Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 18
20 milljarða hagnaður vegna sölu Invent Farma Kaupréttarkerfi lagt niður vegna kröfu FME FME telur Kviku hafa brotið reglur um kaupauka þegar starfsmenn fengu 400 milljónir í arð. Kvika hefur innleyst bréf starfsmanna og vill ljúka málinu með sátt og greiðslu sektar. FME hóf rannsókn á arðgreiðslum fjármálafyrirtækja í vor. markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Félag í eigu Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, fyrrverandi formanns slitastjórnar Kaupþings, skilaði samtals um 127 milljónum króna í tekjur í fyrra vegna seldrar lögfræði- þjónustu og jukust þær um tæplega 18 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi JRJ ehf. en hagnaður félagsins á síðasta ári nam 63 millj- ónum borið saman við hagnað upp á ríflega 50 milljónir króna árið 2015. Rekstrarkostnaður var að mestu vegna launa og aðkeyptrar þjónustu að fjárhæð samtals 42 milljónir. Eigið fé félagsins nam í lok síðasta árs 74 milljónum króna en á árinu 2016 greiddi Jóhannes Rúnar sér út 60 milljónir króna í arð. Ekki er áformað að greiða út arð á þessu ári vegna afkomu JRJ í fyrra. Í kjölfar þess að slitabú Kaupþings lauk nauðsamningum í árslok 2015 færðist formlegt eignarhald á hendur kröfuhafa gömlu bankanna. Jóhann- es Rúnar, sem hafði setið í skilanefnd og síðar slitastjórn Kaupþings allt frá upphafi slitameðferðar vorið 2009, tók þá sæti í fjögurra manna stjórn Kaupþings á fyrsta hluthafa- fundi hins nýja eignarhaldsfélags sem fór fram í mars 2016. Þar var hann kjörinn í stjórn til tveggja ára og nam þóknun hans fyrir stjórnar- setuna 250 þúsund evrum, jafnvirði 32 milljóna króna á núverandi gengi, á ári. Í byrjun nóvember sama ár var hins vegar tilkynnt að Jóhannes Rúnar væri hættur í stjórn félagsins. Jóhannes Rúnar var í hópi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt fyrr á árinu og var á meðal fimmtán hæfustu umsækj- enda samkvæmt matsnefnd dóms- málaráðherra. Hann var hins vegar ekki skipaður dómari við Landsrétt af ráðherra og í kjölfarið höfðaði hann mál gegn ríkinu. Í dómi Hæsta- réttar 31. júlí síðastliðinn var stað- fest fyrri niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa ógildingarkröfu Jóhannesar Rúnars frá dómi. – hae Félag Jóhannesar Rúnars seldi lögfræðiþjónustu fyrir 127 milljónir Jóhannes Rúnar var formaður slit- astjórnar Kaup- þings. 89%af lesendum dagblaða*á höfuðborgarsvæðinuá aldursbilinu 18–49 áralesa Fréttablaðið daglega. Lesa bara FBL 66% Lesa bæði FBL OG MBL 23% Lesa bara MBL 11% *Fréttablaðið og Morgunblaðið. Heimild : Prentmiðlamæling Gallup apr.-jún. 2017. Fjármálaeftirlitið (FME) telur að Kvika banki hafi fyrr á árinu brotið gegn reglum um kaupauka sam- kvæmt lögum um fjármálafyrir- tæki þegar starfsmenn, sem voru B-hluthafar, fengu samtals um 400 milljónir í arðgreiðslur. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur Kvika banki óskað eftir því að ljúka málinu gagnvart FME með sátt og greiðslu sektar. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, sagðist í samtali við Markaðinn ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi. Hefur bankinn nú þegar innleyst þau bréf sem starfsmenn höfðu átt sem eigendur B-hluta í bankanum og gáfu þeim rétt til arðs sem nam tilteknum hluta af árlegum hagnaði bankans. Fjármálaeftirlitið hóf síðastliðið vor rannsókn á því hvernig arð- greiðslum til handa starfsmönnum ýmissa smærri fjármálafyrirtækja, meðal annars Kviku og verðbréfa- fyrirtækisins Arctica Finance, væri háttað í þeim tilfellum þar sem þeir eiga bréf í félögunum sem B-, C- eða D-hluthafar. Rannsókn FME, sam- kvæmt heimildum Markaðarins, kom í kjölfar þess að blaðið greindi frá því í lok mars síðastliðins að hópur starfsmanna Kviku, sem þá voru eigendur B-hluta í bankanum, hefði fengið samanlagt hundruð milljóna króna í sinn hlut í arð vegna góðrar afkomu bankans á árinu 2016. FME telur að greiðslurnar til starfsmanna Kviku hafi í reynd verið kaupaukar en ekki hefðbundnar arðgreiðslur til hluthafa. Þær séu því brot á reglum eftirlitsins um kaup- auka fjármálafyrirtækja sem kveða á um að slíkar greiðslur til handa starfsmönnum megi ekki vera meiri en sem nemur 25 prósentum af árs- launum þeirra og þá skuli ávallt fresta að lágmarki 40 prósentum greiðslunnar í að minnsta kosti þrjú ár. Reglur um kaupaukagreiðslur íslenskra fjármálafyrirtækja eru mun strangari en þær reglur sem gilda innan Evrópusambandsins. Samtals námu arðgreiðslurnar til starfsmanna Kviku sem fyrr segir ríflega 400 milljónum. Þær grundvölluðust á samþykkt frá því á hluthafafundi í júní 2016 þar sem stjórn Kviku var heimilað að hækka hlutafé félagsins til að mæta fyrir- huguðum kaupréttarsamningum í samræmi við kaupaukakerfi bank- ans. