Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 36
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Eftir fárviðri, skipsskaða og manntjón, sem urðu við bæjardyrnar í byrjun tuttugustu aldar, rann aðstöðu- leysið við höfnina Reykvíkingum til rifja. Hafnarsjóður hafði að vísu verið stofnaður 1856 en menn veltu lengi vöngum yfir því hvernig og hvar hafnarmann- virkjunum væri best komið fyrir,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sem eiga og reka Reykjavíkurhöfn, Akraneshöfn, Borgarneshöfn og Grundartanga- höfn. Gísli segir vakningu hafi orðið meðal íslensku þjóðarinnar með tilkomu heimastjórnarinnar 1904. „Þá fóru landsmenn að taka innviði samfélagsins í eigin hendur og var hafnargerðin stærsta verkefnið sem ráðist var í. Framkvæmdir hófust 1913 og var fyrsti áfangi hafnarinnar tilbúinn í nóvember 1917. Hafnargerðin markaði tímamót fyrir uppgang þjóðarinnar. Til varð flutninga- fyrirtækið Eimskip árið 1914 og þrátt fyrir fyrri heimsstyrjöldina, harðan vetur og spænsku veikina 1918, kom að því að Ísland varð fullvalda 1. desem ber 1918. Þar skipti höfnin og aðrir innviðir sköpum og frá þeim tímapunkti fóru menn að taka flugið inn í nútímann; með byggingu brúa, samgöngumannvirkja, skóla- bygginga og sjúkrahúss.“ Hafnargerðin var stórvirki á íslenskan mælikvarða og réttu verkfærin skorti. „Fluttar voru inn tvær eim- reiðar ásamt miklum gufukrana til að vinna grjót úr Öskjuhlíð. Grjótið var flutt með lestum niður á Granda og Ingólfsgarð þar sem það var höggvið til af verka- mönnum sem lögðu á sig ótrúlegt erfiði við hleðslu varnargarð- anna. Ekki var mikið umleikis í atvinnulífi Reykvíkinga á þessum árum og varð hafnar- vinnan því mikilvægur þáttur í bæjarlífinu þar sem Dagsbrún gerði sína fyrstu kjarasamninga vegna hafnarvinnunnar,“ segir Gísli um ógnarstórt mannvirkið sem margir efuðust um í fyrstu en hefur alla tíð sýnt að marg- borgaði sig. Einstök höfuðborgarhöfn Hafnargerðin var mikil lyftistöng fyrir höfuðborgina. „Áður lágu stærri bátar, skip og skútur þar sem kallað er á Ytri höfninni og gátu hvergi lagt að bryggju. Tækin sem notuð voru við hafnargerðina voru með viðkomu í Viðey þaðan sem þau voru flutt á pramma yfir til Reykjavíkur, en annars voru almennar vörur losaðar í smærri báta og landað við bryggjustúfa sem kaupmenn í Reykjavík áttu. Vélbátaöldin var gengin í garð og síðan togara útgerðin, en Reykja- víkurhöfn var forsenda þess að hér óx gríðarmikil togaraútgerð sem hafði stórtæk áhrif á þróun borgarinnar. Atvinna við höfnina tók flug, í kringum hana uxu og döfnuðu fyrirtæki, og við Báru- götu, Öldugötu, Vesturgötu og fleiri götur í grennd við höfnina spruttu upp fallegar byggingar, enda voru menn fjáðari en áður,“ útskýrir Gísli. Reykjavíkurhöfn liggur frá allri Örfirisey, meðfram Mýrargötu og Miðbakka, og framan við Hörpu; alls liðlega sextíu hektarar. Höfn- inni var vel valinn staður út frá mörgum sjónarhornum. „Höfnin var vel skýld og þjónaði þéttbýlinu sem var að myndast í miðbæ Reykjavíkur. Fram á 7. áratuginn fór allur inn- og útflutningur um höfnina, eða þar til Eimskip og skipadeild Sambandsins fluttu í Sundahöfn. Enn standa frystihús við höfnina og þótt menn hafi í þá daga ekki velt vöngum yfir umhverfis- málum er vitaskuld hagkvæmt að vera með hafnarstarfsemi sem næst þeim markaði sem hún þjónar. Þannig er Reykjavík eina höfuðborgarhöfn Evrópu þar sem enn er stunduð lifandi útgerð og fiskvinnsla, sem er atvinnu-, menningar- og sögulega mikil- vægt að varðveita til lengri tíma.“ Líflegt á hafnarbakkanum Reykjavíkurhöfn hefur frá fyrstu tíð þróast í takt við nýja tíma og staðist tímans tönn. „Margt hefur breyst á heilli öld,“ segir Gísli. „Mesta breyt- ingin varð þegar flutningaskipin fóru yfir í Sundahöfn og breyting á fiskveiðum hefur líka orðið mikil. Smábátum hefur fækkað en togarar orðið stærri og full- komnari. Eftir sem áður er höfnin góð fyrir þá starfsemi sem hún getur sinnt og í skjóli fiskvinnslu, útgerðar og slippsstarfsemi hefur bæst við hafsækin ferðaþjónusta, skemmtiferðaskip og menning á hafnarbökkunum. Sá aðili sem hefur sennilega verið samfleytt og lengst í Gömlu höfninni er Landhelgisgæslan, sem hefur þar verið með heimahöfn frá árinu 1926.