Fréttablaðið - 25.08.2017, Page 6

Fréttablaðið - 25.08.2017, Page 6
Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 ALFA ROMEO STELVIO EKKI BARA JEPPI. ALFA ROMEO. FORSÝNING LAUGARDAGINN 26. ÁGUST OPIÐ FRÁ 12 - 17 stjórnsýsla Fyrirhuguð kaup ríkis­ ins á umtöluðum húsgrunni í þjóð­ garðinum á Þingvöllum virðast úr sögunni miðað við afstöðu fjármála­ ráðuneytisins sem nefnir verðið sem ásteytingarstein í málinu. „Ráðuneytið hefur farið yfir for­ sögu málsins og telur ekki að full­ nægjandi forsendur séu til staðar til að hefja viðræður um kaup á umræddum lóðarréttindum og hús­ grunni miðað við það verð sem lagt hefur verið til grundvallar í máli þessu,“ segir fjármálaráðuneytið í svari til umhverfisráðuneytisins 9. maí síðastliðinn. Umhverfisráðuneytið, sem  tók við málefnum Þingvallaþjóðgarðs af forsætisráðuneytinu við síðustu ríkisstjórnarskipti, sendi í lok mars fjármálaráðuneytinu bréf þar sem óskað var eftir að hafnar yrðu við­ ræður um kaup á húsgrunninum Val­ hallarstíg 7. Grunnurinn var steyptur upp skömmu fyrir hrun. Í fyrra var hann auglýstur til sölu og barst 70 milljóna króna tilboð sem Þingvalla­ nefnd ákvað eftir nokkrar sviptingar að gengið yrði inn í með því að neyta forkaupsréttar. Lóðin, sem er leigu­ lóð í eigu ríkisins,  var sögð geta opnað fólki aðgang að vatninu og að til dæmis mætti nýta grunninn sem nestispall. Óljóst er hvort þessi afstaða fjár­ málaráðuneytisins þýðir að kaup ríkisins séu algerlega úr sögunni og hvað verður um húsgrunninn þar sem svör þar um fengust hvorki frá ráðuneytinu né þjóðgarðsverði í gær. Sömuleiðis fengust ekki nánari skýringar á því hvernig fjármálaráðu­ neytið komst að niðurstöðu. Bergljót Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfisráðu­ neytis, segir ráðuneytið ekki hafa aðhafst frekar í málinu. Þingvalla­ nefnd hafi fengið afrit af bréfi fjár­ málaráðuneytisins og ekki hafi borist bréf frá  nefndinni til um­ hverfis ráðuneytisins vegna málsins. Þegar Ólafur Örn Haraldsson þjóð­ garðsvörður var spurður að því fyrir hálfum mánuði hvernig hefði farið með forkaupsréttinn sem Þingvalla­ nefnd vildi nýta á Valhallarstíg 7 svar­ aði hann því hins vegar til að hann vissi ekki um stöðu málsins. „Ég veit ekki hvar málefni varðandi Valhallarstíg nr. 7 stendur. Þingvalla­ nefnd hefur lagt fram sín sjónarmið sem þú þekkir og málið fór til ráðu­ neyta,“ sagði þjóðgarðsvörður í skrif­ legu svari. Daginn eftir voru honum sendar nýjar spurningar frá Frétta­ blaðinu. „Er ekki verið að skoða ofan í kjölinn hvort lögum og reglum hafi verið fylgt við framkvæmdir á Val­ hallarstíg 7 eins og fram hefur komið að áhöld séu um?“ var Ólafur Örn meðal annars spurður. Með spurn­ ingunni er vísað til þess að í október 2016 lýsti þjóðgarðsvörður því í bréfi til forsætisráðuneytisins, sem Þing­ vallaþjóðgarður heyrði þá undir, að Þingvallanefnd teldi „að þar sem sumarhúsin voru rifin og steyptur var í stað þeirra grunnur á stöplum ásamt kjallara séu hugsanlega í reynd brostnar forsendur fyrir því að endur­ bygging sumarhúsanna teljist til þeirra lagfæringa eða breytinga sem þegar var búið að samþykkja.“ Enn hafa ekki borist svör frá þjóð­ garðsverði varðandi þessa síðari spurningu. „Verði mannvirki byggt á grunninum er ljóst að það verður stærsta mannvirki innan þjóðgarðs­ ins í eigu einstaklinga,“ sagði hann hins vegar í fyrrgreindu bréfi til for­ sætisráðuneytisins.  