Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 30
Hagnaður sænsku fatakeðjunnar dregst samanSkotsilfur Stjórnendur sænsku fatakeðjunnar Hennes & Mauritz sögðu í vikunni að aukin netverslun hefði rýrt afkomu keðjunnar og dregið úr sölu á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaður H&M, sem er næststærsta fatakeðja í heimi, dróst saman um tuttugu prósent á tímabilinu. Um var að ræða meiri samdrátt en búist var við. Stjórnendurnir hyggjast loka hátt í níutíu verslunum í ár til að bregðast við gjörbreyttu umhverfi. Fréttablaðið/EPa Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaða- mannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hóps- ins var ein kona. Sem betur fer hefur mikið breyst síðan þá, enda get ég ekki ímyndað mér hversu einsleitir fjölmiðlar væru ef 95% starfsmanna frétta væru eingöngu karlar. Per- sónulega tel ég líka að aukin hlut- deild kvenna í fjölmiðlum hafi aukið fjölbreytileika efnis og umræðu svo um munar. Með fleiri konum í fjöl- miðlum höfum við hreinlega upp- skorið meira, betra og fjölbreyttara efni. En við þurfum ekki aðeins að fjölga konum innan fjölmiðla, heldur einnig í hópi viðmælenda. Þar er oft talað um að hlutföllin séu 70:30, karlmönnum í vil. Undan- tekning var þó fjölmiðladagur FKA í fyrra. Þá tóku fjölmiðlar svo ræki- lega þátt, að konur urðu nánast allsráðandi í umræðunni og mjög áberandi í öllum tegundum miðla. Tvennt gerðist í kjölfarið: í fyrsta lagi víxluðust kynjahlutföllin í ljósva- kafréttum, konum í vil. Þetta teljum við vera einsdæmi í heiminum. Hins vegar staðfesti góð þátttaka fjölmiðla áhuga þeirra og vilja til að jafna stöðu kynjanna í umræð- unni. Við konurnar stöndum líka alveg undir því að taka meiri þátt. Við erum virkar á öllum sviðum atvinnulífs, í stjórnmálum, erum vel menntaðar og stöndum jafnfætis öðrum sem álitsgjafar. Jöfn ásýnd kynja í fjölmiðlum getur líka leitt til hraðari breytinga í svo mörgu. Ég nefni sem dæmi hraðari árangur í að jafna hlut- deild kynja í stjórnunarstöðum, í launum eða í stjórnmálum. Í dag er fjölmiðladagur FKA 2017 og er sérlegur gestur okkar Mary Hoc- kaday frá BBC. Mary mun hitta fyrir fjölmiðlafólk, FKA konur og fleiri, en í tilefni dagsins hvet ég líka fjölmiðla til að ræða við sem flestar konur, hvert svo sem við- fangsefnið er. Markmiðið er að víxla kynjahlut- föllum viðmælenda í einn dag, eins og í fyrra. Í þetta sinn hefur Jafn- réttisráð Evrópu óskað eftir upp- lýsingum um hvernig til tekst. Það er því aldrei að vita nema að þetta sameiginlega verkefni FKA og fjöl- miðla um aukna ásýnd kvenna í fjöl- miðlum, endi með að verða öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Háleit hugmynd en ekki fráleit. Eða hvað finnst ykkur? Í fréttum er þetta helst ... rakel Sveinsdóttir, formaður FKA Eymdarvísitalan, sem búin er til af hagfræð-ingnum Arthur Okun og nefnist á ensku misery index eða economic discomfort index, er einfaldur mælikvarði yfir almenna stöðu íbúa landa (nokkurs konar lífskjör) og stöðu hagkerfisins. Vísi- talan er reiknuð með því að leggja saman atvinnuleysi og verðbólgu og eftir því sem gildið á henni er lægra gefur það til kynna betri stöðu en hærra gildi bendir til verri stöðu. Í rauninni er hægt að túlka niðurstöður vísitölunnar á nokkra vegu, til dæmis gefur hún bæði vísbendingu um lífskjör almenn- ings í hverju landi fyrir sig, sem og efnahagslega stöðu landsins. Lítið atvinnuleysi samhliða lágri verð- bólgu gefur til kynna að atvinnu- möguleikar séu góðir og þær tekjur sem aflað er rýrist ekki í verðbólgu, samtímis því að vera afleiðing af góðri efnahagslegri stöðu og kröft- ugum hagvexti. Á hinn bóginn er hátt atvinnuleysi og há verðbólga ávísun á verri lífskjör og almenna óánægju og gefur til kynna slæma efnahagslega stöðu. Í lok árs 2008 fór vísitalan yfir 20 sem var að mestu leyti vegna mjög hárrar verðbólgu í kjölfar veikingar krónunnar en síðan hefur vísitalan lækkað jafnt og þétt. Til saman- burðar hefur vísitalan í Bandaríkj- unum einu sinni farið yfir 20 en það var árið 1980 