Fréttablaðið - 04.10.2017, Síða 12

Fréttablaðið - 04.10.2017, Síða 12
H E I L S U R Ú M FORTE hægindasófar Þægilegir rafdrifnir hægindastólar og sófar með leðri á slitflötum. FORTE 1 FORTE 2 FORTE 3 TILBOÐ 77.440 kr. TILBOÐ 124.615 kr. TILBOÐ 151.920 kr. Fullt verð: 96.800 kr. Fullt verð: 155.768 kr. Fullt verð: 189.900 kr A R G H !!! 2 00 91 7 Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Voltaren_Gel 5x10.indd 1 31/03/2017 13:44 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r12 S p o r t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð sport FótboLtI Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta æfðu í fyrsta sinn sem hópur í Anta- lya í Tyrklandi í gær við frábærar aðstæður. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er enn þá mjög tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla í rassvöðva og þá yfirgaf Hannes Þór Halldórsson, markvörður liðsins, æfinguna ansi snemma. Allir aðrir eru klárir í slaginn og á meðal þeirra er vængmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið einn besti leikmaður Íslands í undankeppninni. Þessi leikmaður Burnley í ensku úrvals- deildinni óttast ekki Tyrki þó að hann beri vitaskuld virðingu fyrir gæðum liðsins og þessum erfiða úti- velli þar sem heimamenn tapa helst ekki leik. „Ef við ætlum beint á HM þá þurf- um við að vinna þessa tvo leiki. Það er alveg klárt. Þetta er erfiður úti- leikur sem við erum að fara í en við vitum svo sem að við getum unnið þetta lið. Það er samt eiginlega ekki hægt að bera þá saman á heimavelli og útivelli þannig að þetta verður erfitt. Við höfum samt fulla trú á því að við getum unnið þetta lið,“ segir Jóhann Berg. FótboLtI Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undan- farin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. Lögreglumenn fylgja íslenska liðinu og svo er lögreglan með sólarhringsvakt fyrir utan hótelið eins og á flestum öðrum hótelum í Belek-hluta Antalya sem er mikill ferðamannastaður. „Mönnum hérna er svo rosa- lega annt um orðsporið sitt að þeir passa að ekkert komi hér upp á. Hér koma stór félagslið og önnur lands- lið reglulega þannig að vel er passað upp á alla,“ segir Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska hópsins í Tyrklandi. Strákarnir fljúga til Eskisehir á miðvikudagskvöldið þar sem önnur lögregla tekur við íslenska liðinu en Víðir óttast ekkert þar enda borgin með þeim framsæknari í Tyrklandi. „Þetta er mjög frjálslynd háskóla- borg. Það verður hugsað mjög vel um okkur þar líka. Tyrkirnir eru í mestu veseni bara með sitt fólk þegar á leik stendur en við erum í góðum málum,“ segir Víðir Reynisson. – tom Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Víðir Reynisson passar upp á íslenska hópinn í Tyrklandi. FRéTTablaðið/ÓskaRÓ Jóhann berg Guð- mundsson á ferðinni með liði sínu burnley. Gátum ekki neitt Kantmaðurinn úr Kópavogi fer ekk- ert í felur með skoðun sína beðinn um að horfa um öxl og fara yfir muninn á frammistöðunni á móti Finnlandi og svo Úkraínu en tapið gegn Finnum gæti reynst dýrkeypt. „Fótbolti er bara svona. Við gátum ekki neitt á móti Finnlandi, það verður bara að segjast alveg eins og er. Þrátt fyrir það áttum við að skora og ná að minnsta kosti í jafnt- efli,“ segir Jóhann Berg en strákarnir skrifar frá Antalya Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is svöruðu fyrir þá frammistöðu með frábærum leik og enn betri sigri á móti Úkraínu. „Við ákváðum því bara að mæta dýrvitlausir til leiks á móti Úkraínu og sýndum hvers megnugir við erum.“ Hungrið til staðar Ef einhver óttaðist um að strákarnir væru orðnir kærulausir eða saddir eftir frammistöðuna á móti Finn- landi voru þeir fljótir að skrúfa fyrir það rugl með sigrinum gegn Úkraínu. Í heildina hefur liðið spilað mjög vel í erfiðum riðli og stendur nú á barmi þess að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM 2018 í Rússlandi. „Það voru eflaust margir sem hugsuðu eftir EM að þetta væri nú bara komið hjá þessu liði og allir væru orðnir saddir. Það góða er að HM er enn stærra en EM og við vilj- um fara á eitthvað enn þá stærra,“ segir Jóhann Berg. „Það hefur líka sýnt sig í þessari keppni. Við erum í góðri stöðu í erf- iðasta riðlinum en fjögur lið í þess- um riðli voru á EM. Það verður bara að segjast eins og er að við höfum gert vel en við erum ekki saddir og ætlum okkur á HM.“ Viljum stærri hluti Strákarnir okkar í ís- lenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 0 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 6 -F 6 4 C 1 D E 6 -F 5 1 0 1 D E 6 -F 3 D 4 1 D E 6 -F 2 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.