Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 22
Eftir miklar offjárfestingar í bílaleigubílum undan-farið stíga bílaleigur nú varlega til jarðar. Fjöldi bílaleigubíla hefur fjór-faldast á umliðnum sex árum en nú horfir til breytinga. Vegna mikils framboðs og fyrirhug- aðrar hækkunar vörugjalda á bíla- leigubíla, sem tekur gildi um næstu áramót, er einsýnt að bílaleigur muni halda að sér höndum í bílakaupum fyrir næsta sumar. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir að á grundvelli lögmálsins um framboð og eftirspurn eigi verð á notuðum bílum að öðru óbreyttu að lækka í haust þegar bílaleigur endur- nýja flota sinn. Bílaleigurnar muni þó reyna að grípa til aðgerða til þess að milda höggið. „Það er ekki ósenni- legt að sumar leigur muni freistast til þess að leigja bíla út meira ekna en áður. Við gætum átt von á ákveðinni breytingu á markaðinum og að það verði kannski ekki eins mikil endur- nýjun á bílaleigubílum á komandi vertíð.“ Fordæmalaus gengisstyrking krónunnar á umliðnum árum, hæg- ari vöxtur í ferðaþjónustu og fyrir- huguð hækkun vörugjalda ógnar afkomu margra bílaleiga sem eiga þann kost einan að leita leiða til þess að hagræða í rekstri og horfa til sam- einingar við aðrar bílaleigur. „Það kæmi mér ekki á óvart ef það yrði einhver samþjöppun í vetur,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar. „Maður hefur heyrt af nokkrum sem eru í vand- ræðum, fyrst og fremst vegna gengis- styrkingar krónunnar síðustu ár, og það verður væntanlega einhver sam- þjöppun á markaðinum, eins og við höfum séð annars staðar í ferðaþjón- ustunni. Menn munu eflaust horfa til þess að reyna að nýta hlutina betur og bregðast við breyttu umhverfi. Það er ekkert óeðlilegt við það.“ Eftir lygilegan uppgang á undan- förnum árum – samhliða stóraukn- um straumi ferðamanna til landsins – virðist sem hægst hafi á vexti bíla- leiga. Jafnframt eru vísbendingar um að afkoma bílaleiga fari versnandi. Þannig dróst samanlagður hagnaður þriggja stærstu bílaleiga landsins; Bílaleigu Akureyrar, ALP, sem rekur bílaleigur undir merkjum Avis og Budget, og Hertz, saman um 8 pró- sent í fyrra. Nam hann 820 millj- ónum króna borið saman við 891 milljón króna árið 2015. Samanlagt veltu bílaleigurnar þrjár 13,6 millj- örðum króna í fyrra samanborið við 11,8 milljarða árið áður. Hefur veltan aukist um liðlega 80 prósent á einungis fjórum árum. EBIDTA – þ.e. rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – sem hlutfall af tekjum var að meðaltali 16 prósent hjá bílaleigum árið 2015 en samkvæmt áætlunum Samtaka ferðaþjónustunnar fór hlut- fallið niður í sjö prósent í fyrra. Einn- ig hefur lágt eiginfjárhlutfall bílaleiga vakið athygli, en í nýlegri ferðaþjón- ustuúttekt greiningardeildar Arion banka kom fram að eiginfjárhlutfall bílaleiga hefði að meðaltali verið vel undir 10 prósentum síðustu ár. Hins vegar var ávöxtun eigin fjár hjá bílaleigum yfir 50 prósent árið 2015, borið saman við um 35 prósenta ávöxtun árið 2014. Komið að endastöð Einn viðmælandi Markaðarins telur að komið sé að endastöð í fjölgun bílaleigubíla. Offjárfestingar síðustu ára, sér í lagi fyrir síðasta sumar, eigi eftir að koma mörgum í koll. „Ef það voru of margir bílar á markaðinum í sumar eru þeir klár- lega enn þá of margir,“ segir Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Bílaleigunnar Geysis. Steingrímur segir enga launung að of margir bílaleigubílar hafi verið í boði í sumar. Bílaleigur hafi offjár- fest. „Fyrir utan smá tímabil í ágúst áttu flestallar, ef ekki allar, bílaleigur lausa bíla í sumar. Það var ekki í þeim mæli að hægt væri að tala um neyðarástand, en hins vegar var klár- lega offjárfesting í greininni.“ Í byrjun septembermánaðar voru 25.850 bílaleigubílar á skrá, sam- kvæmt upplýsingum frá Samgöngu- stofu, en til samanburðar voru um 6.500 bílaleigubílar skráðir í byrjun árs 2011. Fjöldinn hefur þannig fjór- faldast á sex árum. Fjölgunin hefur verið sérstaklega ör undanfarin tvö ár og numið tæplega 45 prósentum. Fjöldi bílaleigubíla fór yfir 26 þúsund í ágústmánuði, sem var metmánuður, en dróst örlítið saman í síðasta mán- uði, eins og algengt er á haustin þegar bílaleigur freista þess að selja bíla á endursölumarkaði og minnka þann- ig flota sinn. Í ljósi mikils offram- boðs á bílaleigubílum má búast við stórlækkuðu verði á notuðum bílum í haust, að mati viðmælanda Mark- aðarins. Raunar eru víða efasemdir um hvort innlendi markaðurinn geti yfir höfuð tekið við öllum