Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 94

Fréttablaðið - 23.09.2017, Side 94
„Það sem mér finnst best við að vera á Íslandi er að heimamenn tala þetta tungumál sem ber heitið íslenska og ég hef svo mikinn áhuga á,“ segir Halldór. Fréttablaðið/anton brink Það var fyrir hálfgerða tilviljun að ég byrjaði að læra íslensku í Pek-ing árið 2013 og hugsa að mér hafi verið ætlað það hlutskipti. Hafði ætlað í sænskunám en það var ekki aðgengilegt þá stundina,“ segir Halldór Xinyu Zhang, 23 ára Kín- verji sem býr á Íslandi nú og hóf nýlega meistaranám í íslenskum bókmenntum við HÍ. Svo er hann líka þýðandi íslenskra bóka yfir á kínversku. Það á vel við að hitta Halldór í Veröld, alþjóðlegri miðstöð tungu- mála og menningar, þar sem hann situr þýðendaþing og kveðst þakk- látur fyrir að eiga þess kost. Ég byrja á að spyrja hann út í Halldórsnafnið. „Eins og flestir vita getur verið erfitt fyrir Íslendinga að bera fram kínversku. Eiríkur Sturla Ólafsson, íslenski sendikennarinn í Peking, gaf okkur nemendum sínum því íslensk nöfn og af því að síðasta orðið í kínverska nafninu mínu þýðir bókmenntahæfi þá datt honum strax í hug Halldór Laxness. Svo ég tók Halldórsnafnið upp. Það er ekki alþjóðlegt en mjög íslenskt.“ Fyrsta bók í þýðingu Halldórs, Hundadagar eftir Einar Má Guð- mundsson, kom út í Kína í fyrra og fékk kínversku bókmenntaverð- launin sem besta erlenda skáldsaga 21. aldar. „Við Einar fórum til Kína í apríl í vor í tilefni afhendingar verð- launanna,“ upplýsir Halldór bros- andi. Nú kveðst hann vera með aðrar tvær skáldsögur í takinu, Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðar- dóttur og Riddara hringstigans eftir Einar Má – með meistaranáminu. „Ég vinn dálítið mikið. Það er nokkurs konar lífsmáti. Þýðing einnar skáld- sögu á ári fyllir líf mitt að vissu leyti, því sögurnar verða hluti af mér.“ Það er ótrúlegt að Halldór hafi kynnst íslenskunni fyrst fyrir fjórum árum, svo gott vald sem hann hefur á henni. Hann kveðst hafa kom hingað til lands árið 2015 með styrk Árnastofnunar og tekið BA-gráðu með íslensku sem annað mál, við Háskóla Íslands. „Það var í júlí síðastliðnum sem ég lauk því,“ útskýrir hann. „Kínverskan er auð- vitað móðurmálið mitt en annað málið mitt er íslenska, því nú ein- beiti ég mér bara að henni, svo tala ég líka ensku.“ BA-verkefnið í íslensku kveðst Halldór hafa leyst undir handarjaðri Jóns Karls Helgasonar bókmennta- fræðings og skrifað um Hundadaga á bókmenntafræðilegan hátt. „Ég skilgreini bókina sem sagnritunar- sjálfsögu. Það er merkilegt hugtak sem kanadíski bókmennafræð- ingurinn Linda Hutcheon hélt fram fyrst manna á níunda áratugnum en fáir íslenskir fræðimenn hafa skrifað um. Sjálfum finnst mér það afar gagnlegt og áhugavert.“ Hann segir Jón Karl og Dagnýju Kristjánsdóttur hafa hjálpað sér að velja verk til þýðingar. En hafa Kín- verjar áhuga á íslenskum bókum? „Já. Halldór Kiljan var auðvitað þýddur á kínversku á sínum tíma og hann heimsótti Kína nokkrum sinnum. Snemma á 9. áratugnum var búið að þýða íslenskar smásögur yfir á kínversku eftir Svövu Jakobs- dóttur, Jakobínu Sigurðardóttur, Hermann Stefánsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson. Svo var ágætur þýð- endahópur sem þýddi Íslendinga- sögurnar yfir á