Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 16
Elskuleg eiginkona mín, besti vinur í 42 ár og móðir barnanna okkar þriggja, Sandra Anne Eaton kennari í Verzlunarskóla Íslands, lést 27. september 2017. Útför fer fram í Grafarvogskirkju 6. október kl. 15.00. Blóm innilega afþökkuð en þeir sem vilja minnast Söndru geta styrkt gott málefni í hennar nafni. Sérstakar þakkir færum við því dásamlega fólki sem vinnur á Taugalækningadeild Landspítalans. Vilmundur Vilhjálmsson Alissa Rannveig Vilmundardóttir Anna Lóa Vilmundardóttir Eydís Rose Vilmundardóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Egill Jónsson fyrrverandi brunavörður, Barmahlíð 3, lést 23. september á Landspítalanum. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 13. október kl. 11. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartaheill. Auður Ingvarsdóttir Sveinbjörg Egilsdóttir Rögnvaldur Ólafsson Jón Egilsson Helga Egilsdóttir Guðmundur Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Gerða Doretz Hermannsdóttir Vesturbrún 20, áður Miðfelli 3, lést laugardaginn 30. september að Hjallatúni dvalarheimili Vík. Gunnar H. Andrésson Hrönn Ásgeirsdóttir María G. Andrésdóttir Jón Þórður Andrésson Sigrún Sigurðardóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma, Aðalheiður Ólafsdóttir frá Stóru-Mástungu, lést 26. september á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Hún verður jarðsungin frá Ólafsvallakirkju 6. október, kl. 14.00. Þórdís, Jóna, Ólöf Unnur, Jóhanna, Bjarni og aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Vigfúsdóttir fv. skrifstofustjóri Iðnskólans í Reykjavík, Hrafnistu í Reykjavík, áður Árskógum 6, Reykjavík, lést þann 29. september sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. október nk. kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Svala Árnadóttir Laufey Aðalsteinsdóttir Sigurður Kristjánsson Kristinn Aðalsteinsson Christian Wammer Egill Aðalsteinsson Anna Margrét Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Minningarathöfn um Ólöfu Magnúsdóttur Robson 22/2 Abercromby Place Edinburgh EH3 6QE, sem lést í Edinborg 23. ágúst sl. verður í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 6. október kl. 15.00. Frank Robson Magnus Robson Michelle Robson Anna og Cara Robson Merkisatburðir 1908 Þórhallur Bjarnarson, 52 ára forstöðumaður Presta- skólans, er vígður biskup. Hann er biskup til æviloka, 1916. 1939 Kolamálið. Þjóðviljinn sakar ráðherra landins um að draga að sér eldivið á skömmtunartímum. Ráðherrarnir eru hreinsaðir af þessum áburði og ritstjórar blaðsins dæmdir fyrir meiðyrði. 1984 Verkfall BSRB hefst. Það hefur víðtæk áhrif, m.a. liggur skólahald niðri, strætisvagnar ganga ekki og út- sendingar Ríkisútvarpsins falla að mestu niður. Samningar takast 30. október. 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r16 t í M A M ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ég ákvað bara að nota tilefnið og blása til smá hittings á Hótel Holti til að halda upp á þetta á einhvern hátt. Það er gaman að bjóða fólki að koma og hittast og spjalla saman í stað þess að bjóða allt- af á sýningar. Það er bara gaman – eleg- ans,“ segir Freyja Eilíf myndlistarkona og konan bak við galleríið Ekkisens en það er þriggja ára í dag. Í tilefni þess er öllum boðið að stoppa við á Holtinu og fagna með Freyju og góðvinum Ekkisens. Hvernig kom það til að þú ákvaðst að opna þetta rými? „Ég var nýútskrifuð úr Listaháskólanum og mig langaði að opna sýningarrými. Það vildi svo til að ég fékk tækifæri til að gera það á Berg- staðastræti 25b í húsi ömmu minnar – amma býr á efri hæðinni og neðri hæðin er fyrrverandi íbúð og vinnustofa afa míns. Hann lést árið 2012 þannig að rýmið öðlaðist nýjan tilgang sem gall- erí.“ Hvernig hefur þetta svo gengið hjá þér? „Þetta er bara búið að ganga vel. Það sem gengur best er að þetta er þekkt sýningarrými í Reykjavík og það koma alltaf margir gestir á opnanir – sem er gott fyrir þann sem er að sýna. Hér er áherslan á upprennandi og minna þekkta listamenn en staðsetningin er góð og það er kósí að koma því að þetta er í íbúðahverfi sem fólki finnst gott að koma í og hangsa í garðinum.“ Hver hefur svo verið hápunktur þess- ara þriggja ára í Ekkisens? „Hápunktur Ekkisens var án vafa sýning á verkum afa míns sem var opnuð í júlí í fyrra. Afi minn, Völundur Draumland, var mynd- listarmaður en hann sýndi ekki mikið. Þetta var yfirlitssýning á verkum hans og kannski nokkurs konar frumsýning eða kynning á verkum hans. Það var mjög góður tími – það mun ekkert toppa það.“ Hvað er næst á dagskrá – er það ekki bara full ferð áfram? „Jú, full ferð áfram á meðan þetta er hægt – það eru bara sýningar á dagskrá, viðburðir og list – list úti um allt.“ Hátíðarhöldin hefjast klukkan 5 á Hótel Holti í dag. stefanthor@frettabladid.is Opnaði sýningarrými í íbúð afa síns eftir útskrift Galleríið Ekkisens á Bergstaðastræti hefur í dag verið starfrækt í þrjú ár. Freyja Eilíf var nýútskrifuð úr Listaháskólanum og langaði að opna sýningarrými – sem hún og gerði í íbúð og vinnustofu afa síns. Ekkisens leggur áherslu á verk upprennandi listafólks. Freyja ákvað að opna sýningarrými þegar hún útskrifaðist úr Listaháskólanum. Freyja ásamt ömmu sinni Diddu fyrir framan Ekkisens en Didda býr á efri hæðinni. FréttabLaðið/Eyþór 0 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 7 -1 8 D C 1 D E 7 -1 7 A 0 1 D E 7 -1 6 6 4 1 D E 7 -1 5 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.