Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 14
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Umferðarfræðsla er órjúfanlegur þáttur í skólastarfi og uppeldi barna. Leik- og grunnskólar landsins sinna þessum þætti vel og starfrækir Samgöngu-
stofa umferðarskóla fyrir elstu leikskólabörnin á hverju
vori þar sem kennarar fræða börnin um umferðina og
umferðartengda hegðun.
Hlutverk foreldra í umferðarfræðslu og forvörnum er
mikilvægt því þar er mótunin sterkust. Nú þegar skólar
eru að hefjast viljum við benda foreldrum á að kynna vel
fyrir barninu hvaða leið er best í skólann. Stysta leiðin er
ekki alltaf sú öruggasta og mikilvægt að börnin geri sér
grein fyrir hvers eðlis umferðin er svo að þau geti ferðast
um á öruggan hátt.
Þegar börnum er ekið í skólann eykst umferð í
kringum skólasvæði. Nauðsynlegt er að gæta vel að því
að barni sé alltaf hleypt út úr bílnum þeim megin sem
gangstéttin er, aldrei út á akbraut. Öll börn eiga að vera í
bílbelti og börn undir 135 cm á hæð eiga að vera í bílstól.
Á heimasíðu Samgöngustofu er að finna ýmsa fræðslu
varðandi öryggi barna í umferðinni. Hér eru tíu örugg ráð
sem gott er að hafa í huga:
1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu.
2. Veljum öruggustu leiðina í skólann – það þarf ekki
endilega að vera sú stysta.
3. Leggjum tímanlega af stað.
4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið
á að fara eftir.
5. Kennum barninu að fara yfir götu,
með og án gönguljósa.
6. Verum sýnileg, notum endurskinsmerki.
7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir.
8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið,
bæði börn og fullorðnir.
9. Tökum tillit til annarra vegfarenda,
sérstaklega í nánd við skóla.
10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð
á skólasvæðinu
Fullorðnir eru fyrirmyndir barna og þau læra meira af
því sem fullorðnir gera en því sem þeir segja.
Öll börn í umferðinni
eru okkar börn
Fullorðnir
eru fyrir-
myndir
barna og þau
læra meira af
því sem
fullorðnir
gera en því
sem þeir
segja.
Hildur
Guðjónsdóttir
sérfræðingur
í öryggis- og
fræðslu-
deild Sam-
göngustofu
Allur borðbúnaður
fyrir veitingahús
gsimport.is
892 6975
Að kjósa
með vaxta-
lækkun er
oftar en ekki
ómöguleiki í
huga sumra
nefndar-
manna sem
einblína fyrst
og síðast á
þau rök sem
mæla gegn
lækkun
vaxta.
Óvænt niðurstaða
Framsóknarflokkurinn fór í
mikla leit að oddvita á lista fyrir
síðustu borgarstjórnarkosning-
ar. Óskar Bergsson, fyrrverandi
borgarfulltrúi, hætti við framboð
og Guðni Ágústsson lét ekki til-
leiðast. Síðan skaut Sveinbjörg
Birna Sveinbjörnsdóttir óvænt
upp kollinum. Fæstir höfðu trú
á að með hana við stýrið gæti
flokkurinn fengið kjörinn mann í
borgarstjórn. En ummæli hennar
um moskur vöktu svo gríðarlega
athygli og þótt einhverjir hefðu
trúað að þau myndu endanlega
gera út um væntingar Framsókn-
armanna fyrir kosningarnar varð
niðurstaðan allt önnur. Fyrst þá
fór flokkurinn að bæta við sig og
raunin varð tveir kjörnir borgar-
fulltrúar af fimmtán.
Ein á báti
Það dylst engum að það styttist
í kosningar að undangengnu
vali stjórnmálaflokkanna, þar
á meðal Framsóknarflokksins,
á lista. Orð Sveinbjargar Birnu
um að kostnaður skólakerfisins
vegna barna hælisleitenda væri
sokkinn kostnaður fóru heldur
ekki fram hjá neinum. Kannski
er Sveinbjörg Birna gegnsýrður
rasisti. En kannski ætlaði hún
að endurtaka fyrri leik og beita
tiltækum ráðum til að tryggja
stöðu sína fyrir næstu kosningar.
