Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 13
Hluthafafundur N1 hf.
Stjórn N1 hf. boðar til hluthafafundar fimmtudaginn 26. október 2017
klukkan 16:00 á aðalskrifstofu félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi.
Dagskrá fundarins
1. Tillaga um að samþykkja kaup félagsins á öllu hlutafé Festi hf.
2. Tillaga um heimild stjórnar til að hækka hlutafé til að mæta hluta
kaupsamningsgreiðslna við kaupin á Festi hf.
Nánar um dagskrá fundarins:
Í dag var undirritaður kaupsamningur á milli N1 hf. og SF V slhf. um kaup á öllu hlutafé í Festi hf., eins og
komið hefur fram í tilkynningu til kauphallar. Viðskiptin eru m.a. háð samþykki hluthafafundar N1 hf. sem
jafnframt verður að veita stjórn heimild til útgáfu nýrra hluta í N1 hf. til SF V slhf. til að hægt verði að efna
kaupsamninginn. Af því tilefni er eftirfarandi tillaga lögð fyrir fundinn:
„Hluthafafundur í N1 hf. sem haldinn er fimmtudaginn 26. október 2017 samþykkir að veita stjórn
félagsins heimild til þess að gefa út nýja hluti í félaginu að nafnverði allt að kr. 84.782.609 á genginu 115.
Forkaupsréttur hluthafa að hækkuninni er felldur niður, en þess í stað, ef til kemur, er SF V slhf. veittur
áskriftarréttur að allri hækkuninni, eins og nauðsynlegt reynist, til þess að hægt verði að standa við
uppgjör á kaupsamningi um kaup N1 hf. á öllu hlutafé í Festi hf., frá 3. október 2017, en hluti kaupverðsins
er greiddur með nýjum hlutum í N1 hf. Heimild þessi til stjórnar stendur til 31. desember 2018. Gerð skal
skráningarlýsing vegna hinna nýju hluta ef til útgáfu þeirra kemur“
Aðrar upplýsingar:
Öll skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir hluthafafundinn verður að finna á vefsíðu félagsins www.n1.is/
fjarfestatengsl. Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi
10-14, Kópavogi, virka daga milli klukkan 9:00-16:00. Fundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn
jafnframt á íslensku.
Hluthafar geta látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram
skriflegt umboð.
Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthöfum gefst kostur á að greiða
atkvæði um mál sem eru á dagskrá fundarins bréflega. Skal beiðni um slíka atkvæðagreiðslu hafa borist
skrifstofu félagsins eða á netfangið hluthafar@n1.is eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl.
16.00 laugardaginn 21. október 2017.
Hluthafar eiga rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef þeir gera um það skriflega
eða rafræna kröfu. Óski hluthafi eftir að koma máli eða tillögu á dagskrá hluthafafundar skal slík beiðni hafa
borist skrifstofu félagsins eða á netfangið hluthafar@n1.is eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn, þ.e. fyrir
kl. 16.00 fimmtudaginn 12. október 2017. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá klukkan 15:30 þann dag sem
hluthafafundurinn verður haldinn.
Stjórn N1 hf.
Fótbolti Rúnar Kristinsson er
tekinn við KR á nýjan leik. Hann
skrifaði undir þriggja ára samning
við félagið.
Rúnar er öllum hnútum kunnug-
ur hjá KR. Hann spilaði með liðinu
á árunum 1987-94 og 2007 og þjálf-
aði það svo með frábærum árangri
á árunum 2010-14. Á þeim tíma
varð KR tvisvar Íslandsmeistari og
þrisvar bikarmeistari. KR vann titil
á fjórum síðustu tímabilum Rúnars
með liðið en síðan þá hefur KR ekki
unnið stóran titil.
Rúnar tekur við þjálfarastarfinu
hjá KR af Willum Þór Þórssyni.
Undir stjórn Willums endaði KR í 4.
sæti Pepsi-deildar karla í sumar og
komst ekki í Evrópukeppni í fyrsta
sinn í áratug.
„Við vitum allir hvað KR stendur
fyrir. KR vill alltaf vera í toppbar-
áttu. Félagið gekk í gegnum erfitt
ár sem við þurfum að snúa við og
breyta. Við þurfum að koma KR
aftur í Evrópukeppni, reyna að
bæta árangurinn frá því í sumar og
stefna hærra,“ sagði Rúnar sem var
látinn taka pokann sinn hjá Loke-
ren í ágúst. Þar áður stýrði hann
Lilleström í Noregi. Rúnar segir að
það hafi tekið sig tíma að ákveða
næstu skref hjá sér en á endanum
hafi það verið erfitt að hafna sínu
félagi.
„Það voru ýmsir möguleikar í
stöðunni en á endanum er erfitt
að segja nei við KR. Þetta er mitt
uppeldisfélag. Auðvitað þurfti ég
umhugsunartíma en á endanum
valdi ég að koma aftur til KR,“ sagði
Rúnar Kristinsson. – iþs
Erfitt fyrir Rúnar að segja nei við KR
Rúnar Kristinsson er aftur kominn heim í KR. FRéttablaðið/vilhelm
Spáin í Domino’s
deild kvenna 2017-18:
1. Keflavík 188 stig
2. haukar 144 stig
3. valur 130 stig
4. Skallagrímur 129 stig
5. Snæfell 105 stig
6. Stjarnan 83 stig
7. breiðablik 43 stig
8. Njarðvík 41 stig
Spáin í Domino’s
deild karla 2017-18:
1. KR 414 stig
2. tindastóll 403 stig
3. Grindavík 319 stig
4. Njarðvík 267 stig
5. Stjarnan 266 stig
6. Þór Þ. 246 stig
7. Keflavík 239 stig
8. ÍR 191 stig
9. haukar 189 stig
10. valur 89 stig
11. höttur 84 stig
12. Þór ak. 60 stig
KörFubolti KKÍ kynnti árlega spá
fyrirliða, þjálfara og forráðamanna
um lokaröðina í Domino’s-deildum
karla og kvenna í körfubolta.
Karlalið KR og kvennalið Kefla-
víkur unnu bæði tvöfalt á síðasta
tímabili og báðum liðum er spáð
Íslandsmeistaratitlunum aftur.
Keflavíkurkonur fengu algjöra
yfirburðakosningu í Domino’s-deild
kvenna en KR-karlar höfðu betur í
spánni í karladeildinni eftir hörku-
keppni frá Tindastól.
Snæfell kemst ekki í úrslitakeppn-
ina kvennamegin frekar en Stjarnan
og í staðinn fara þangað lið Hauka
og Vals sem komust ekki í úrslita-
keppnina síðasta vor.
Njarðvíkingar komast ekki bara í
úrslitakeppnina á ný í karladeildinni
heldur ná þeir líka heimavallarrétti
samkvæmt spánni. Grindavík verð-
ur í þriðja sæti en Haukarnir missa
af úrslitakeppninni annað árið í röð.
Höttur og Þór Akureyri falla í 1.
deild karla samkvæmt spánni en
upp í staðinn koma Skallagrímur og
Breiðablik.
Njarðvík fellur úr Domino’s-deild
kvenna en KR kemur upp í deildina
í staðinn. – óój
Keflavík og KR
verja titlana
Fleiri svona gætu verið á leiðinni í
Keflavík í vetur. myNd/vÍKuRFRéttiR
S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 13M i ð V i K u D A G u r 4 . o K t ó b e r 2 0 1 7
0
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
E
7
-0
0
2
C
1
D
E
6
-F
E
F
0
1
D
E
6
-F
D
B
4
1
D
E
6
-F
C
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
3
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K