Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 4
VETRARSÝNING JEEP Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 JEEP SÝNING LAUGARDAGINN 7. OKTÓBER OPIÐ 12 - 17 ® ® Í OKTÓBER FYLGIR UPPHÆKKUN OG STÆRRI VETRARDEKK ÖLLUM NÝJUM VERÐ FRÁ 8.990.000.- ferðaþjónusta „Þetta lítur allt vel út,“ segir Stefán Aðalsteinsson hjá Ocean Beach Apartments sem undirbýr opnun gististaðar á Kumb­ aravogi. Hann segir pantanir þegar hafa verið gerðar. Hjúkrunarheimili á Kumbara­ vogi var lokað fyrr á þessu ári eftir að heilbrigðisráðuneytið rifti þjónustusamningi um reksturinn vegna ágalla á húsnæðinu. Heim­ ilisfólkinu var í kjölfarið dreift á ýmis önnur heimili víða um land. Nú hefur Kumbaravogur fengið nýtt hlutverk og unnið er að endur­ bótum. Stefán segir áætlað að opna gisti­ staðinn í lok mánaðarins. „Það er von á fyrstu gestunum í byrjun nóvember,“ segir hann. Eldun­ araðstaða og bað verður í hverju herbergi. „Gestirnir sjá um matinn sinn sjálfir. Við þjónustum aðeins gistingu og þrif.“ Á staðnum verða fimm fjögurra manna herbergi, eitt þriggja manna herbergi og sextán tveggja manna herbergi er allt verður tilbúið. „Við skiptum þessu í tvo áfanga og erum búin að taka fyrsta áfangann í gegn og fara í miklar breytingar að innan. Þetta verður í besta hús­ inu á staðnum sem er bygging úr steini og mjög hentug í þetta,“ segir Stefán. Félagið að baki nýja gististaðn­ um er með rekstur annars staðar á Suðurlandi að sögn Stefáns, meðal annars á Hellu. – gar Gististaður þar sem áður var hjúkrunarheimili á Kumbaravogi Ocean Beach Apartments hefur tekið yfir Kumbaravog. FréttABlAðið/AntOn stjórnmál Rithöfundurinn Guð­ mundur Andri Thorsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjör­ dæmi, Kraganum, í alþingiskosn­ ingum 28. október. Framboðslisti flokksins var samþykktur í gær­ kvöld. Margrét Tryggvadóttir, bók­ menntafræðingur og fyrrverandi þingkona, er í 2. sæti listans, Adda María Jóhannsdóttir, framhalds­ skólakennari og bæjarfulltrúi, er í 3. sæti. – kk Leiðir lista hjá Samfylkingunni Guðmundur Andri thorsson fjÖlmIðlar Kvenviðmælendum í fjölmiðlum fjölgar lítillega milli ára en þeir eru nú rétt rúmur þriðjungur allra viðmælenda. Þetta sýna mæl­ ingar CreditInfo á stöðu kynjanna í ljósvakamiðlum. Könnun CreditInfo nær frá 1. september 2016 til 31. ágúst á þessu ári. Fyrst var mælingin gerð í september 2013 en þá voru þrír viðmælendur af hverjum tíu kven­ kyns. Á tímabili því sem er nýlokið voru 35 prósent viðmælenda konur og hafði hlutur þeirra aukist um tvö prósentustig frá tímabilinu á undan. „Það er einkar ánægjulegt að sjá aukningu í hlutdeild kvenna í fjöl­ miðlum, annað árið í röð. Þótt enn sé nokkuð í land, skiptir miklu máli að íslenskir fjölmiðlar eru að taka skref í rétta átt,“ segir Rakel Sveins­ dóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). „Sömuleiðis hvetjum við konur til að stíga fram,“ segir Rakel. – jóe Hlutur kvenna í fjölmiðlum jókst HeIlbrIgðIsmál Eftirspurn eftir þjónustu Frú Ragnheiðar eykst stöðugt og er búist við að kostnaður við verkefnið í ár fari tvær til þrjár milljónir fram yfir áætlanir. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem þjónustar fólk í fíknivanda með skaðaminnkun að leiðarljósi. „Það er búin að vera stöðug aukn­ ing síðustu tvö ár. Í fjölda einstakl­ inga sem koma til okkar og fjölda heimsókna á hverri vakt. Fólkið er að fá meiri þjónustu hjá okkur, bæði að sækja meiri búnað og fleiri nálabox að fara út,“ segir Svala Jóhannesdótt­ ir, verkefnastjóri hjá Rauða krossin­ um. Hún segir að fólk skili sífellt fleiri nálaboxum og aukinn kostnaður sé við kaup á heilbrigðisvörum. „Verkefnið hefur því kostað okkur miklu meira síðustu eitt til tvö ár en við bjuggumst við,“ segir Svala. Ráð­ gert var að í ár myndi verkefnið kosta 16 til 17 milljónir en Svala segir að núna sé búist við að kostnaðurinn fari upp í 20 milljónir. Á næsta ári er reiknað með því að verkefnið fari upp í 22 milljónir. Svala segir að þótt kostnaðurinn við verkefnið sé meiri en ráðgert var sé ekki ætlunin að hætta starfsem­ inni. Aukin eftirspurn sé fagnaðar­ efni. „Skjólstæðingar okkar eru mjög ánægðir með þjónustuna. Þeir koma oftar til okkar. Það eru fleiri að koma til okkar. Þau eru að huga að ábyrgari neysluhegðun,“ segir Svala. Frú Ragnheiður er starfandi sex sinnum í viku og Svala segir að bíll­ inn fái um 300 heimsóknir á mán­ uði, en hún telur að þar á bak við séu um það bil 120 einstaklingar. Þá rekur Frú Ragnheiður líka nála­ skiptaþjónustu í Konukoti, athvarfi fyrir heimilislausar konur. Þar geta konur leitað í nálaskiptaþjónustu á opnunartíma. Rauði krossinn hefur fengið styrk frá heilbrigðisráðuneytinu til að halda úti starfsemi Frú Ragnheiðar síðustu tvö ár. Heilbrigðisráðuneytið hefur greitt sex milljónir fyrir árið 2017, lítill hluti kemur frá velviljuð­ um fyrirtækjum og Rauði krossinn fjármagnar afganginn. Núna er verið að sækja eftir stuðningi frá Reykja­ víkurborg, því langflestir skjól­ stæðingarnir eru með lögheimili í Reykjavík. „Framtíðaróskin er sú að Reykjavíkurborg og ríkið fjármagni verkefnið,“ segir Svala. Hún telur að þetta geti orðið að veruleika. „Við upplifum mikla jákvæðni frá kerf­ inu, bæði Reykjavíkurborg og heil­ brigðisráðuneytinu.“ Rauði krossinn getur tekið við fjárframlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum fyrir starfsemi Frú Ragnheiðar. jonhakon@frettabladid.is Aðsókn í Frú Ragnheiði eykst stöðugt og kostnaðurinn líka Sífellt fleiri leita þjónustu Frú Ragnheiðar eftir hreinum sprautunálum og öðrum heilbrigðisvörum. Kostn- aðurinn eykst og útlit er fyrir að hann fari tvær til þrjár milljónir fram yfir áætlanir. Ríki og Reykjavíkurborg hafa sýnt verkefninu mikinn velvilja, segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Kostnaðurinn við Frú ragnheiði hefur aukist talsvert upp á síðkastið. Fólk í neyslu kann sífellt betur að meta verkefnið. FréttABlAðið/AntOn BrinK Það er búin að vera stöðug aukning síðustu tvö ár. Svala Jóhannesdótt- ir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 m I ð V I k u D a g u r4 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð 0 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 7 -0 E F C 1 D E 7 -0 D C 0 1 D E 7 -0 C 8 4 1 D E 7 -0 B 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.