Fréttablaðið - 04.10.2017, Blaðsíða 24
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is,
s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.
is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 |
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433
Túlkun Magn-
úsar á Skógar-
fossi. Eitt af
þremur verkum
sem eru að fara
í sölu í þessum
mánuði.
MYND: ANTON
BRINK
Skógafoss og
Höfði. Tvö verk
eftir Magnús
sem eru gefin út
undir nafninu
Art of Már.
Túlkun Magnúsar á Hallgrímskirkju.
Fyrsta verkið sem Magnús hannaði.
Túlkun Magnúsar á Höfða. Eitt af
þremur verkum hans sem koma í sölu
í þessum mánuði.
Magnús Már Þorvarðarson er að stíga sín fyrstu skref sem listamaður. MYNDIR/ANTON BRINK
Arkitektinn Magnús Már Þorvarðarson steig nýlega sín fyrstu skref sem listamaður
og hóf að vinna myndaseríu sem
hann kallar „Kennileitin (Icons
of Iceland)“. Serían sýnir listræna
túlkun hans á tólf helstu kenni
leitum Íslands og verður gefin
út á plakötum. Magnús stofnaði
fyrirtækið „Art of Már“ í kringum
útgáfuna og í þessum mánuði hefst
sala á verkum hans í Epal.
Magnús hefur lengi haft áhuga á
listum. „Maður er að vísu auðvitað
listamaður sem arkitekt,“ segir
hann. „En ég hef alltaf haft gaman
af því að teikna og haft áhuga á að
skapa eitthvað listrænt.“
Blandar saman áhugamálum
Hugmyndin kviknaði þegar Magnús
var í fæðingarorlofi fyrir skömmu.
„Ég fór að skoða markaðinn á þessu
sviði og sá að það er ekki til mikið af
efni í dag sem sýnir listræna túlkun
á því hvað landið hefur mikið fram
að færa og er virkilega spennandi,“
segir hann. „Þó kennileiti Íslands
séu mikið ljósmynduð þá eru þau
lítið túlkuð á listrænan hátt.“
Magnús hefur alltaf haft mikinn
áhuga á Íslandi og ferðast mikið um
landið og sá tækifæri til að blanda
saman tveimur áhugamálum,
listinni og fegurð landsins. „Þann
ig kviknar hugmyndin og áhuginn
og það má segja að þannig byrji
í rauninni ferill minn sem lista
maður,“ segir Magnús.
Tólf verk í línunni
„Það er oft þannig með hugmyndir,
að maður lætur þær renna hjá,“
segir Magnús. „En um leið og ég var
byrjaður á þessu verkefni og fólki fór
að lítast vel á leiddi eitt af öðru og
allt í einu var ég kominn með fyrsta
verkið, af Hallgrímskirkju. Þá varð
ég sjálfur forvitinn og fór í framhaldi
af því að þróa þetta lengra.“
Nú er Magnús búinn að ákveða
að túlka tólf kennileiti með teikn
inum.
„Auðvitað er þetta náttúrulega
mín túlkun sem hönnuður á hvað
eru kennileiti,“ segir hann. „Þetta
er blanda af byggingum og nátt
úruperlum en ég er ekki að alhæfa
um hver eru helstu kennileitin á
Íslandi. Eins og með skoðanir og
alla list, þá er fólk ekki alltaf sam
mála.“
Í dag eru þrjú verk tilbúin og fara
þau í sölu seinna í þessum mánuði.
Fyrstu þrjú verkin sýna Hallgríms
kirkju, Skógafoss og Höfða, en strax
í næsta mánuði tekur Magnús þátt
í sýningunni Handverk og hönnun
í Ráðhúsinu 23.27. nóvember og
þar ætlar hann að sýna alls sex
verk.
Ljósmyndasýning eftir Guðmund
Bjartmarsson frá Sandi verður
opnuð 6. október kl. 16 á neðri
hæð Safnahússins á Húsavík.
Guðmundur nam bæði kvik-
myndagerð og ljósmyndun.
Hann vann aðallega við kvik-
mydagerð en hefur auk þess tekið
fjöldann allan af ljósmyndum og
haldið nokkrar sýningar.
Guðmundur bjó í Tasmaníu í
nokkur ár og eru flestar myndanna
á þessari sýningu teknar þar.
Á sýningunni eru einnig myndir
teknar á Íslandi, aðallega í
umhverfi Sands í Aðaldal.
Guðmundur fæddist 6. okt. 1948
og lést 10. mars sl.
Frá Íslandi til Tasmaníu
Sýningin verður opin
til og með 20. október
á opnunartíma safnsins.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@365.is
Gefandi og spennandi óvissa
Magnúsi finnst mjög gefandi að
hafa frelsi til að fá að túlka eitthvað
sem hann hefur áhuga á rétt eins
og hann vill. „Þetta er bæði gefandi
og spennandi,“ segir hann. „Þú
veist aldrei hvað er hinum megin
við hornið. Þú leggur upp á móti
straumnum án þess að vita hvort þú
komist í gegnum hann og það bíða
alltaf fleiri hindranir. En óvissan er
mjög spennandi.“
Magnús er að vonum líka
spenntur að sjá hvernig hönnun
inni verður tekið. „Ég er gríðarlega
spenntur að koma þessu frá mér,“
segir hann. „Stærsta hrósið er að
sjálfsögðu viðtökurnar – sjáum
hvað fólki finnst.“
Verkin koma út eitt af öðru á
næstu mánuðum og mynda að
lokum heildstæða seríu. Magnús
vonast til að þetta verði bara fyrsta
línan af mörgum sem kemur frá
fyrirtæki hans, Art of Már.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R
0
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
7
-0
0
2
C
1
D
E
6
-F
E
F
0
1
D
E
6
-F
D
B
4
1
D
E
6
-F
C
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
3
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K