Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 18
Styttist í peningabardagann sem heimurinn bíður eftir að sjá Box gegn MMA Það var vel við hæfi að Floyd Mayweather og Conor McGregor skiydu stilla sér upp í hnefaleika- og MMA-pósu á síðasta fundi sínum. Í kvöld stíga kapparnir síðan á vigtina í Vegas. Vigtunin hefst klukkan 22.00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Nordic Photos/Getty 2 5 . á g ú s t 2 0 1 7 F Ö s t U D A g U R16 s p o R t ∙ F R É t t A B L A ð i ð sport HneFALeikAR Einn stærsti íþrótta- viðburður síðustu ára fer fram aðfaranótt sunnudags þegar Conor McGregor, skærasta UFC-stjarna heims, stígur úr búrinu inn í hnefa- leikahringinn þar sem hann mun mæta Floyd Mayweather, einum besta boxara sögunnar. May- weather er enn ósigraður og tók hanskana niður úr hillunni til að berjast við Írann kjaftfora. Ef May- weather ber sigur úr býtum mun hann ljúka ferlinum á 50 sigrum í 50 bardögum. Fyrirfram mætti telja að besti hnefaleikamaður heims ætti ekki að lenda í vandræðum með mann sem hefur aldrei barist sem atvinnu- maður í íþróttinni. En Gunnar Nel- son, fremsti bardagakappi Íslands og æfingafélagi Conors til margra ára, segir í samtali við Fréttablaðið að hann telji möguleika síns manns góða og að bardagastíll hans henti Mayweather illa. espar hann upp „Conor mun reyna að setja pressu á Mayweather því hann gerir sér grein fyrir að Mayweather mun ekki koma inn í bardagann og reyna að rota hann þrátt fyrir yfirlýsingar um það,“ segir Gunnar. „Mayweather mun halda sér við sitt og reyna að vinna tólf lotu bardaga með dóm- araákvörðun.“ Gunnar segir að fyrstu loturnar verði áhugaverðar og að Conor muni reyna að espa Mayweather upp, sem muni svara með því að reyna að láta Írann slá vindhögg – þreyta hann og hægja á honum. „En Conor er góður í að slá menn þegar þeir eiga síst von á því. Hann mun líka reyna að espa hann upp til að fá hann til að sækja. Þá getur Conor bakkað og svarað með þess- ari vinstri sleggju sem hann er alþekktur fyrir.“ Getur klárað heilan bardaga Gunnar bendir á að Conor búi yfir ýmislegu í vopnabúri sínu sem muni henta Mayweather illa. Svo sem yfirhandarhöggi sem hefur verið áður notað gegn Bandaríkja- manninum með góðum árangri. En ef Mayweather tekst að verjast því, mun hann hafa úthald og þol til að endast í tólf lotu bardaga og vinna á stigum? „Já, það tel ég. Conor hefur aldr- ei verið í betra formi og á að baki 50-60 bardaga sem áhugamaður í hnefaleikum. Sem MMA-maður er hann alltaf betri standandi og er með skrokkinn í það. Ég hugsa að hann geti komið honum í vandræði snemma, unnið fyrstu loturnar og jafnvel þær síðustu líka,“ segir Gunnar. „Mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að hann klári bar- dagann í fyrstu lotunum og sé fyrir mér að það gæti gerst. Ég veit líka að Mayweather hefur aldrei farið gegn svona bardagamanni áður. Conor er ekki boxari þó svo að hann kunni það ótrúlega vel. Það er bara svo margt í stíl hans sem Mayweather hefur ekki séð. Hann hefur aldrei skipst á höggum við MMA-bardagamann. Það er bara öðruvísi.“ engin látalæti Óhætt er að segja að Conor McGreg- or njóti sín í sviðsljósinu. Hann hefur verið óhræddur við yfirlýs- ingar og lofar því að hann muni slá Mayweather í rot í fyrstu lotunum, fjórðu eða jafnvel annarri. En Gunn- ar bendir á að Conor hafi góða stjórn á tilfinningum sínum. „Hann er mjög rólegur og yfirveg- aður þegar hann þarf að vera það. Svona er hann bara. Þetta eru ekki látalæti, hann er eins og hann hefur alltaf verið,“ segir Gunnar sem spáir vitaskuld sínum manni sigri. „Ég ætla að segja að hann klári Mayweather í sjöttu lotu með rot- höggi.