Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 34
Kim Jong Il birti um hver áramót yfirlýsingu sem við þurftum öll að leggja á minnið. Árið 2007 var hún bara meira af því sama: Norður-Kóreubúar eru sterkari, óvinirnir verða sigr- aðir, efnahagurinn fer batnandi. Við gátum ekki lengur trúað þessum áróðri vegna þess að lífskjörum okkar hrakaði enn. Loks kom að því að foreldrar mínir gátu ekki lengur sætt sig við þetta. Þeir vissu að hér væri engin framtíð fyrir dætur þeirra. Þeir fóru því að ræða um leiðir til að komast burt. Við þekktum mann sem hafði farið að vinna í Rússlandi. Vinnan var í raun lítið annað en þrældómur. Hann svalt þó ekki og vann sér inn næga peninga til að koma sér upp góðu fyrirtæki þegar hann kom aftur heim. Faðir minn þekkti annan mann sem var sendur til Líbíu með vinnuflokki sem vann fyrir erlendum gjaldmiðli fyrir ríkisstjórnina. Þegar hann kom heim sagði hann að lífið í Líbíu hefði verið afar einmanalegt – hann hitti ekki fjölskyldu sína í þrjú ár. Hann fékk þó að borða. Og stundum borðaði hann jafnvel kjúklingavængi. Við vorum öll svo svöng að við vildum heyra öll smáatriðin. Hann sagði að Líbíu- menn borðuðu mikið af kjúklingi – sem okkur þótti furðu sæta – en yfirleitt ekki allan fuglinn. Þeir skæru vængina af og seldu þá svo ódýrt að jafnvel Norður-Kór- eumenn hefðu efni á þeim. Í okkar eyrum hljómaði Líbía eins og paradís. Föður minn hafði langað til að komast til útlanda og finna leið til að senda okkur peninga. Hann hafði aldrei áður gripið tæki- færin og nú var það ekki lengur hægt. Norður-Kóreubúum hefur alltaf verið sagt að útlönd séu óhreinir, ógeðslegir og hættu- legir staðir. Verst var Suður- Kórea sem var mannlegur forar- pyttur og ekkert annað en fátæk nýlenda bandarísku bastarð- anna sem okkur var kennt að hata og óttast. Föður minn hafði aldrei langað til Suður-Kóreu en öðru máli gegndi um Kína. Við gætum átt möguleika ef við næðum að finna leið til að komast yfir ána. Foreldrar mínir ræddu valkosti okkar í svo lágum hljóðum að mús hefði ekki einu sinni getað heyrt til þeirra. Við áttum einhverja ætt- ingja í Kína en höfðum enga möguleika á að ná sambandi við þá. Við gætum ef til vill fundið þá ef við kæmumst yfir landamærin og beðið þá um hjálp. Við höfðum séð kínverskt sjónvarp og allan munaðinn sem þar var auglýstur. Við þekktum líka fólk sem hafði farið þangað löglega, þar á meðal Park Jin frænda, og allt þetta fólk sagði að Kínverjar hefðu alltaf nóg að borða. Sögusagnir gengu líka um að ungar norður- kóreskar stúlkur gætu auðveldlega fengið þar vinnu. Nokkrar unglingsstúlkur höfðu nýlega horfið sjónum og gengu sögur um að þær hefðu farið til Kína. Kannski gætum við Eunmi líka fengið vinnu. Móðir mín hafði líka heyrt að ekki væri nóg af börnum í Kína og þar sem við systurnar vorum enn ungar gætum við fundið fólk sem vildi ætt- leiða okkur. Brot úr bókinni Með lífið að veði eftir Yeonmi Park Fjölskyldan ætíð svöng og sá kjúklingavængi í hillingum Systurnar Yeonmi og Eunmi. Yeonmi Park er fædd í Norður-Kóreu árið 1993, en flúði með móður sinni til Kína árið 2007. Þar lentu þær í klóm glæpa- manna sem seldu þær mansali fyrir andvirði fáeinna þúsundkalla. Þeim tókst að losna úr ánauðinni og með aðstoð kínverskra og suðurkóreskra kristniboða komust þær til Suður- Kóreu tveimur árum seinna til að hefja nýtt líf. Líf þar sem Park gat verið frjáls. Park vakti heimsathygli þegar hún flutti ræðu á ráðstefnunni One Young World árið 2014 í Dublin á Írlandi. Sagan um flóttann vakti gríðarlega athygli og á tveimur dögum horfðu 50 milljónir manna á fyrirlestur hennar. Park vekur jafn mikla athygli hér á landi og annars staðar í heiminum því