“ Reykjavíkurhöfn er réttnefnd menningarhöfn og hefur áhugi á höfninni og hafnarlífinu vaxið hratt á undanförnum áratug. Gísli segir það fagnaðarefni. „Hafnarlíf í miðri höfuð- borginni er einstakt og heillandi. Í gamla daga var hafnarrúnturinn sjálfsagður hluti af lífinu en nú hefur hann vaknað að nýju eftir að við opnuðum svæði hafnar- innar sem er eðlilegt að almenn- ingur hafi aðgang að. Önnur svæði þurfa að vera lokuð út frá hinni hörðu hafnarstarfsemi sem þar fer fram. Á sjó og landi er höfnin stór þáttur í bæjarlífinu en til að halda sjarmanum þurfum við að vanda okkur með þróun hafnarinnar til lengri tíma.“ Minningar kvikna og lifa Formlegur afmælisdagur Reykja- víkurhafnar er 16. nóvember. „Reykjavíkurhöfn, og frá 1914 Gamla höfnin, var megingátt þjóðarinnar fyrir gesti og utan- ferðir Íslendinga um aldarskeið. Gullfoss sigldi héðan til Kaup- mannahafnar og á hafnarbakk- anum gerðust sögulegir viðburðir eins og hernámið, þegar hand- ritin komu heim og svo Nóbels- skáldið árið 1955. Minningarnar er mikilvægt að varðveita og þótt hlutverk hafnarinnar breytist má mikilvægi hennar ekki minnka,“ segir Gísli. Faxaflóahafnir leggja nú allt kapp á að fá umhverfisvottun á afmælisárinu og innleiða af því tilefni ISO 14001-umhverfis- stjórnunarkerfi. Verður Reykja- víkurhöfn fyrsta höfn landsins til að ná þeim áfanga. „Það er tímanna tákn í hafnar- starfsemi að koma sér í umhverf- isvottaða starfsemi, enda koma fá fyrirtæki jafn víða að í umhverfis- málum og hafnir. Árlega munum við planta að minnsta kosti hektara af trjám á Grundartanga, en þar er fyrir mikil skógrækt, og við höfum haldið grænt bókhald frá árinu 2006. Þá eru Faxaflóa- hafnir eitt 130 íslenskra fyrir- tækja sem hafa skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsa- tegunda samkvæmt Parísarsam- komulaginu. Við mælum reglu- lega sjávargæði og gætum þess að mengandi efni séu ekki látin í höfnina, sem hefur tekist vel. Þá leggjum við metnað í frágang opinna svæða, útblástur skipa og dýpkun hafnarinnar sem fer eftir ákveðnum ferlum,“ útskýrir Gísli. Faxaflóahafnir og Hafnasam- band Íslands hafa einnig skrifað undir áskorun The Arctic Com- mitment um bann við notkun á svartolíu í Norðurhöfum. „Svartolía er næsti bær við kol og enn er svartolía á of mörgum íslenskum skipum. Útgerðin hefur þó verið nokkuð framsækin því útgerðarmenn skilja að ganga þurfi vel um hafið til að eiga möguleika á nýtingu auðlinda þess. Við munum því sjá fleiri skip sem ganga fyrir fljótandi gasi á næstu árum, og skemmtileg en alls ekki óraunhæf framtíðarsýn eru rafmagnsbátar og væri frá- bært ef hafsækin ferðaþjónusta og náttúrulífsferðir notuðu báta sem knúnir væru með rafmagni.“ Sjá faxafloahafnir.is til að skoða afmælisdagskrá Faxaflóahafna á afmælisárinu. Framhald af forsíðu ➛ Reykjavíkurhöfn í byrjun síðustu aldar. Þá lágu stærri bátar, skip og skútur þar sem kallað er á Ytri höfninni og gátu hvergi lagt að bryggju í höfuðstaðnum. Verkamenn í grjótnáminu í Öskjuhlíð við hafnargerðina 1913-1917. Pioneer-eimreiðin sem notuð var til grjótflutninga. Við hlið hennar standa eimreiðarstjórarnir Guðmundur Guðmundsson og Páll Ásmundsson. Við upphaf hafnargerðarinnar í Reykjavík 1913. Byrjað að leggja Grandagarð. MYNDIR/ÚR LJÓSMYNDASAFNI FAXAFLÓAHAFNA Það voru stór tímamót þegar bátar og skip gátu loks lagst að bryggju í Reykjavík og við tók öflug togaraútgerð sem hafði mikil áhrif á uppbyggingu í borginni. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . ÁG Ú S T 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 6 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 4 -5 7 4 8 1 D 9 4 -5 6 0 C 1 D 9 4 -5 4 D 0 1 D 9 4 -5 3 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 2 5 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.