Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 42
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Þar sem ég ólst upp gátum við krakkarnir tínt rifsber og sólber að vild og einnig var stutt fyrir okkur að fara í berjamó. Með aldrinum áttaði ég mig á því að hægt væri að nota þessi ber til matargerðar og búa til eitthvað skemmtilegt. Ég fór því að stúdera hlaup og sultur og hef nú sultað á haustin í mörg ár,“ segir Bjarni Þór Sigurðsson, verkefnisstjóri og stjórnarmaður í VR. Hann er með ræktarlega rifs- berjarunna í garðinum sínum í Vesturbænum og bak við húsið er opið svæði sem íbúarnir hafa tekið í fóstur. „Þar er búið að gróðursetja ýmiss konar berjarunna, svo sem brómberja-, sólberja- og hindberja- runna. Á sama svæði vex rabarbari og hægt er að fá margar uppskerur af honum yfir sumarið ef fólk nennir að hugsa um hann. Mér finnst gaman að nota það sem vex í kringum okkur og nota í matargerð eftir því sem hægt er. Umhverfisvænna getur það varla orðið,“ segir Bjarni Þór brosandi. Barnabörnin eru liðtæk við berjatínsluna og segir hann að áður fyrr hafi sonurinn og vinir hans tínt ber og fengið rifsberjahlaup í krukku að launum. „Það vakti alltaf mikla lukku,“ rifjar Bjarni Þór upp. Rifberjatíminn í hámarki Rifsberjatíminn stendur nú sem hæst og er útlit fyrir góða uppskeru í ár, að mati Bjarna Þórs. „Berin eru rauð og falleg, vítamínrík og sæt svo núna er einmitt rétti tíminn til að tína þau. Mín reynsla er sú að þegar berin hafa náð góðum þroska og orðin mjög sæt þurfi minni sykur til að búa til hlaup og sultur. Þó er mikilvægt að láta græn- jaxla og stilka fylgja með svo að hlaupið hlaupi. Ég bý alltaf til sama grunninn úr berjunum en skipti honum svo í nokkra hluta, læt þá hugmyndaflugið ráða og krydda og bragðbæti með því sem mér dettur í hug. Málið er bara að prófa sig áfram. Rifsberjahlaupið er sérlega ljúffengt með ostum og kexi og mér finnst það ómissandi með rjúpunni á jólunum. Ekki má gleyma að tína falleg ber úr og setja í frysti og nota svo sem skraut með jólamatnum. Þetta er miklu einfaldara en margir halda og tekur ekki langan tíma,“ segir Bjarni Þór. Rifsberjagrunnur 5 kg rifsber 800 ml vatn Setjið rifsber og vatn í pott og látið suðuna koma upp. Látið sjóða í um 30 mín. Notið kartöflupressu til að pressa berin lítillega. Setjið allt í grisju og látið vökvann leka í pott eða stóra könnu. Þetta ætti að taka um 5-6 klukkustundir. Takið hratið frá. Rifsberjahlaup 100 dl rifsberjagrunnur 100 g sykur (má vera minna) Chili Engifer Mynta Setjið rifsberjagrunn og sykur í pott og látið suðuna koma upp. Bætið chili, engifer og myntu út í, annað hvort öllu saman eða sínu í hverju lagi, allt eftir smekk. Látið bullsjóða í 2-3 mín. Setjið á krukkur. Mikilvægt er að krukk- urnar séu tandurhreinar og þær er best að sjóða í 2-3 mínútur fyrir notkun. Rifsberjatíminn í hámarki Á hverju hausti býr Bjarni Þór Sigurðsson til dýrindissultur og hlaup úr rifsberjum. Hann segir það einfaldara en margir halda og mælir með því að prófa sig áfram og láta hugmyndaflugið ráða. „Mér finnst gaman að nota það sem vex í kringum okkur og nota í matar­ gerð eftir því sem hægt er. Umhverfis ­ vænna getur það varla orðið,“ segir Bjarni Þór. MYND/ANTON BRINK Rifsberjahlaupið er einkar ljúffengt með ostum. MYND/BJARNI ÞÓR Ívar Uggi Lovísuson hjálpar afa sínum að tína rifsber. MYND/BJARNI ÞÓR Rabarbarapæið hentar vel með kaffinu eða sem eftirréttur. MYND/ ANTON BRINK ZÚMBA Mán. og fim. kl: 14:10 6 vikur 19.000 kr. VATNSLEIKFIMI Mán. og mið. kl: 11:30 12 vikur 35.000 kr. MORGUNJÓGA Mið. og fös. kl: 10:00 12 vikur 35.000 kr. STÓLALEIKFIMI Mán. og mið. kl: 16:10 12 vikur 29.000 kr. MJÚK LEIKFIMI Þri. og fim. kl: 15:10 12 vikur 35.000 kr. STYRKJUM BEININ Þri. og fim. kl: 11:00 12 vikur 49.000 kr. ( HEIMA Heilsa – Vellíðan – Daglegt líf Veldu hreyfingu sem hentar þér og komdu þér af stað í heilsusamlegan lífsstíl. Opinn kynningarfundur mánudaginn 28. ágúst kl. 17 í Sóltúni 2, 105 Reykjavík. Námskeiðin hefjast 4. september. SKRÁNING HAFIN NÁNARI UPPLÝSINGAR: Sími 563 1400 soltunheima@soltunheima.is www.soltunheima.is HÓPATÍMAR FARA FRAM Í 105 REYKJAVÍK Á EFTIRFARANDI STÖÐUM: • ÍFR, Hátúni 14 • Sundlaug Sjálfsbjargar, Hátúni 12 • Þórshamri, Brautarholti 22 • Sóltúni 2 PO RT h ön nu n Eldri • Sterkari • • Hraðari • Rabarbarapæ Fylling 500 g saxaður rabarbari 100 g sykur 2­3 msk. hveiti eða spelt eða kart­ öflumjöl 100 g rifsber 100 jarðarber Engifer að smekk, rifinn eða fínt saxaður Mulningur 100 g haframjöl 200 g hveiti 200 g hrásykur 250 g ósaltað smjör 1 tsk. kanill Skolið rabarbarann og setjið í skál. Stráið sykri yfir, bætið við engiferi og látið standa í 2-3 klst. Bætið þá við rifsi og jarðarberjum og loks hveitinu. Blandið vel saman. Setjið í eldfast mót sem er búið að smyrja með olíu eða smjöri. Látið bíða í smá stund. Blandið vel saman haframjöli, hveiti, hrásykri og smjöri í skál og hnoðið saman með höndunum. Hellið yfir rabarbarablönduna. Sáldrið kanilsykri yfir. Bakið í forhituðum ofni við 190°C í 40-50 mín. eða þar til deigið er orðið gullinbrúnt. Berið fram með rjóma, ís eða grískri jógúrt eða þessu öll, eftir smekk. Rifsberjasaft Notið hratið sem verður til úr rifsberjagrunninum. Setjið einn hluta af vatni á móti einum hluta af hrati. Látið sjóða saman í um 30 mínútur. Síið hratið frá vökvanum og setjið saftina á flöskur. Gott er að blanda saftinni saman við til dæmis sódavatn. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . ÁG Ú S T 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 6 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 4 -7 9 D 8 1 D 9 4 -7 8 9 C 1 D 9 4 -7 7 6 0 1 D 9 4 -7 6 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 2 5 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.