og árin 2010 til 2012 var hún á bilinu 12 til 13 en er í dag um 6. Á Íslandi er eymdarvísitalan nú rúmlega 4 og hefur sjaldan verið lægri enda er það þannig að lítið atvinnuleysi fer oft ekki saman með lágri verðbólgu. Síðast fór vísitalan undir 5 árið 1998 en þá var atvinnuleysi og verð- bólga á mjög svipuðum slóðum og í dag. Í síðustu viku kom mæling á vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands sem var heldur lægri en búist var við. Mælist ársverðbólgan nú 1,4%, en án húsnæðis mælist hins vegar 3,1% verðhjöðnun. Það Eymdarvísitala Íslands sjaldan verið lægri Valdimar Ármann forstjóri GAMMA Capital Management er því bæði atvinnuleysi og verð- bólga sem hefur verið að lækka og stuðla að lægri eymdarvísitölu en við höfum áður séð. Eymdarvísitalan er einfaldur mælikvarði og ber að taka niðurstöð- unni sem slíkri, þ.e. einföldu mati á stöðunni. Til eru endurbættar útgáf- ur af eymdarvísitölunni sem felast til dæmis í því að bæta við vaxtakjörum og draga síðan frá ársbreytingu í vergri landsframleiðslu á hvern íbúa. Hugmyndin er þá sú að hærri vaxta- kjör bæti við eymdina ásamt háu atvinnuleysi og hárri verðbólgu en hár hagvöxtur dragi úr eymdinni. Má í því sambandi nefna að raunvextir á löngum verðtryggðum ríkisbréfum voru árið 1998 um fjögur prósent en eru í dag rúmlega tvö prósent. Einnig hefur verið sett fram að ekki eigi að jafnvigta atvinnuleysi og verðbólgu þar sem hærra atvinnuleysi hefur neikvæðari áhrif en hærri verðbólga. En þrátt fyrir einfaldleikann má sjá á einfaldan hátt að staðan er góð á Íslandi og að almennt hafi lands- menn það gott á þann hátt að flestir hafa atvinnu og tekjurnar eru ekki rýrðar í verðbólgu. Í samanburði á eymdarvísitölunni við erlend ríki má sjá að þau sem skora verst í eymdarvísitölunni eru þau þar sem efnahagsleg óstjórn og óstöðugleiki er mestur, og þar ríkir raunveruleg eymd. 20 15 10 5 0 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 Eymdarvísitalan 4,2 Átök í Skeljungi Mikið hefur gengið á innan olíufélagsins Skeljungs að undanförnu. Aðeins nokkrum vikum eftir að tilkynnt var um að Valgeir Baldursson myndi láta af störfum sem forstjóri var greint frá því að Sigurður Orri Jónsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, myndi sömu- leiðis yfirgefa olíufélagið. Að sögn kunnugra hafði Sigurður Orri, sem er vinur Jóns Diðriks, stjórnar- formanns Skeljungs, augastað á forstjórastólnum en þess stað var Hendrik Egholm, framkvæmda- stjóri dótturfélags Skeljungs í Færeyjum, ráðinn í starfið. Þá hefur Lúðvík Björgvinsson, for- veri Sigurðar Orra í starfi, einnig hætt eftir tæplega 30 ára störf hjá Skeljungi, síðast sem viðskipta- stjóri, sem þykir talsverð blóðtaka fyrir félagið. Enginn aukvisi Þrír nýir stjórnar- menn, Gísli Heimisson, Magnús E. Björnsson og Eric a. Stubbs, tóku sæti í stjórn íslenska fjármála- tæknifyrirtækisins Monerium í síðasta mánuði. Stubbs þessi hefur á undanförnum árum starfað hjá mörgum þekktustu stórbönkum heims og starfar í dag sem sjóðs- stjóri í eignastýringardeild Royal Bank of Canada. Þar áður stýrði hann eignastýringarþjónustu fjár- festingarbankans Bear Stearns sem var seldur til JP Morgan vorið 2008. Á meðal stofnenda Monerium eru þeir Jón Helgi Egilsson og Sveinn Valfells. Kom á óvart Óhætt er að segja að skipun Krist- rúnar Mjallar Frostadóttur, hagfræðings Viðskiptaráðs Íslands, og Þórólfs Matthíassonar í verð- lagsnefnd búvara hafi komið á óvart. Viðskiptaráð og Þórólfur hafa um árabil verið ötulir andstæðingar landbúnaðarkerfisins. Skipanin féll í grýttan jarðveg hjá banda- mönnum kerfisins en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lýsti henni sem „stríðsyfirlýsingu við bændur“. Hann getur þó prísað sig sælan að fulltrúar bænda fara enn með meirihluta í nefndinni. 4 . o k t ó b E r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r10 markaðurinn 0 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E 7 -2 C 9 C 1 D E 7 -2 B 6 0 1 D E 7 -2 A 2 4 1 D E 7 -2 8 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.