Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Gunnar
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Mín skoðun Sif SigmarsdóttirHingað til
hafa alþjóðleg
stórfyrirtæki
vafalaust litið
á Ísland sem
of lítinn bita.
Þau hafa
einfaldlega
ekki talið
borga sig að
opna versl-
anir hér á
landi.
Peningar eru einn lygilegasti skáldskapur sem maðurinn hefur samið. Samkvæmt ísraelska sagnfræðingnum og metsöluhöfundinum Yuval
Noah Harari eru peningar aðeins hugarburður, saga
sem við sameinumst um að trúa á.
Fyrir 70.000 árum varð stökkbreyting í heila
mannsins. Í kjölfarið tóku tungumálahæfileikar
tegundarinnar óvæntum framförum. Í stað þess að
tjá sig aðeins um það sem við blasti í raunheimum
– tré, steina, vatnsból og ljón sem lágu í leyni – fór
maðurinn að geta tjáð sig um hluti sem ekki voru til í
alvörunni. Hann fór að spinna upp sögur.
Harari segir þennan eiginleika liggja til grundvallar
getu mannsins til að vinna saman í stærri hópum en
nokkur önnur dýrategund. Þúsundir, jafnvel milljónir
einstaklinga, geti sameinast um sögu og unnið að
sameiginlegu markmiði í krafti hennar. Sem dæmi um
sögur, hluti sem ekki séu til í alvörunni heldur fyrir-
finnist aðeins í sameiginlegum hugarheimi mannsins,
nefnir Harari þjóðríki, mannréttindi, lög, guð og
peninga.
Nælonsokkur með gati
Uppi á vegg heima hjá mér hangir breskt plakat úr síðari
heimsstyrjöld. Um er að ræða teikningu af föngulegri
ungri konu í hnésíðum köflóttum kjól með mjótt mitti.
Sveipuð pastellituðum fortíðarljóma gramsar hún í
fataskáp. Hún heldur á nælonsokk sem hún skoðar af
alvörugefinni íhygli. Á plakatinu stendur stórum stöfum:
„Make-do and mend.“ Sýndu nægjusemi og bættu það sem
þú átt.
Fataskömmtun hófst í Bretlandi sumarið 1941. Til-
gangur hennar var að tryggja að takmarkaður varningur-
inn dreifðist jafnt til allra á tímum er mikill skortur ríkti.
Sem lið í fataskömmtuninni hleyptu bresk yfirvöld af
stokkunum átaki undir slagorðinu „make-do and mend“
þar sem fólk var hvatt til að sýna nægjusemi og laga fatnað
frekar en að kaupa nýjan.
Stutt í veskið
Í dag verður opnuð í Smáralind verslun sem færir íslenska
neytendur enn einu skrefi fjær því að þurfa nokkurn
tímann að stoppa í sokka, laga saumsprettu og sýna
nægjusemi. Koma H&M til landsins er að mörgu leyti
fagnaðarefni. Hverjum finnst gaman að stoppa í sokka?
Opnun fatakeðjunnar er þó tilefni til að staldra við.
Í neyslusamfélagi samtímans er stutt í veskið. Við
teygjum okkur ekki aðeins í það þegar komið er gat á
sokkana og okkur vantar nýja heldur einnig þegar sokka-
skúffan er stútfull af stráheilum pörum. Yfirfull sokka-
skúffa inniheldur hins vegar annað og meira en sokka.
Apar og Jón Sigurðsson
Peningar eru kannski skáldskapur. Það sem þeir standa
fyrir er það þó ekki.
Frasinn „time is money“, eða tími er peningar, er flestum
kunnur. En ef tími er peningar, eru þá peningar ekki tími?
Ruslahaugar veraldarinnar eru fullir af lítið notuðum
fatnaði, flatskjáum sem enn virka og brauðgerðartækjum
sem aldrei voru notuð; hlutum sem eitt sinn voru keyptir
fyrir peninga sem einhver fékk í skiptum fyrir tíma sinn
– tíma sem ekki var varið með fjölskyldu eða vinum, tíma
sem ekki fór í að sinna hugðarefnum, tíma sem aldrei
kemur til baka.
Homo sapiens er eina dýrategundin sem getur tjáð sig
um hluti sem ekki eru til. Api léti aldrei af hendi banana í
skiptum fyrir loforð um hundrað banana í himnaríki að
lífinu loknu. Api léti aldrei banana af hendi fyrir pappírs-
snepil með mynd af Jóni Sigurðssyni.
