiðjunni sem var metinn á 900 milljónir króna. Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri verksmiðjunnar og sá sem leiddi verkefnið þangað til hann hætti í stjórn United Silicon í byrjun þessa árs, var á ferðalagi í Svíþjóð í gær þegar blaða- maður náði tali af honum. „Ég veit ekkert hvað þú ert að tala um. Ég er ekki búinn að kynna mér málið og er í fríi,“ sagði Magnús þegar hann var beðinn um viðbrögð við þeirri stöðu sem komin er upp í rekstri verksmiðjunnar. ww Aðalmálið er að það má ekki líkja okkur saman við það sem hefur ekki gengið upp. John Fenger, stjórnarformaður Thorsil Magnús Garðarsson skagafjörður „Ekki verður séð að á vegum og vettvangi samtakanna hafi verið unnið starf sem hafi haft sér- staka þýðingu fyrir hagsmuni Skaga- fjarðar og réttlæti háar greiðslur til reksturs þeirra,“ segir í bókun Bjarna Jónssonar, fiskifræðings og fulltrúa VG í byggðaráði Skagafjarðar, þar sem í gær var ræddur aukaaðal- fundur Samtaka sjávarútvegssveitar- félaga. Bjarni segir Skagafjörð greiða fjög- ur hundruð þúsund krónur á ári til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fá sveitarfélög með ólíka hags- muni eigi aðild að samtökunum. Á aukaaðalfundinum eigi að taka fyrir breytingar þannig að hlutverk sam- takanna verður útvíkkað svo „lagar- eldissveitarfélög“ geti gengið form- lega í þau. „Ekki verður séð að það muni skerpa á starfi samtakanna og upprunalegum tilgangi að útvíkka enn frekar hlutverk þeirra og fara mögulega að beita þeim í hagsmunagæslu fyrir sjókvía- eldi á frjóum norskum laxi. Mörg sveitarfélög, eins og Skagafjörður eiga meiri hagsmuni af því að vernda villta stofna í veiðiám sem margir bændur hafa mikilvægar tekjur af,“ segir í bókun Bjarna sem kveður hagsmuni þessara bænda geta verið í hættu ef ekki verði varlega farið í uppbyggingu frekara fiskeldis við strendur landsins. – gar Vill ekki fá fiskeldisfólk í samtökin Mörg sveitarfélög, eins og Skagafjörður eiga meiri hagsmuni af því að vernda villta stofna í veiðiám sem margir bændur hafa mikilvægar tekjur af. Bjarni Jónsson, byggðaráðsmaður VG í Skagafirði LögregLumáL  Tilkynningum um þjófnað á ökutækjum og nytja stuldi til lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu hefur fækkað milli ára. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fékk lög- reglan 201 tilkynningu, eða tæplega 20 prósent færri en á sama tímabili árið áður. Sé talan borin saman við árið 2015 má sjá að tilkynningar eru 2 5 p r ó - sent færri á þ e s s u ári en fyrir t v e i m u r árum. Tilkynn- i n g a r á árinu 2015 voru 426 sem var mesti fjöldi frá árinu 2010. Tilkynningum fækkaði svo árið 2016 og voru þær 387, en þó yfir tíu ára meðaltali. – sg Minna um bílstuldi í ár BreTLanD 25 ára bresk kona, Jemma Beale, var í gær dæmd í tíu ára fang- elsi fyrir ítrekaðar rangar sakar- giftir. Konan hélt því fram að sér hefði verið nauðgað níu sinnum og sex sinnum orðið fyrir annars konar kynferðislegu ofbeldi. Í eitt skiptið var maður dæmdur í sjö ára fang- elsi vegna vitnisburðar hennar. BBC greinir frá. „Þessi réttarhöld hafa leitt í ljós að þú ert mjög sannfærandi lygari og að þú nýtur þess að vera í hlutverki fórnarlambs,“ sagði dómari áður en hann kvað upp dóm. Þá fordæmdi hann háttalag hennar og sagði að konur eins og hún ykju líkurnar á því að sekir nauðgarar kæmust hjá refsingu. Konan hafði meðal annars skáldað sögu um að sér hefði verið nauðgað af hópi manna. Til að gera framburð sinn trúverðugri veitti hún sér sjálf áverka áður en hún fór til lögreglu. Málið var alls rannsakað í 6.400 klukkustundir og kostaði rekstur málsins hátt í hálfa milljón punda. – jóe Í fangelsi fyrir upplognar nauðganir Í eitt skiptið var maður dæmdur í sjö ára fangelsi vegna vitnisburðar hennar. 2 5 . á g ú s T 2 0 1 7 f ö s T u D a g u r6 f r é T T I r ∙ f r é T T a B L a ð I ð 2 5 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 1 -C 5 5 C 1 D 9 1 -C 4 2 0 1 D 9 1 -C 2 E 4 1 D 9 1 -C 1 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.