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem þá var stærsti einstaki hluthafi fjárfestingarbankans með tæplega tíu prósenta hlut, var eini hlut- hafinn sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. Samkvæmt samþykktum Kviku áttu eigendur B-hluta í bankanum rétt til arðs sem næmi 35 prósentum árlegs hagnaðar fyrir tekjuskatt, að því marki sem hagnaður er umfram sex prósent arðsemi eigin fjár. Á síð- asta ári nam hagnaður Kviku banka um 1.930 milljónum eftir skatt og var arðsemi eigin fjár tæplega 35 prósent. Samhliða því að stjórn Kviku ákvað í júlí síðastliðnum að innleysa öll hlutabréf í B-flokki var samþykkt heimild til hækkunar hlutafjár í A-flokki til samræmis við útgefin áskriftarréttindi sem starfs- mönnum bankans stæði til boða. Allt frá því að reglur FME um kaupaukakerfi voru settar árið 2011 hafa þær sætt gagnrýni, einkum af hálfu smærri fjármálafyrirtækja, sem telja þær ýta undir launaskrið og hafa neikvæð áhrif á samkeppn- isstöðu þeirra gagnvart stóru bönk- unum þar sem fastur rekstrarkostn- aður er hlutfallslega mun minni. Því fóru sum íslensk fjármálafyrirtæki þá leið að gera lykilstarfsmenn sína að hluthöfum, sem hefðu þó ekki atkvæðarétt sem B-, C- eða D-hlut- hafar, og umbuna þeim í formi arð- greiðslna sem tæki mið af afkomu hvers árs. hordur@frettabladid.is Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi. 25% af árslaunum mega fjármála- fyrirtæki að hámarki greiða í bónus til starfsmanna. Bókfærður hagnaður vegna sölu á spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma, sem var nánast að fullu í eigu íslenskra fjárfesta, nam rúm- lega 158 milljónum evra, jafnvirði um 21 milljarðs króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Invent Invest ehf., móðurfélags Invent Farma og dótturfélaga, en gengið var frá sölu á öllu hlutafé fyrirtækisins í júlí 2016 fyrir um 214 milljónir evra, eða sem nemur um 29 milljörðum króna á þáverandi gengi. Stærstu hluthafar við sölu Invent Farma voru Framtakssjóður Íslands með 38 prósenta hlut, Silfurberg, félag í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda fyrirtækisins, með 27 prósent og þá átti framtakssjóður- inn Horn II ásamt meðfjárfestum tæplega 17 prósenta hlut. Auk þess að hafa hagnast veru- lega á sölu Invent Farma, en kaup- endur að fyrirtækinu voru erlendir fjárfestingarsjóðir leiddir af ráð- gjafarfyrirtækinu Apax Partners, hafa íslenskir fjárfestar fengið greiddan arð úr félaginu fyrir tugi milljóna evra á undanförnum árum. Þeir fjármunir sem fengust við söluna voru greiddir út að stærst- um hluta til fjárfestanna í apríl á þessu ári. Söluandvirðinu í evrum var að mestu skipt yfir í krónur skömmu eftir að salan kláraðist fyrir rúmlega ári og því urðu þeir ekki fyrir gengistapi vegna styrk- ingar krónunnar. Gjaldeyririnn sem fékkst við söluna var að miklu leyti skilaskyldur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Invent Farma er á meðal tíu stærstu samheitalyfjaframleið- enda á Spáni og í fyrra nam heildar- velta fyrirtækisins jafnvirði um 13 38% var hlutur Framtakssjóðsins við sölu á lyfjafyrirtækinu. Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Invent Farma milljarða króna. Invent Farma á rætur að rekja til kaupa íslenskra fjárfesta, undir forystu Friðriks Steins, á lyfjaverksmiðju á Spáni 2004. Sumarið 2013 seldu flestir þáverandi íslensku hluthafar Invent Farma, utan Friðriks Steins, samtals 61 prósents hlut í lyfjafyrir- tækinu til annars vegar Framtaks- sjóðs Íslands (38%) og hins vegar Burðaráss eignarhaldsfélags (23%), þá framtakssjóðs í eigu Straums fjárfestingarbanka, fyrir ríflega tíu milljarða. Burðarás seldi ári síðar nánast allan eignarhlut sinn í Invent Farma, eða um 21,7 prósenta hlut, fyrir 4,1 milljarð króna. Horn II ásamt meðfjárfestum keypti þann eignarhlut að stærstum hluta – samtals 16,8 prósent – í gegnum IF hlutafélag. Á meðal annarra stórra íslenskra hluthafa við sölu Invent Farma var félag í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Stein- unnar Jónsdóttur, og trygginga- félögin Sjóvá og VÍS. hordur@frettabladid.is 4 . o K t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn 0 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 7 -2 C 9 C 1 D E 7 -2 B 6 0 1 D E 7 -2 A 2 4 1 D E 7 -2 8 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.