Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 2
Þetta endaði í skemmtiferð sem maður hefði nú sennilega ekki farið neitt fljótlega. Ásdís Gunnarsdóttir frá Hofi í Öræfum Okkur finnst þetta mál vera ákveðinn prófsteinn. Bryndís Snæbjörns- dóttir, formaður Þroskahjálpar Veður Í dag kólnar á landinu í hvassri norðanátt og fyrir norðan mun rigna talsvert á láglendi, en til fjalla mun snjóa. Sunnan- og vestanlands verður dagurinn að mestu leyti þurr og bjartur. sjá síðu 20 Bráðabirgðabrúin tekin í notkun Þjóðvegur 1 verður aftur opinn allan hringinn frá og með hádegi í dag gangi áætlanir Vegagerðarinnar eftir. Smíði bráðabirgðabrúar yfir Steinavötn hefur gengið mun hraðar en fyrst var áætlað eftir að brúnni yfir ána var lokað fyrir síðustu helgi vegna gríðarlegra vatnavaxta í úrhellisrigningu. Guðrún Þóra Garðarsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að reikna megi með að varanleg brú verði tilbúin eftir um tvö ár. Mynd/Guðrún Þóra kæli- og Frí Heimsending á öllum kæli- og frystitækjum 02–08 okt. frystidagar samgöngur Það sem átti að verða skottúr mæðginanna Ásdísar Gunnarsdóttur og Eyþórs Sigurðs- sonar í verslanir frá Hofi í Öræfum til Hafnar í Hornafirði á miðviku- dag í síðustu viku endaði óvænt í um 1.300 kílómetra hringferð um landið vegna vatnavaxtanna á Suð- austurlandi. Ásdís segir að uppá- komuna hafi reynst lán í óláni því úr hafi orðið fínasta skemmtiferð með syninum, sem þau hefðu ann- ars ekki farið. „Á heimleið frá því að útrétta á Höfn komum við að Hólmsá á Mýrum þar sem vatnið var farið að flæða yfir veginn. Þar stoppuðu menn frá Vegagerðinni okkur og bönnuðu okkur að fara yfir. Samt voru bílar að koma að vestan þar sem ekki var búið að loka á umferð þaðan,“ segir Ásdís í samtali við Fréttablaðið. Eftir að að hafa beðið um stund ákváðu þau því að snúa aftur austur á Höfn. Um kvöldið fréttu þau að vegurinn yrði lík- lega ekki opnaður aftur fyrr en eftir nokkra daga og voru þá góð ráð dýr. Tóku þau ákvörðun um að gista hjá frændfólki á Höfn og leggja á hringveginn heim árla fimmtudags. „Við gátum ekki verið að bíða á Höfn marga daga svo við lögðum af stað klukkan 6 næsta morgun, héldum austur og keyrðum sem leið liggur.“ Eftir stopp á Egilsstöðum var næsti viðkomustaður Mývatn og síðan haldið í einni beit til Akur- eyrar, þangað sem þau voru komin um hádegi. Á Sauðárkróki tóku þau eldsneyti og skoluðu af bílnum og héldu ferðalagi sínu áfram. Verslunarferð breyttist í óvænta hringferð Ásdís Gunnarsdóttir frá Hofi í Öræfum ætlaði að skjótast með syni sínum í búðir á Höfn í síðustu viku. Þegar þau ætluðu heim var búið að loka veginum vegna vatnavaxta. Lögðu á sig um 1.300 kílómetra ferð til að komast aftur heim. „Svo stoppuðum við ekki fyrr en við komum til Reykjavíkur. Um kvöldið vorum við komin til dóttur minnar í Hveragerði þar sem ég gisti. Þá vorum við búin að keyra um 1.000 kílómetra frá Höfn til Hveragerðis á einum degi,“ segir Ásdís um ferðalagið mikla. Þá voru eftir um 300 kílómetrar heim að Hofi. Á þriðja degi frá því að mæðg- inin lögðu af stað í verslunarferð til Hafnar og rúmlega 1.300 kíló- metrum síðar skiluðu þau sér loks heim að Hofi á laugardaginn. Fyrir forvitna þá segir Ásdís að matvör- una sem hún keypti á Höfn ekki hafa sakað. Hún vill því síður en svo kalla þessa löngu verslunarferð hremmingar. „Þetta endaði í skemmtiferð sem maður hefði nú sennilega ekki farið neitt fljótlega. Það má því alveg segja að þetta hafi verið lán í óláni og endað vel.“ mikael@frettabladid.is Ferðalagið langa frá Hofi og heim Hof akureyri Egilsstaðir Höfn MývatnSauðárkrókur Hveragerði Þjóðveginum var lokað við Hólmsá á Mýrum. 118 km 1.214 km DÓmsmáL Fötluð 24 ára stúlka, sem þarfnast umönnunar allan sólar- hringinn, og foreldrar hennar hafa stefnt Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu fyrir að synja stúlkunni um húsnæðisúrræði og fullnægjandi umönnun. Í rúm sex ár hafa for- eldrarnir þurft að annast stúlkuna vegna þessa. Aðalmeðferð í málinu fór fram í síðustu viku. Formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir að um prófmál sé að ræða. Stúlkan hefur alla sína ævi þurft mikla aðstoð. Í stefnu málsins segir að eftir að hún varð átján ára hafi Reykjavíkurborg neitað að veita henni nauðsynlega þjónustu. Umönnun hennar hafi því lent á foreldrunum. Hefur móðir hennar af þessum sökum þurft að hætta á vinnumarkaði. „Okkur finnst þetta mál vera ákveðinn prófsteinn á það hvort það sé í raun svo að ábyrgð á þjón- ustu fatlaðra barna falli alfarið úr gildi við átján ára aldur,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. „Ef niðurstaðan er sú að ábyrgðin við umönnun er sett algerlega á for- eldra við átján ára aldur þá þarf að breyta lagarammanum,“ segir Bryn- dís. Auk viðurkenningar á því að ákvörðun borgarinnar hafi verið ólögmæt krefst stúlkan tíu milljóna króna í miskabætur. Foreldrarnir krefjast skaðabóta, tæpra 30 þús- und króna fyrir hvern dag frá því að stúlkan varð átján ára. – jóe Ekki fengið umönnun í meira en sex ár LögrEgLumáL Maður var fluttur á sjúkrahús eftir hnífsstungu í kjöl- far átaka í Æsufelli í Breiðholti í gærkvöld. Þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð leit að gerendum yfir. Lögreglan var með talsverðan við- búnað vegna málsins. Í tilkynningu frá henni kemur fram að hún hafi verið kölluð til á áttunda tímanum vegna átaka í heimahúsi. Frumrann- sókn stæði yfir. Enginn hefði verið handtekinn. Leitað var í nágrenni íbúðarinn- ar í gærkvöld. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við blaðið að leit stæði yfir að grun- uðum. Ekki væri unnt að gefa upp hvort um einstakling eða samverka- menn væri að ræða. Verið væri að ræða við vitni og aðra sem mögu- lega gætu veitt upplýsingar um málið. – jóe Hnífsstunga í Æsufelli í gær 4 . o k t Ó b E r 2 0 1 7 m I ð V I k u D a g u r2 F r é t t I r ∙ F r é t t a b L a ð I ð 0 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 6 -F B 3 C 1 D E 6 -F A 0 0 1 D E 6 -F 8 C 4 1 D E 6 -F 7 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.