Fréttablaðið - 04.10.2017, Síða 8

Fréttablaðið - 04.10.2017, Síða 8
Samfélag Efstu tvær tekjutíundirnar hér á landi þéna rúmlega helming allra atvinnutekna í landinu. Laun þessara tekjuhæstu hópa hafa hækk- að meira frá 2013 í prósentum en skattgreiðslur þeirra. Skattgreiðslur allra hinna hópanna hafa hækkað meira en laun þeirra. Heildaratvinnutekjur efstu tíundar landsins, sem eru alls 20.860 ein- staklingar, þénaði 383 milljarða króna á síðasta ári og hefur hækkað um 83 milljarða síðan 2013 eða 27,6 prósent. Heildarskattgreiðslur þessa hóps höfðu hækkað á sama tíma um 23,9 milljarða eða 20,6 prósent. Sé litið til neðstu tíundanna er aðra sögu að segja þar sem skattbyrði þeirra hefur aukist meira á þessum tíma. Neðstu tvær tekjutíundirnar greiddu engan skatt árið 2013 og fengu greitt úr sameiginlegum sjóðum. Neðsta tekjutíundin greiðir hins vegar skatt nú sem og önnur tekjutíundin. Benedikt Jóhannesson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, bendir á að hér hafi átt sér stað mikil kaup- máttaraukning á síðustu árum og að kaupmátturinn nú sé orðinn svipað- ur og fyrir hrun. „Aukin skattbyrði lægstu tekjuhópanna gefur til kynna að þeir séu komnir yfir skattleysis- mörk og því farnir að greiða til baka til samfélagsins,“ segir Benedikt. Skattbyrði þriðju tekjutíundar- innar hefur hækkað á þessu tíma- bili um 94 prósent og fjórða tekju- tíundin greiðir 62 prósentum hærri skatt en hún gerði árið 2013. Hins vegar hefur hækkun launa þessara hópa aðeins verið 37 prósent fyrir þriðju tíund og 49 prósent fyrir fjórðu tíund. Svandís Svavarsdóttir, þingflokks- formaður VG, segir þessar tölur sýna þá hægri stefnu sem hér hefur verið rekin síðustu ár. „Það dregur sundur með þeim sem mest hafa og þeim sem lítið hafa. Nú er mál að linni og það þarf að endurspeglast í útgjalda- stefnu og skattastefnu stjórnvalda. Markmið okkar á að vera að jafna kjör hér á landi,“ segir Svandís. Heildaratvinnutekjur lands- manna árið 2016 voru 1.122 millj- arðar króna. Neðstu fjórar tíundirn- ar þénuðu samtals um 9 prósent af heildaratvinnutekjum þjóðarinnar. Hafa ber í huga að hér eru allir þeir einstaklingar sem voru á vinnu- markaði árið 2016, bæði þeir sem voru í fullri vinnu og þeir sem voru í hlutastörfum eða námsmenn. sveinn@frettabladid.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæwww.volkswagen.is Nú er gaman að vera til. Volkswagen Golf GTE gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Raforkan dugar allt að 50 km og bensínvélin kemur sterk inn í lengri ferðum. Hann er umhverfisvænn, fer á 7,6 sek. í 100 km/klst. og státar af viðbótarrafdrifi sem gerir hann að afar sparneytnum tengiltvinnbíl. Komdu í reynsluakstur ef þú vilt hafa gaman af lífinu. Nýr Golf GTE. Rafmagn og bensín hafa sjaldan verið eins góð saman. Volkswagen Golf GTE, verð aðeins 3.990.000 kr. Við látum framtíðina rætast. Skipting atvinnutekna Íslendinga Hagstofan raðar skattgreiðendum hér á landi niður í tíu hópa eftir tekjum árið 2016. Hver litur í grafinu táknar hverja tíund og hlutfall hvers hóps af heildaratvinnutekjum Íslendinga. 7,4% 9,6% 13,9% 20,6% 34,2%5,4% 0,6% 2,2% 2,9% 3,1% 6,6 ma. 32,7 ma. 24.9 ma. 35,2 ma. 82,6 ma. 107,7 ma. 158,1 ma. 156,1 milljarður króna 231,3 milljarðar króna 338,9 milljarðar króna 318 þúsund Fyrsti tekjuhópur* 1,2 milljónir Annar tekjuhópur 1,6 milljónir Þriðji tekjuhópur 1,7 milljónir Fjórði tekjuhópur 2,9 milljónir Fimmti tekjuhópur 4,0 milljónir Sjötti tekjuhópur 5,2 milljónir Sjöundi tekjuhópur 7,5 milljónir Áttundi tekjuhópur 11,1 milljón Níundi tekjuhópur 18,4 milljónir Tíundi tekjuhópur HeildArATviNNuTekjur: 1.122 milljarðar HeildArFjöldi: 208.604 launþegar Skattar á lág laun hafa hækkað mest Tíu prósent einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði þéna rúmlega þriðjung atvinnutekna landsmanna. Skattbyrði lægstu tíundanna hefur aukist hlutfallslega mest síðan 2013. Fjármálaráðherra bendir á að hér hafi átt sér stað mikil kaupmáttaraukning á síðustu árum. Hækkun heildarlauna og heildarskattgreiðslur með ólíkum hætti 3. tekjutíundin 10. tekjutíundin n n Hækkun launa frá 2013 n Hækkun skatta 37,1% 27,1% 94,1% 20 ,6 % *Meðalárstekjur einstaklings í einum af tekjuhópunum tíu Aukin skattbyrði lægstu tekjuhóp- anna gefur til kynna að þeir séu komnir yfir skattleysis- mörk og því farnir að greiða til baka til samfélagsins. Benedikt jóhannesson, fjármálaráðherra 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 m I Ð V I k U D a g U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð 0 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 7 -1 D C C 1 D E 7 -1 C 9 0 1 D E 7 -1 B 5 4 1 D E 7 -1 A 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.