Í tilefni opnunar H&M í dag er rétt að velta fyrir sér
visku fortíðar; annars vegar visku apans sem tæki aldrei
fram veskið í H&M, hins vegar nægjusömu húsfrúarinnar
á plakatinu sem gerði það ekki heldur. Því í hvert sinn sem
við afhendum tíma okkar í skiptum fyrir óþarfa sem endar
sem óbreytt rusl grafið í jörðu urðum við tíma okkar; við
urðum líf okkar. Við erum jörðuð þegar við erum öll. Er
ekki óþarfi að við séum grafin lifandi?
Viðskiptavinir
grafnir lifandi í H&M
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Skiptu um lit!
iGreen V4.02.02M
umgjörð
kr. 14.900,-
Með iGreen umgjörðum getur þú útbúið
þá litasamsetningu sem þú vilt.
Verslun á Íslandi stendur á tímamótum. Áskoranir mæta kaupmönnum úr mörgum áttum. Miklu munar um internetverslunina en í ofanálag þurfa íslenskir kaupmenn nú að glíma við alþjóðlegar verslunarkeðjur sem hingað
sækja í auknum mæli.
Á síðustu misserum hefur fjöldi alþjóðlegra fyrir-
tækja haslað sér völl á okkar litla markaði. Fyrst Bau-
haus, svo Costco og nú síðast H&M. Útlend merki eru
í sjálfu sér engin nýlunda. Breytingin felst í því að nú
reka hin alþjóðlegu risafyrirtæki verslanirnar sjálf,
milliliðalaust, en ekki með sérleyfissamningum eins
og hingað til hefur nánast undantekningarlaust tíðkast
með þekkt útlend vörumerki eins og Zara, Sports
Direct, Topshop og Debenhams.
Hingað til hafa alþjóðleg stórfyrirtæki vafalaust litið
á Ísland sem of lítinn bita. Þau hafa einfaldlega ekki
talið borga sig að opna verslanir hér á landi.
Augljóst er hvað hefur breyst – ferðamannafjöldinn.
Ísland er ekki lengur einangruð eyja í norðri heldur vin-
sæll áfangastaður ferðamanna sem gjarnan vilja gera
sín innkaup á stöðum sem þeir þekkja. Ísland er líka, og
sennilega sérstaklega í tilviki Costco, áhugaverður til-
raunamarkaður. Hér má prófa nýjungar og æfa sig áður
en haldið er á stærri alþjóðlega markaði.
Innlendir kaupmenn hafa heldur betur fundið fyrir
samkeppninni á undanförnum mánuðum. Gengi Haga,
stærsta verslunarfyrirtækis landsins, hefur hríðfallið
í Kauphöllinni, og olíufélögin hafa sömuleiðis átt í
vandræðum. Þá eru ótalin fyrirtæki sem ekki eru skráð
á markað og þurfa ekki að birta rekstrarniðurstöður
sínar.
Kaupmennirnir þurfa ekki bara að etja kappi við
nýja alþjóðlega keppinauta, heldur einnig internetið.
Heimurinn er skyndilega innan seilingar fyrir íslenska
neytendur. Skórnir sem þú skoðar á netinu geta verið
komnir upp að dyrum daginn eftir. Kostnaður við send-
ingu og opinber gjöld eru miklu minni en áður.
Áhugavert hefur verið að fylgjast með þessum breyt-
ingum dynja yfir. Þeir sem fyrir voru á markaðnum
hafa reynt að undirbúa sig. Hagar hafa til að mynda
minnkað verslanir sínar og hætt að selja föt. Óljóst er
hvort þessar breytingar skili tilætluðum árangri.
Hvað neytendur varðar hefur verið athyglisvert að
fylgjast með hversu mikils pirrings virðist gæta út í rót-
gróin verslunarfyrirtæki hér á landi. Það hlýtur að vera
áhyggjuefni, að neytendur hafi það á tilfinningunni að
á þeim hafi verið okrað. Vissulega er rétt að innlendir
kaupmenn líða fyrir smæðina í samkeppni við erlenda
risa. Þeir hafa líka búið við há opinber gjöld og von-
lausan gjaldmiðil.
Það skýrir hins vegar ekki allt.
Íslenskra kaupmanna bíður það verkefni að endur-
heimta traust neytenda í breyttu rekstrarumhverfi.
Tíminn leiðir í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar
að lokum.
Gerbreytt staða
2 6 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R16 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
SKOÐUN
2
6
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
9
3
-E
F
9
8
1
D
9
3
-E
E
5
C
1
D
9
3
-E
D
2
0
1
D
9
3
-E
B
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
2
0
s
_
2
5
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K