notuðu bíl- unum frá bílaleigunum. Sigfús Bjarni Sigfússon, fram- kvæmdastjóri bílaleigunnar Hertz, segir að margar bílaleigur muni sennilega halda að sér höndum fyrir næsta sumar, sér í lagi í ljósi þess að vörugjöld á bílaleigur muni hækka um áramótin. Jafnvel gæti staðan orðið sú að ekki verði nægilegt fram- boð af bílaleigubílum næsta sumar. Annar viðmælandi Markaðarins nefnir að ekki sé ólíklegt að bílaleig- ur kaupi allt að 40 til 50 prósentum færri bíla á næsta ári en í ár. Aðspurður segir Steingrímur að áhrifin af offramboði sumarsins verði væntanlega þau að bílaleigur kaupi færri bíla á næsta ári og haldi þannig að sér höndum. „Offramboðið þýddi einnig að verðið var lægra í sumar. Menn voru að reyna að leigja út flot- ann sinn.“ Leigutíminn styst Vegna styrkingar krónunnar hefur kauphegðun ferðamanna tekið nokkrum stakkaskiptum og segjast margir stjórnendur bílaleiga finna fyrir því. Steingrímur nefnir sem dæmi að meðalleigutími bíla hafi styst um einn dag, sennilega úr sjö til átta dögum í sex til sjö daga. Það er mikil breyting frá því sem áður var, en fyrir nokkrum árum var ekki óalgengt að bílar væru leigðir út í tvær vikur í senn. Ferðamenn leigja nú jafnframt minni og ódýrari bíla en áður. Ástæðan er ekki sú að bíla- leigur hafi hækkað verð, enda hafa verðin almennt séð farið lækkandi, heldur er Ísland einfaldlega orðið of dýrt að mati margra ferðamanna. Styrking krónunnar hefur þannig leikið ferðamenn og vitaskuld bíla- leigurnar grátt. Margeir segir spár greinenda um að gengi krónunnar myndi styrkjast enn frekar í sumar ekki hafa gengið eftir. Þess í stað hafi gengið veikst umtalsvert frá því í júní. „Og þar liggur kannski vandinn. Hvar er þessi meinti stöðugleiki gjaldmiðilsins? Þessar sveiflur eru erfiðar viðfangs og ekki að gera neinum greiða, hvar svo sem menn starfa innan ferða- þjónustunnar.“ Viðmælendur Markaðarins taka fram að margar bílaleigur muni lík- lega eiga erfitt með að fjármagna bílakaup á næstunni. Slík fjármagns- frek kaup kalli á aukið eigið fé sem sé ekki alls staðar til reiðu. Meðalverð á bílaleigubílum er í kringum þrjár milljónir króna fyrir utan virðis- aukaskatt, samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Íslandsbanka, og er því ekki óvarlegt að áætla að bein fjárfesting vegna bílakaupa í grein- inni hafi slagað hátt í 30 milljarða króna í fyrra. Er þá ótalin öll önnur fjárfesting, svo sem í húsnæði og við- haldi. Margeir segir horfurnar í vetur ágætar. „Bókunarstaðan er fín fyrir haustið sem er ánægjuefni. Það er meiri kraftur en áður yfir vetrar- tímann og meiri umferð á vegunum. Hins vegar eru verðin lægri. Okkur hefur gengið ágætlega í ár. Það verður ekki sagt annað. Við höfum náð að stýra flotanum okkar þannig að við vorum uppseldir yfir hásumarið, en eigum töluvert af bílum á lausu núna eins og allar bílaleigur. Nú er einnig það tímabil gengið í garð þegar bíla- leigur reyna að losa sig við bíla.“ Sigfús Bjarni segir sumarið hafa verið ólíkt því sem vant er. „Það er ljóst að það var meira framboð af bílaleigubílum en áður. Við jukum framboðið eitthvað, en stigum samt varlega til jarðar og vorum með mjög góða nýtingu á okkar flota. Haustið lítur vel út. Verðin hafa lækkað og samkeppnin er mikil og hörð. Ég Róðurinn að þyngjast hjá bílaleigum Vísbendingar eru um að hægst hafi á vexti bílaleiga. Afkoman fer jafnframt versnandi. Eftir miklar offjárfestingar í bílaleigubílum á um- liðnum árum munu margar leigur halda að sér höndum. Vegna mikils framboðs er búist við að verð á notuðum bílum lækki í haust. Ef það voru of margir bílar á markaðinum í sumar eru þeir klárlega enn þá of margir. Margeir Vilhjálms- son, fram- kvæmdastjóri Bílaleigunnar Geysis Bílaleiga Akureyrar ALP Hertz Hagnaður á árinu 2016 110 milljónir 368 milljónir 342 milljónir Breyting á milli 2015 og 2016 67% 59% 5% Rekstrartekjur á árinu 2016 6,3 milljarðar 3,8 milljarðar 3,5 milljarðar Breyting á milli 2015 og 2016 11% 27% 13% Minni hagnaður en aukin veltaKristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Bílaleigubílar hafa myndað sístækkandi hluta af heildarbílaflota landsins á síðustu árum. Bílaleiguflotinn var um það bil tíu prósent af heildarbílaflotanum á síðasta ári. FRéttABLAðið/Anton BRinK 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r6 markaðurinn 0 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 7 -1 3 E C 1 D E 7 -1 2 B 0 1 D E 7 -1 1 7 4 1 D E 7 -1 0 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.