gar@frettabladid.is Fjármálaráðuneytið telur að Þingvallagrunnurinn sé of dýr Að mati fjármálaráðuneytisins eru ekki nægilegar forsendur til að hefja viðræður um kaup á húsgrunni á Þingvöllum sem þjóðgarðurinn vill eignast. Þingvallanefnd vildi ganga inn í 70 milljóna króna kauptilboð en ráðuneytið setur verðið fyrir sig. Óvíst er hvort afstaða ráðuneytisins þýði að kaupin séu alveg úr sögunni. Steypti grunnurinn sem kom í stað eldri sumarbústaðar við Þingvallavatn. Hjónin Bogi Pálsson og Sólveig Dóra Magnúsdóttir fengu 70 milljóna króna kauptilboð frá Gísla Haukssyni í GAMMA. FréttABlAðið/GArðAr Verði mannvirki byggt á grunninum er ljóst að það verður stærsta mannvirki innan þjóðgarðs- ins í eigu einstaklinga. Ólafur Örn Haralds- son þjóðgarðs- vörður FastEIGnIr Ekki liggur fyrir hve hátt verð ríkið kemur til með að greiða fyrir kaup á Geysi. Vonast er til þess að matsmenn skili niðurstöðu sinni í október. Þá verður eitt ár liðið frá því að kaupsamningurinn var undir­ ritaður. Deilt hafði verið um landsvæði við Geysi í nokkur ár en félag land­ eigenda vildi rukka gesti fyrir aðgang að hverasvæðinu. Á endanum varð það úr að samkomulag um kaup ríkisins var undirritað en landeig­ endur sögðu það hafa verið gert til að komast hjá eignarnámi. Kaupverð var háð mati matsmanna. Hvor aðili um sig tilnefndi einn mann í matsnefndina. Fyrir hönd ríkisins situr þar Sigurður Harðarson hagfræðingur en Vífill Oddsson verk­ fræðingur situr fyrir landeigendur. Sátt náðist um að Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, yrði odda­ maður í nefndinni. „Þetta hefur allt verið í eðlilegum farvegi. Ríkið skilaði inn greinargerð og ég skilaði inn annarri fyrir land­ eigendur,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigenda. Báðum aðil­ um gafst síðan kostur á að skila inn athugasemdum við greinargerð hins. Matsmenn gengu um svæðið ásamt aðilum samningsins fyrr á árinu en málið hefur síðan tafist vegna sumarleyfa. „Við vonumst til að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en í október,“ segir Hjörleifur. Hann vill ekki upplýsa um innihald greinar­ gerðanna enda ríki trúnaður um þær. Sætti annað hvort ríkið eða land­ eigendur sig ekki við niðurstöðu matsnefndarinnar verður hægt að skjóta henni til yfirmatsnefndar. Ákvörðun þeirrar nefndar verður hins vegar endanleg. Ekki er unnt að skjóta málinu til dómstóla. – jóe Kaupverð á Geysi liggi fyrir á næstu mánuðum Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigenda. DubaI Réttarhöld hófust í vikunni í Dubai yfir karlmanni sem gómaður var við þá iðju að smygla 5,7 millj­ ón amfetamíntöflum til landsins. Maðurinn faldi efnin í innyflum úr kindum. Maðurinn, en þjóðerni hans eða aldurs er ekki getið, var gripinn glóð­ volgur í apríl. Hann kom með efnin í höfn í borginni og lenti í skoðun hjá tollvörðum. Tjáði hann þeim að hann væri að flytja inn innmat en þeim sýndist hann hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Það reyndist rétt. Þrjóturinn var afar hissa þegar lyfin komu í ljós. Síðar tjáði hann lögreglumönnum að hann hefði fall­ ist á að flytja efnin fyrir bróður sinn. Hafnir Dubai eru vinsæll við­ komustaður fíkniefnasmyglara. Endanlegur áfangastaður efnanna er hins vegar yfirleitt Sádi­Arabía. – jóe Faldi mikið magn fíkniefna í innyflum kinda svíþjóð Rannsókn sænsku lög­ reglunnar hefur leitt í ljós að hlutur sem fannst á Skáni í Svíþjóð í gær er ekki líkamshluti líkt og talið var. SVT greinir frá. Mögulegt var talið að hluturinn gæti tengst leit að sænsku blaða­ konunni Kim Wall en í gærkvöldi var staðfest að ekki væri um líkamshluta að ræða. Kaupmannahafnarlögreglan stað­ festi í fyrradag að búkur sem fannst í sjó suður af Amager á mánudag hafi verið Wall og hefur leit staðið yfir að líkamshlutum sem vantar á líkið. Lög­ reglan hefur biðlað til almennings um aðstoð við leit að fötum Wall. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er grunaður um morð, eftir að hafa áður verið grunaður um manndráp. Hann hefur viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð úr kaf­ báti sínum, en stendur við framburð sinn um að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð. – ósk Ekki líkamshluti eins og talið var 2 5 . á G ú s t 2 0 1 7 F Ö s t u D a G u r4 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð 2 5 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 1 -C A 4 C 1 D 9 1 -C 9 1 0 1 D 9 1 -C 7 D 4 1 D 9 1 -C 6 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.