Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 20
– Tengir þig við framtíðina!
Sjónvarpsdreifikerfi
fyrir hótel, gistiheimili og skip.
Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660
oreind@oreind.is • www.oreind.is
Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir
á vegum eignastýringarfyrirtækisins
Eaton Vance Management komust
nýverið í fyrsta sinn á lista yfir tutt-
ugu stærstu hluthafa tryggingafélags-
ins TM.
Sjóðirnir Global Macro Portfolio
og Global Macro Absolute Return
Advantage eiga þannig í dag saman-
lagt 2,84 prósenta hlut í TM sem þýðir
að þeir eru saman elleftu stærstu hlut-
hafar félagsins. Hlutur sjóðanna er
metinn á tæpar 590 milljónir króna
miðað við gengi bréfa TM eftir lokun
markaða í gær.
Sjóðirnir eru einu erlendu aðilarnir
sem komast á lista yfir stærstu hlut-
hafa í TM. Þeir eru jafnframt á lista
yfir stærstu hluthafa í öllum þremur
tryggingafélögunum – Sjóvá, TM og
VÍS – sem eru skráð á hlutabréfa-
markað.
Sjóðirnir umræddu voru ekki á
hluthafalista TM í lok síðasta árs, sam-
kvæmt upplýsingum Markaðarins.
Fjárfestingarsjóðir á vegum Eaton
Vance hafa frá árinu 2015 verið
langsamlega umsvifamestir erlendra
aðila á íslenskum hlutabréfamarkaði.
Sjóðirnir eru á meðal tuttugu stærstu
hluthafa í tíu félögum í Kauphöllinni
og má ætla að samanlagt markaðsvirði
þess eignarhlutar nemi vel yfir tíu
milljörðum króna. – kij
Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir
komnir með 2,8 prósenta hlut í TM
Hlutabréf TM hafa hækkað um 16 prósent í verði í ár. FréTTablaðið/anTon brink
Me ð a l l a u n s t a r f s m a n n a í stóru sjóða-stýringarfélög-unum þremur – Íslandssjóðum,
Landsbréfum og Stefni – á fyrri
helmingi ársins hækkuðu á bilinu
um 180 til 320 þúsund krónur á
mánuði frá sama tíma í fyrra. Mesta
launaskriðið var hjá Stefni, en
starfsmenn félagsins voru að meðal-
tali með um 2.070 þúsund krónur í
heildarlaun á mánuði á fyrstu sex
mánuðum ársins. Hækkuðu launin
um 18 prósent á milli ára.
Af þremur stóru sjóðastýringar-
félögunum, sem eru í eigu Arion
banka, Íslandsbanka og Lands-
bankans, greiddi Stefnir sem fyrr
hæstu launin á fyrri helmingi
ársins, en til samanburðar voru
starfsmenn Íslandssjóða að meðal-
tali með um 1.710 þúsund krónur í
mánaðarlaun og hjá Landsbréfum
námu launin um 1.690 þúsund
krónum.
Meðallaun starfsmanna Íslands-
sjóða hækkuðu um liðlega 15 pró-
sent á milli ára en hjá Landsbréfum
hækkuðu launin um 12 prósent.
Þess má geta að meðalmánaðar-
laun starfsmanna Stefnis námu um
820 þúsund krónum árið 2009 og
hafa þau þannig hækkað um rúm-
lega 150 prósent á átta árum. Á
sama tíma hefur almenn launavísi-
tala hækkað um 60 prósent.
Upplýsingar um launagreiðslur
félaganna byggja á árshlutareikn-
ingum þeirra um heildarlaun og
meðalfjölda starfsmanna á fyrstu
sex mánuðum ársins. Í einhverjum
tilfellum innihalda þær greiðslur
kaupauka sem stjórnendur og lykil-
starfsmenn félaganna fengu í sinn
hlut.
Íslandsbanki og Landsbank-
inn eru eins og kunnugt er í eigu
íslenska ríkisins sem fer jafnframt
með 13 prósenta hlut í Arion banka.
Meðallaun starfsmanna í sjóða-
Launaskrið hjá sjóðastýringarfélögum
Með 2,9 milljónir króna í mánaðarlaun
Launagreiðslur og hlunnindi til handa framkvæmda-
stjórum stóru sjóðastýringarfélaganna þriggja hækk-
uðu umtalsvert í fyrra. Laun og hlunnindi til handa
Flóka Halldórssyni, framkvæmdastjóra Stefnis, námu
ríflega 35 milljónum króna í fyrra eða sem nemur
um 2,9 milljónum króna á mánuði. Árslaunin voru til
samanburðar 30,3 milljónir króna árið 2015. Mánaðar-
laun Helga Þórs Arasonar, framkvæmdastjóra Lands-
bréfa, námu um 2,8 milljónum króna í fyrra borið
saman við um 2,5 milljónir árið áður.