kínversku úr dönsku, sænsku og ensku. Sérstaklega finnst mér þýðingin á Egils sögu góð,“ segir Halldór og kveðst hafa lesið Íslend- ingasögurnar, Engla alheimsins og tvær glæpasögur eftir Arnald Ind- riðason, Grafarþögn og Mýrina, áður en hann kom til Íslands. „Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman kom út í Kína fyrir tveimur mánuðum, snúin úr ensku, hún er mjög vinsæl. Allar þessar bækur sýna Kínverjum hlið sem þeir þekkja ekki, til dæmis kulda og hreinleika. Við Kínverjar segjum að Ísland sé á heimsenda – ekki þó í neikvæðri merkingu heldur finnst okkur það fallegt og framandi. Kín- verjar hafa áhuga á erlendum bók- menntum og menningu og lesa þýddar bækur til jafns við frum- samdar kínverskar bækur.“ En hvernig finnst honum að búa á Íslandi? Hann verður hugsi og horfir út um gluggann. „Skiptir máli hvar maður býr? Mér finnst það ekki skipta mestu máli. Svæði heimsins eru ólík hvert öðru en öll eiga þau eitthvað sameiginlegt. Þetta er einn heimur. Ég fór síðast heim til Kína sumarið 2016 en fannst of heitt, um 40 gráður, þannig að það var gott að koma hingað aftur. Það sem mér finnst best við að vera á Íslandi er að heimamenn tala þetta tungumál sem ber heitið íslenska og ég hef svo mikinn áhuga á.“ Bækur kvenna sýna dálítið öðru- vísi mynd af mannlífinu en bækur karla, að mati Halldórs. Því eru nokkrar slíkar á óskalista hans sem þýðingarverkefni. „Uppáhaldsbókin mín er Ástir fiskanna eftir Stein- unni Sigurðardóttur og ég vona að ég fái að þýða hana. Mig langar líka að þýða Svövu Jakobs, sérstaklega Gunnlaðar sögu. Svo finnst mér Vig- dís Gríms flott og núna er það Fríða sem ég er að glíma við. Við verðum að viðurkenna sérstöðu kvenna í því að bregðast við ýmsum aðstæðum í þessum heimi. Vissulega eru til karlkyns rithöfundar sem kunna að miðla viðkvæmum tilfinningum en þó ekki eins og konur gera. Hinn kínverski Halldór Xinyu Zhang hefur náð slíkum tökum á íslenskri tungu á fjórum árum að hann er kominn á fullt skrið í þýðingum úr íslensku á kínversku. Var ætlað að læra íslensku Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Tónlistarnámskeið fyrir ung börn og foreldra þeirra Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík, Sóltúni 24, 105 Reykjavík býður upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 3ja mánaða til þriggja ára. Á námskeiðinu verða kennd barnalög og kvæði, leikið, dansað og notið samverunnar. Kennari notar m.a. kennsluefni og hugmyndafræði Suzukiaðferðarinnar til grundvallar námskeiðinu og foreldrar læra leiðir til að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna. Kennari er Diljá Sigursveinsdóttir, Suzukifiðlukennari við skólann, sem einnig er menntuð söngkona og söngkennari og hefur margra ára reynslu sem kennari ungra barna. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 5. október nk. og er kennt vikulega í 8 vikur. Námskeiðið er kennt frá kl. 09:00 til 10:00. Verð kr. 25.000 Skráning er á netfanginu: postur@suzukitonlist.is 2 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r54 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð menning 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D 2 -8 8 4 0 1 D D 2 -8 7 0 4 1 D D 2 -8 5 C 8 1 D D 2 -8 4 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.