Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 28
Geimhöfn á braut um tunglið er á teikniborði NASA og rússnesku geimvísinda- stofnunarinnar Roscosmos. Slík aðstaða er sögð forsenda mann- aðra geimferða til Mars og víðar auk þess sem framkvæmdir og rannsóknir á tunglinu verða fýsi- legri. Vonir eru bundnar við að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta næsta áratugar. Þótt um afar ánægjulegar fréttir sé að ræða vekur tilkynningin um sam- starf þessara fornu fjenda óneitan- lega upp spurningar. Þrátt fyrir farsælt samstarf ríkjanna í Alþjóð- legu geimstöðinni (ISS) undanfarna áratugi andar köldu milli ríkjanna þessa dagana og geimrannsóknir eru fjarri því í forgangi hjá leiðtogunum Trump og Putin. 70 prósenta niðurskurður Útgjöld NASA hafa lítið breyst að raunvirði undanfarna þrjá áratugi en sem hlutfall af fjárlögum hafa þau stöðugt lækkað og verða á næsta ári um 0,4% útgjalda ríkisins. Rússar hafa skorið fjárfestingar til Roscosmos niður um tæp 70% frá því fyrir hina miklu lækkun olíu- verðs um árið og hafa slegið meiri- háttar verkefnum á borð við mann- aðar tunglferðir og framkvæmdir á yfirborði tunglsins á frest. Fjár- heimildir stofnunarinnar eru í dag einungis 12% af því sem NASA hefur úr að spila en árið 2014 stóð til að koma hlutfallinu fljótlega upp í 50%. Dýrasta geimverkefnið Ekkert hefur verið gefið út varðandi hugsanlegan kostnað við geim- höfnina en ljóst er að um langdýr- asta geimverkefni sögunnar verður að ræða. Til samanburðar kostaði Apollo tunglferðaáætlunin á 7. og 8. áratugnum um 15.000 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag og ISS örlítið meira. Þrátt fyrir kostnaðinn við ISS er hún einungis 400 km frá jörðu en tunglið tæplega 1.000 sinnum lengra í burtu. Hlutverk einkaaðila Árleg útgjöld allra geimferðastofn- ana jarðar eru samtals um þriðj- ungur kostnaðarins við byggingu ISS og því hljótum við að spyrja okkur hver á að borga fyrir hina nýju geimhöfn við tunglið. Með því fyrsta sem NASA og Roscosmos hafa komið sér saman um er að samræma allar tæknilegar útfærslur þannig að fleiri geti komið að verk- efninu og nýtt sér stöðina. Hver veit nema einkaaðilar á borð við Elon Musk og SpaceX geti komið að framkvæmdinni en þeim hefur tekist að draga umtalsvert úr kostn- aði við minni háttar geimverkefni að undanförnu. Vissulega er ferð til sporbrautar tunglsins af allt annarri stærðargráðu en þjónusta við gervi- hnetti og geimstöðvar við jörðina en miðað við hversu vel hefur gengið er mikið hagsmunamál að einkaaðilar leiki stórt hlutverk í þessu spennandi samstarfsverkefni Rússa og Bandaríkjamanna. Spennandi samstarf Bandaríkjanna og Rússlands Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka Ófeigur Friðriksson er sölu- og þjón- ustustjóri hjá bílaleigunni Avis en í síðasta mánuði hóf fyrirtækið að bjóða upp á deilibílaþjónustu innan höfuðborgarsvæðisins undir merkj- um Zipcar á Íslandi. Er Reykjavík fyrsta borgin á Norðurlöndunum þar sem boðið er upp á deilibílaþjónustu Zipcar. Ófeigur, sem  hlustar aðal- lega á rokk þegar hann er í ræktinni, situr hér fyrir  svörum  í Svipmynd Markaðarins. Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það er tvennt sem hefur komið mér skemmti- lega á óvart. Annars vegar voru það alþjóðleg verðlaun sem við hjá AVIS á Íslandi fengum á ráðstefnu hjá AVIS Budget Group í síðustu viku í Aþenu. Þá vorum við valin Licensee of the year 2017 sem er auðvitað gríðarlegur heiður fyrir allt starfs- fólk fyrirtækisins. Sérstaklega í ljósi þess að það er auðvitað búin að vera gífurleg aukning hjá okkur og höfum við þurft mikil klókindi til þess að halda utan um hana, það hefur tekist og því fengum við þessi verðlaun. Einnig