Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 32
Markaðurinn
Miðvikudagur 4. október 2017fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál |
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskiptiwww.visir.is
Stjórnar-
maðurinn
@stjornarmadur
02.10.2017
Eyþór Arnalds fjárfestir tók í liðinni viku sæti
í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðs-
ins. Einkahlutafélagið Ramses II, sem er í eigu
Eyþórs, er stærsti einstaki hluthafi Þórsmerkur,
eiganda Árvakurs, með 22,87 prósenta hlut.
Eyþór kom nýr inn í stjórnina í stað Frið-
björns Orra Ketilssonar sem setið hefur í
stjórn Árvakurs frá árinu 2015.
Félag Eyþórs fór inn í hluthafahóp
Þórsmerkur í apríl þegar félagið keypti
eignarhluti útgerðarfélaganna Sam-
herja, Síldarvinnslunnar og Vísis.
Fyrir í stjórn Árvakurs sitja þau Sigur-
björn Magnússon stjórnarformaður, Ásdís
Halla Bragadóttir, Bjarni Þórður Bjarnason
og Katrín Pétursdóttir.
Félagið Hlynur A, í eigu Guðbjargar
Matthíasdóttur, útgerðarkonu í
Vestmannaeyjum, er næststærsti
hluthafi Þórsmerkur með 16,5
prósenta hlut en þar á eftir
kemur félag í eigu Kaupfélags
Skagfirðinga með 15,84 pró-
senta hlut. – kij
Eyþór arnalds í stjórn Árvakurs
Eyþór Arnalds
Hvernig ætlum
við að taka á
bónusunum nema ein-
mitt með því að skatt-
leggja ofurtekjur sem
slíkar? Byrjum þar.
Katrín Jakobsdóttir, for-
maður Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs
NÝTT
365.isMARGFALT SKEMMTILEGRI
APPLE TV
Á 0 KR.
MEIRI HRAÐI, SKARPARI MYND OG BETRA VIÐMÓT
Við hjá 365 leggjum metnað í að þú njótir fyrsta flokks
skemmtunar á sem bestan hátt. Með 365 sjónvarp á
Apple TV færðu meiri hraða, skarpari mynd og enn
betra viðmót í sjónvarpi framtíðarinnar.
Nú getur þú fengið Apple TV 4 með áskrift að efni
frá 365 og sparað tugi þúsunda því við bjóðum þér
Apple TV á 0 krónur með 12 mánaða áskrift
að völdum pökkum 365.
með 12 mánaða áskrift að völdum pökkum 365
Nánar á 365.is eða í síma 1817.
Nú eru kosningar fram undan og
fulltrúar flokkanna komnir í gírinn.
Þannig skundaði fyrsti maður á lista
Samfylkingarinnar í Reykjavík í
útvarpið og lýsti því yfir að aðalmálið
í þessum kosningum væri kynferðis-
ofbeldi gegn börnum. Formaður
Vinstri grænna lét svo ekki sitt eftir
liggja en hún ætlar að láta baráttuna
gegn bónusum í fjármálakerfinu á
oddinn í kosningabaráttunni.
Samfylkingin er eins og fólk man
flokkurinn sem allt að því þurrkaðist
út í síðustu kosningum. Það telst
nánast vera afrek í landi á borð við
Ísland þar sem nánast allir geta að
minnsta kosti að einhverju leyti sætt
sig við sósíaldemókratískar áherslur.
Auðvitað eru allir á því að það eigi að
vera í algerum forgangi að koma í veg
fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum.
Þá skiptir engu máli í hvaða flokki
það er. Kannski var einmitt þetta ein
af ástæðum niðurlægingar Samfylk-
ingarinnar? Almennar staðhæfingar
um sjálfsagða hluti. Ekkert kjöt á
beinunum.
Útspil formanns VG er af sama toga.
Staðreyndin er einfaldlega sú að á
Íslandi eru borgaðir lægstu bónusar
úr fjármálafyrirtækjum sem þekkist
á byggðu bóli. Kaupaukar mega í
mesta lagi nema 25% árslauna þess
starfsmanns sem um ræðir, innan
Evrópusambandsins er hlutfallið
100% en 200% í Bretlandi. Bónusa
þarf jafnframt að greiða yfir þriggja
ára tímabil.
Þannig má sem dæmi segja að starfs-
maður með 1,5 milljónir á mánuði,
sem telst dágott, fær í sinn hlut 4,5
milljónir að því gefnu að hann nái
efsta þrepi. Það greiðist svo á þremur
árum, þannig að greiðsla fyrsta árið
nemur að frádregnum skatti rétt
tæpri milljón aukalega. Varla er þetta
hið stórkostlega hneyksli sem Katrín
hyggst uppræta?
Einnig má velta því fyrir sér hvert
hún beinir sjónum sínum næst, en
eins og allir vita hefur lengi tíðkast að
greiða svokallaða desemberuppbót á
almennum vinnumarkaði. Vafalaust
á hið sama við um það, eða kannski
ekki, enda er þar ekki um banka-
menn að ræða?
Vonandi sjá kjósendur í gegnum
svona lýðskrum. Kosningarnar sem
fram undan eru eiga ekki að snúast
um bónusa, enda eru þeir ekki raun-
verulegt vandamál, þær eiga heldur
ekki að snúast um klisjur úr munni
pólitíkusa sem hafa skulu það sem
betur hljómar. Kosningarnar eiga að
snúast um raunveruleg vandamál,
og raunverulegar lausnir. Lýst er eftir
pólitíkusum með slíkar áherslur.
Lýðskrum
0
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
E
7
-2
7
A
C
1
D
E
7
-2
6
7
0
1
D
E
7
-2
5
3
4
1
D
E
7
-2
3
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
3
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K