Hátíðarsalur Háskóla Íslands Þekkti ekki frelsið Sem barn hafði hin norðurkóreska Yeonmi Park ekki hugmynd um hvað hugtakið frelsi merkti. Hún flúði land með móður sinni. Í Kína voru þær seldar mansali en komust svo heilar á húfi til Suður-Kóreu. Leið Yeonmi Park úr ánauðinni og í átt til frelsisins var löng og átakanleg. Í dag ferðast hún um Vestur lönd til að vekja athygli á að- stæðum þeirra sem búa við ofríki Kims Jong Un ein- ræðisherra í Norður-Kóreu. Hún vekur athygli hvar sem hún fer og troðfullur Há- tíðarsalur Há- skóla Íslands tók á móti henni í gær. FréttabLaðið/ aNtoN troðfylltist í gær þegar hún sagði sögu sína. „Ég hafði aldrei heyrt um Ísland í bernsku. Það eru bara mjög fá ríki sem maður heyrir um í Norður-Kór- eu. Ég held að ég hafi bara fyrst heyrt af Íslandi á síðasta ári. Ég er enn að læra um fjöldamörg lönd. En einu ríkin sem ég heyrði um í Norður- Í Norður-Kóreu er eNg- iNN eiNstaKliNgur. Við NotuM eKKi hugtöKiN MiNNihlutahóPur eða eiNstaKliNgur. Kóreu voru Kína, Bandarísku bast- arðarnir, Japan og kannski Rússland. Þetta voru kannski fjögur til fimm ríki sem maður fékk að heyra um og maður fékk að heyra að öll hin ríkin í heiminum væru að reyna að ráðast gegn okkur og að við þyrftum sterkan leiðtoga til að verja okkur,“ sagði Park í fyrirlestrinum í gær. Hún segir mannréttindi vera fótum troðin í ættlandi sínu. Í raun viti borgararnir ekki hvað mannrétt- indi eru. „Í Norður-Kóreu er enginn einstaklingur. Við notum ekki hug- tökin minnihlutahópur eða einstakl- ingur. Við vitum bara að við erum uppreisnarmenn. Tilgangur okkar er að þjóna flokknum og að þjóna landinu. Við höfum ekki internet og höfum bara eina sjónvarpsstöð,“ sagði Park í fyrirlestrinum í gær. Það hefði líka verið mjög sérstök upp- lifun að koma til Vesturlanda og sjá tímarit. „Við höfum ekkert svoleiðis.“ En Park segir að þó að hún hafi þráð að komast frá Norður-Kóreu hafi verið erfitt að venjast frelsinu í Suður-Kóreu. „Ég vissi ekki hvernig ég átti að hegða mér á meðan ég var frjáls. Ég er enn að reyna að átta mig á því hvað það þýðir að vera frjáls. Það er mjög flókið hugtak fyrir mér. Í upphafi þegar ég kom til Suður- Kóreu sagði fólk mér að ég yrði spurð að því hver væri uppáhaldsliturinn minn. Ég vissi ekki hver uppáhalds- liturinn minn var. Í Norður-Kóreu var mér bara sagt að uppáhalds- liturinn minn væri rauður. Litur uppreisnarinnar,“ sagði hún. Hún hafi hreinlega ekki áttað sig á því að það skipti einhverju máli hvað henni fannst. Vestrænir fjölmiðlar hafa á und- anförnum vikum sagt frá kjarnorku- tilraunum Norður-Kóreu. Park seg- ist óttast þær. „Ég held að við höfum áttað okkur á því hversu hættulegt þetta einræði er. Því enginn getur stoppað einræðisherrann í að búa til þessar sprengjur núna. Ég veit ekki hvað gerist en það sem ég veit er að breytingarnar verða að eiga rót sína hjá fólkinu í Norður-Kóreu. Þær geta ekki átt rót sína annars staðar. Fólkið í Norður-Kóreu verður að skilja að það er þrælar. Fólkið veit ekki að það er þrælar, það skilur ekki að það á að búa við mannrétt- indi,“ segir Park. Hún hvetur Íslend- inga til að láta sig málefni Norður- Kóreubúa varða. Yeonmi Park með systur sinni og móður. Yeonmi Park og fjölskylda hennar í Hyesan, borg í Norður-Kóreu við landamæri Kína. Jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is 2 6 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R34 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð 2 6 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 4 -4 3 8 8 1 D 9 4 -4 2 4 C 1 D 9 4 -4 1 1 0 1 D 9 4 -3 F D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 2 5 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.