Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 27
myndi ekki tala um verðstríð, heldur mjög virka samkeppni þar sem verð- in breytast nánast frá degi til dags.“ Hagnaðurinn dróst saman Eins og áður sagði skiluðu þrjár stærstu bílaleigur landsins um 820 milljóna króna hagnaði í fyrra. Hagnaður stærstu leigunnar, Bíla- leigu Akureyrar, dróst saman um 67 prósent á milli ára og nam 110 millj- ónum króna í fyrra. Rekstrartekjur námu 6,3 milljörðum króna, borið saman við 5,7 milljarða árið 2015, og rekstrargjöld félagsins voru 5,4 milljarðar. Eignir bílaleigunnar drógust saman á milli ára, fóru úr 11,9 millj- örðum í tæpa 11,6 milljarða, og þá lækkaði eiginfjárhlutfallið úr 4,7 pró- sentum í lok árs 2015 í 3,2 prósent í lok síðasta árs. Var handbært fé frá rekstri rúmar sjö milljónir í lok árs 2016 borið saman við 179 milljónir í lok árs 2015. Alls störfuðu 220 manns að meðaltali hjá bílaleigunni á árinu og fækkaði starfsmönnum um átta á milli ára. Hagnaður ALP nam 368 milljón- um króna í fyrra og jókst um tæpar 140 milljónir á milli ára. Rekstrartekj- urnar námu 3,8 milljörðum króna og rekstrargjöldin 2,4 milljörðum. Var eiginfjárhlutfallið 18,3 prósent í lok síðasta árs borið saman við 16,0 prósent í lok árs 2015. Alls störfuðu 126 starfsmenn að meðaltali hjá ALP í fyrra. Þá hagnaðist Hertz um 342 millj- ónir króna í fyrra samanborið við 325 milljónir árið áður. Voru rekstrartekj- urnar 3,5 milljarðar króna og rekstr- argjöldin 1,8 milljarðar. Eiginfjár- hlutfallið nam 20,7 prósentum í lok síðasta árs og hækkaði um tæp fjögur prósentustig á milli ára, en hins vegar dróst handbært fé frá rekstri verulega saman í fyrra og var 67 milljónir í lok ársins borið saman við 179 milljónir í lok árs 2015. Meðalfjöldi starfsmanna var 105 í fyrra. Maður hefur heyrt af nokkrum aðilum sem eru í vandræðum, aðallega vegna styrkingar krónunnar síðustu ár, og það verður væntan- lega einhver samþjöppun. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar „Rústar“ rekstrargrundvelli bílaleiganna Gunnar Valur Sveinsson, verk- efnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, segir margar bílaleigur innan vébanda sam- takanna vera uggandi yfir fyrir- hugaðri hækkun vörugjalda á bílaleigur. Hækkunin tekur gildi 1. janúar næstkomandi en frá og með þeim degi þurfa bílaleigur að greiða full vörugjöld af öku- tækjum sínum. „Auknar álögur munu tvímæla- laust hafa þau áhrif að afkomu einhverra fyrirtækja verði ógnað. Fjármögnun á nýjum bílum mun þyngjast og munu bíla- leigubílar þar með eldast. Með hærri meðalaldri verða bílarnir ekki eins öruggir og ekki búnir sömu gæðum og bílaleigubílar eru búnir í dag,“ segir Gunnar Valur. Umhverfið muni jafnframt breytast. Þannig séu erlendir ferðamenn á bílaleigubílum líklegir til þess að draga úr akstri sínum, dvelja skemur og fara síður út á landi. „Í nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, þegar boðaðar breytingar voru sam- þykktar haustið 2015, kemur fram að skoða eigi skattbyrði bílaleigufyrirtækja í samráði við greinina. Sú skoðun hefur hrein- lega ekki farið fram. Við höfum sent fjölmargar tillögur til ráðu- neytisins en það hefur ekkert komið út úr því. Það verður að teljast mjög ámælisvert.“ Steingrímur nefnir að hækkun vörugjalda muni koma bílaleigum mjög illa. „Hún mun í rauninni rústa rekstrargrundvellinum. Það þarf bara að finna hvaða leiðir séu færar til þess að takast á við það. Stjórnvöld lofuðu að ræða við okkur en það hefur ekki gerst. Gengisstyrking krónunnar og síðan þessi vörugjaldahækkun hefur mikil áhrif á greinina og er í raun og veru að gjörbylta henni,“ segir hann. „Þetta er margfalt alvarlegra mál fyrir ferðaþjónustuna heldur en til dæmis hækkun á virðis- aukaskatti á gistingu. Gallinn er sá að það fattar það enginn,“ nefnir Margeir og bætir við: „Þegar breytingin tekur gildi um áramótin verða greidd sömu vörugjöld af bílaleigubílum og öðrum fólksbílum. Þá verður bílaleigubíllinn eina atvinnutækið á Ísland sem greidd eru full vöru- gjöld af. Fyrir bílaleigurnar er það auðvitað galið.“ Hann segir að áhrifin af hækkuninni verði væntanlega þau að bílaleigurnar muni í auknum mæli flytja bíla sjálfar inn. „Þær munu einfaldlega spyrja sig: Hvar næ ég í ódýrasta bílinn? Ég held að þessi breyting verði mun alvarlegri fyrir bílaumboðin heldur en bílaleigurnar. Ef maður lítur til síðustu fjögurra ára hafa bílaleigurnar keypt um 45 til 50 prósent af heildarsölu bílaum- boðanna. Það verður rosalega þungt högg fyrir umboðin að missa þennan spón úr aski sínum.“ 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 20 10 M 07 20 10 M 12 20 11 M 05 20 11 M 10 20 12 M 03 20 12 M 08 20 13 M 01 20 12 M 06 20 13 M 11 20 14 M 04 20 14 M 09 20 15 M 02 20 15 M 07 20 15 M 12 20 16 M 05 20 16 M 10 20 17 M 03 20 17 M 08 Fjöldi skráðra bílaleigubíla hefur fjórfaldast á sex árum TÍMA RIT VIÐ PRENTUM ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA SUÐURHRAUNI 1, 210 GARÐABÆ PRENTUN Í 140 ÁR Ísafoldarprentsmiðja er umhverfisvottuð prentsmiðja af Svaninum, norræna umhverfismerkinu. Við erum aðilar að rammasamningi Ríkiskaupa og rammasamningi Reykjavíkurborgar. Við framleiðum dagblöð, bækur, tímarit, bæklinga, umbúðir, veggspjöld, bréfsefni, umslög, nafnspjöld, fjölpóst og margt fleira. Hafðu samband við viðskiptastjóra okkar í síma 5 950 300 og við komum þínum hugmyndum í framkvæmd. WWW.ISAFOLD.IS Gunnar Valur Sveinsson, verk- efnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónust- unnar markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 4 . o K t ó b e R 2 0 1 7 M 0 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 7 -1 3 E C 1 D E 7 -1 2 B 0 1 D E 7 -1 1 7 4 1 D E 7 -1 0 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.