Til allrar hamingju ætla félagar
hennar í borgarstjórnarflokkn-
um ekki að taka þátt í þeirri veg-
ferð. jonhakon@frettabladid.is
Það er skammt stórra högga á milli. Eftir nánast linnulausa gengisstyrkingu síðustu misseri – og raungengið upp um 35 prósent frá 2015 – er krónan snögglega farin að gefa eftir. Gengið hefur þannig lækkað um tólf prósent frá því snemma í júní. Sú þróun er að mörgu leyti
eftirsóknarverð. Hátt gengi krónunnar var farið að skaða
samkeppnishæfni útflutningsatvinnugreina landsins.
Engin einhlít skýring er á lækkun gengisins. Þar spila inn
í auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða og annarra fjár-
festa, vaxandi áhugi á gjaldeyrisvörnum og að útflutnings-
fyrirtæki halda að sér höndum við að skipta gjaldeyri yfir í
krónur. Lítil velta á gjaldeyrismarkaði hefur síðan magnað
upp gengissveiflurnar. Seðlabankinn, sem hætti reglu-
legum gjaldeyriskaupum fyrr á árinu, hefur að mestu kosið
að standa á hliðarlínunni í stað þess að grípa inn í og kaupa
og selja gjaldeyri eftir atvikum til að draga úr sveiflum. Sú
afstaða vekur um margt furðu. Seðlabankanum virðist hins
vegar, eins og greining Arion banka hefur bent á, líka það
ágætlega að „stefnan sé áfram óljós og óskýr“.
Gengisveiking síðustu vikna var helsta ástæða þess að
peningastefnunefnd Seðlabankans kaus – ranglega – að
halda vöxtum óbreyttum í vikunni. Sú ákvörðun kom
ekki á óvart. Að kjósa með vaxtalækkun er oftar en ekki
ómöguleiki í huga sumra nefndarmanna sem einblína
fyrst og síðast á þau rök sem mæla gegn lækkun vaxta.
Stóra myndin er hins vegar þessi. Það hefur orðið bylting
á grunngerð hagkerfisins. Viðskiptaafgangur er mikill og
viðvarandi, erlenda staðan hefur ekki verið betri frá því
að mælingar hófust, sparnaðarstigið er í hæstum hæðum
og Ísland, rétt eins og ríki á borð við Sviss, Austurríki og
Noreg, er orðið að fjármagnsútflytjanda. Þessi kerfis-
breyting þýðir með öðrum orðum að vextir Seðlabankans
geta verið talsvert lægri án þess að það raski jafnvægi í
þjóðarbúskapnum. Hátt í fjögurra prósenta vaxtamunur
við útlönd er óskiljanlegur við þessar aðstæður.
Mikil gengislækkun stafar einkum af því að það er
nánast einstefna í fjármagnsflæði til og frá landinu. Á sama
tíma og við sjáum aukið fjárfestingarútflæði eftir losun
hafta eru hömlur á fjárfestingu erlendra aðila í skuldabréf-
um. Afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar. Krónan gefur eftir,
verðbólguálag eykst og Seðlabankinn þarf að bregðast
við með aðhaldssamari peningastefnu. Niðurstaðan er
sú að langtímavaxtamunur við útlönd hækkar. Þrátt fyrir
að fjárstreymistæki bankans hafi verið réttlætanlegt á
sínum tíma, ekki síst í aðdraganda aflandskrónuútboðs,
þá hafa aðstæður breyst með afnámi hafta. Rýmri heimild
til fjárfestinga í skuldabréfum yrði til þess fallin að minnka
gengissveiflur og skapar forsendur fyrir lækkun vaxta.
Þrátt fyrir að gengið hafi lækkað nokkuð í sumar þá
hafa verðbólguvæntingar til lengri tíma lítið breyst og
verðbólga hefur núna mælst undir markmiði í 42 mánuði.
Þá sýnir ný þjóðhagsspá að útlit sé fyrir minni hagvöxt,
atvinnuvegafjárfesting dragist saman og vísbendingar
eru um kólnun á fasteignamarkaði. Seðlabankinn taldi
aftur á móti veikingu krónunnar vega þyngra á metunum.
Binda má vonir við að ákvörðun bankans um að halda
ekki áfram hægfara vaxtalækkunarferli sínu sé aðeins
tímabundið hik sem verði leiðrétt síðar á árinu. Reynslan
sýnir hins vegar að líkurnar eru ekki með því.
Ómöguleiki
2 5 . á g ú s t 2 0 1 7 F Ö s t U D A g U R12 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
SKOÐUN
2
5
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:5
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
9
1
-A
C
A
C
1
D
9
1
-A
B
7
0
1
D
9
1
-A
A
3
4
1
D
9
1
-A
8
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
4
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K