Þá námu laun og hlunnindi til handa Haraldi Erni
Ólafssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íslands-
sjóða, 26,7 milljónum króna á síðasta ári, eða sem
nemur um 2,2 milljónum króna á mánuði, en hann
lét af störfum í september í fyrra. Tók Kjartan Smári
Höskuldsson við forstjórastarfinu.
stýringarfélögunum eru töluvert
hærri en meðallaun í fjármálageir-
anum. Þannig námu heildarlaun í
fjármála- og vátryggingastarfsemi
að meðaltali 893 þúsund krónum
á mánuði í fyrra, samkvæmt nýjum
tölum Hagstofu Íslands.
Þá var greint frá því í Markað-
inum í síðasta mánuði að meðal-
laun starfsmanna smærri fjármála-
fyrirtækja landsins hefðu nokkurn
veginn staðið í stað á milli áranna
2015 og 2016. Fengu starfsmenn
fyrirtækjanna almennt að meðal-
tali á bilinu 780 þúsund til 1.610
þúsund krónur í mánaðarlaun í
fyrra. Hins vegar hækkuðu arð- og
kaupaukagreiðslur til starfsmann-
anna umtalsvert á milli ára.
Hagnaður stórjókst
Hagnaður af rekstri sjóðastýringar-
félaganna þriggja jókst verulega á
fyrri helmingi ársins. Stefnir hagnað-
ist hvað mest eða um 669 milljónir
króna á fyrstu sex mánuðum ársins
borið saman við 322 milljónir á sama
tímabili í fyrra. Jókst hagnaðurinn
þannig um 108 prósent á milli ára.
Hagnaður af rekstri Íslandssjóða
nam 114 milljónum króna á tímabil-
inu, en var 46 milljónir á sama tíma í
fyrra. Þá jókst hagnaður Landsbréfa
um 91 prósent og nam 556 millj-
ónum króna á fyrstu sex mánuðum
ársins.
Heildareignir í stýringu félaganna
námu um 630 milljörðum króna í
lok júnímánaðar. Eignir í stýringu
Starfsmenn sjóðastýring-
arfyrirtækja bankanna
voru með 1.690 til 2.070
þúsund krónur í laun á
mánuði á fyrri helmingi
ársins. Launaskriðið var
hvað mest hjá Stefni.
Meðallaun starfsmanna
Stefnis hafa hækkað um
150 prósent á átta árum.
Kristinn Ingi
Jónsson
kristinningi@frettabladid.is
Stefnis voru 277 milljarðar króna
en þær drógust saman um 130 millj-
arða á fyrstu sex mánuðum ársins.
Hjá Íslandssjóðum voru eignir í
stýringu 197 milljarðar í lok júní
borið saman við 25 milljarða í lok
síðasta árs. Aukninguna má rekja
til eignastýringar á sérgreindum
eignasöfnum sem félagið tók að sér
á tímabilinu, að því er fram kemur í
árshlutareikningnum.
Eignir í stýringu Landsbréfa námu
157 milljörðum króna í lok júní og
drógust saman um 27 milljarða
króna á fyrri helmingi ársins.
Skila neikvæðri ávöxtun
Allir hlutabréfasjóðir sjóðastýr-
ingarfélaganna þriggja hafa skilað
neikvæðri ávöxtun það sem af er ári.
Lökust er hún hjá hlutabréfasjóðum
í stýringu Landsbréfa, en sem dæmi
hefur sjóðurinn Öndvegisbréf skilað
neikvæðri ávöxtun upp á 8,7 pró-
sent og sjóðurinn Úrvalsbréf nei-
kvæðri ávöxtun upp á 12,4 prósent.
Hlutabréfasjóðurinn Stefnir – ÍS
15 hefur á árinu skilað neikvæðri
ávöxtun upp á 4,9 prósent og þá eru
hlutabréfasjóðir í stýringu Íslands-
sjóða með neikvæða ávöxtun upp á
eitt til tvö prósent, samkvæmt upp-
lýsingum á vef Keldunnar.
Til samanburðar hefur úrvalsvísi-
tala Kauphallarinnar lækkað um 3,7
prósent það sem af er árinu.
Meðalmánaðarlaun starfsmanna á fyrri helmingi 2017
Íslandssjóðir
1.710.000
Landsbréf
1.690.000
Stefnir
2.070.000
4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r4 markaðurinn
0
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
7
-2
7
A
C
1
D
E
7
-2
6
7
0
1
D
E
7
-2
5
3
4
1
D
E
7
-2
3
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
3
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K