“ eirikur@frettabladid.is Klárar Mayweather með rothöggi Gunnar Nelson telur að Conor McGregor sé bardagamaður sem henti Floyd Mayweather illa. Hann óttast ekki að illa fari fyrir sínum manni þó að Írinn muni þurfa að fara í tólf lotu bardaga gegn einum besta hnefaleikakappa sögunnar. Conor er góður í að slá menn þegar þeir eiga síst von á því. Hann mun líka reyna að espa hann til að fá hann til að sækja. Gunnar Nelson © GRAPHIC NEWSHeimild: Wire agencies Mynd: Getty Images Floyd Mayweather, heimsmeistari í hnefaleikum, mætir UFC-meistaranum Conor McGregor í hnefaleikabardaga í Las Vegas. Bardaginn, sem hefur verið kallaður „Peningabardaginn“, mun slá öll áskri‡armet Aldur Þjóðerni Gerðist atvinnumaður Sigrar-töp Rothögg Hæð Faðmur Stíll SAMANBURÐUR 40 Bandarískur 1996 49-0 26 1,73 m 1,83 m Hefðbundinn 29 Írskur 2008 21-3 18 1,75 m 1,88 m Örvhentur Money The Notorious Ósigraður heimsmeistari í ¤mm þyngdar¦okkum, hefur alls unnið 15 titla, er talinn einn af bestu boxurum allra tíma Græðir: 100 milljónir dollara Ein stærsta stjarnan í MMA og fyrsti UFC-meistarinn í tveimur þyngdar¦okkum samtímis. Þreytir frumraun sína í atvinnuhnefaleikum Græðir: 75 milljónir dollara 1977: Fæddur 24. febrúar í Michigan inn í mikla hnefaleikaªölskyldu 1996: Vinnur brons á Ólympíuleikunum í Atlanta. Tapið í undanúrslitunum er hans eina í hringnum 1998: Verður heimsmeistari í fyrsta sinn 2002: Byrjar að keppa í léttvigt. Verður heims- meistari í annað sinn e‡ir sigur á José Luis Castillo 2007: Verður heimsmeistari í ¤mmta þyngdar¦okknum e‡ir sigur á Oscar De La Hoya 2015: Sigrar Manny Pacquiao í „Bardaga aldarinnar“ 1988: Fæddur 14. júlí í Dublin á Írlandi 2008: Þreytir frumraun sína í MMA gegn Gary Morris. Vinnur í annarri lotu 2013: Semur við UFC. Sigrar Marcus Brimage í fyrsta bardaga sínum fyrir sambandið 2015: Verður meistari í annað sinn þegar hann bindur endi á 10 ára sigurgöngu José Aldo á 13 sekúndum 2016: Tapar sínum fyrsta UFC-bardaga fyrir Nate Diaz e‡ir að hafa fært sig upp í veltivigt Mayweather tekur á móti McGregor í hringnum Í dag 14.30 opna kanadíska Golfst. 18.00 the Northern trust Golfst. 18.40 Bristol - Aston Villa Sport 22.00 conor - Mayw. vigtun Sport2 inkasso-deildin: 18.00 hK - haukar 19.15 Fram - Fylkir evrópudeild UeFA: Braga - Fh 3-2 Böðvar Böðvarsson skoraði mörk FH. Braga fór áfram, 5-3, samanlagt. hajduk split - everton 1-1 Gylfi Sigurðsson skoraði mark Everton. Everton fór áfram, 3-1, samanlagt. Maccabi - rheindorf 2-2 Viðar Örn Kjartansson skoraði fyrra mark Maccabi. Maccabi fór áfram, 3-2, samanlagt. AeK - club Brugge 3-0 Arnór Ingvi Traustason sat á bekk AEK. AEK fór áfram, 3-0, samanlagt. rosenborg - Ajax 3-2 Matthías Vilhjálmsson spilaði síðasta hálf- tímann fyrir Rosenborg. Rosenborg fór áfram, 4-2, samanlagt. inkasso-deildin: Leiknir r. - Þróttur 1-0 1-0 Ragnar Leósson, víti (11.). Keflavík - Ír 3-2 1-0 Adam Róbertsson (26.), 1-1 Már Viðars- son (40.), 1-2 Renato Punyed (45.), 2-2 Jeppe Hansen (78.), 3-2 Leonard Sigurðsson (87.). 2 5 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 1 -D 4 2 C 1 D 9 1 -D 2 F 0 1 D 9 1 -D 1 B 4 1 D 9 1 -D 0 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.