hefur verið frábært að sjá við- brögð fyrirtækja og almennings við Zipcar, sem er deilibílaþjónusta sem við opnuðum í síðasta mánuði. Það er gífurleg spenna fyrir þessu verkefni á markaðnum og við hlökkum mikið til að keyra þessa þjónustu áfram sem er auðvitað nýjung á Íslandi. Hvaða app notarðu mest? Ég nota Spotify mikið, sérstaklega þegar ég er að hreyfa mig. Stórkostlegt app sem hefur eiginlega gert það að verkum að ég er virkilega farinn að hlusta á tón- list aftur af einhverju viti. Mér finnst frábært að nota það til þess að svala forvitni um ýmsar tónlistarstefnur. Svo nota ég auðvitað fleiri öpp eins og Facebook, Zipcar appið, Workplace og Kelduna svo dæmi séu tekin. Mér finnst öpp svo frábær að stundum er hreinlega þægilegra að vinna á þau heldur en að vinna í tölvunni. Fram- tíðin er svolítið í appinu. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Langbest finnst mér að vera í faðmi fjölskyldunnar. Það er gæðastund þegar öll fjölskyldan er saman, hvort sem er við matarborðið, á skíðum, að fylgjast með íþróttamótum hjá börnunum, ferðast eða fleira í þeim dúr. Það gefur mest. Þó ég sé ofboðs- lega ungur, að minnsta kosti í anda, þá held ég að því eldri sem maður er, því betur kunni maður að meta slíkar stundir þar sem öll fjölskyldan er saman komin. Svo eru gæðastundir með betri helmingnum auðvitað frá- bærar. Okkur finnst gaman að fara saman á tónleika, út að borða, saman á skíði eða jafnvel stelast til útlanda saman. Hvernig heldur þú þér í formi? Þetta er allt hætt að gerast að sjálfu sér, þannig að ég fer á hverjum degi eftir vinnu annaðhvort í Reebok Fitness eða að hjóla. Svo fer ég líka stundum um helgar. Í mínum huga er líkams- ræktin ekki bara fyrir líkamann, þetta er líklega besti sálfræðingur sem til er. Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er voðalegur rokkari, því þyngra því betra. Sem mikill Mike Patton aðdáandi þá er ég að hlusta svolítið á Dead Cross þessa dagana, en það geri ég aðallega í ræktinni því ég er oftast úthrópaður sem smekkleysingi þegar ég botna mína tónlist heima! Annars á ég það líka til að hlusta á léttara rokk og jafnvel létta lounge tónlist og fönk. Ertu í þínu draumastarfi? Já, algjör- lega. Er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem er gífurlega framsækið, með frábæru samstarfsfólki og í hröðu og lifandi starfsumhverfi. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sölu og þjónustu og ég þrífst á því að vinna í miklum hraða. Ég er með hrikalega mikinn metnað til þess að ná árangri, gera betur en áður. Það sem er svo skemmtilegt við sölu og þjónustu er að það er hægt að mæla árangurinn. Ég er mikill keppnismaður og þoli ekki að sjá rauðar tölur, ég vil hafa þær allar grænar. Það er að takast nokkuð vel þessi misserin, þökk sé frábærum og metnaðarfullum sam- starfsfélögum. Er hægt að biðja um mikið meira en það? Rokkari og keppnismaður sem þolir ekki að sjá rauðar tölur Svipmynd Ófeigur Friðriksson Ófeigur Friðriksson, sölu- og þjónustustjóri hjá Avis sem býður upp á deilibílaþjónustu Zipcar. FréttABlAðið/Anton VIÐ ERUM TÖLVUDEILD YFIR 400 FYRIRTÆKJA Daglegur rekstur á tölvukerfum ásamt hýsingu gagna og hugbúnaðar eru okkar ær og kýr. Við veitum persónulega þjónustu og erum sérfræðingar í tækniþörfum viðskiptavina okkar. Við erum óháð vélbúnaðar- og hugbúnaðarframleiðendum og þannig tekur okkar ráðgjöf eingöngu mið af hagsmunum viðskiptavina okkar. Kynntu þér málið: 460 3100 / sala@thekking.is 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r8 markaðurinn 0 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E 7 -1 8 D C 1 D E 7 -1 7 A 0 1 D E 7 -1 6 6 4 1 D E 7 -1 5 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.