Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 24
Sr. Vigfús Bjarni Albertsson starfar sem sjúkrahús-prestur á Landspítalan-um. Hann er landskunnur frá því hann tók ákvörðun um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á síðasta ári. Færri vita að hann starfaði um árabil sem lögreglumaður með námi. Í starfi lögreglumannsins fann hann fyrir löngun til að þjóna fólki í erfiðum aðstæðum. Verða því að gagni. Hann fylgdi löngun sinni og tók M.th.-próf í sálgæslu frá Luther Seminary í St. Paul í Banda- ríkjunum. Hann hefur frá því hann hóf störf sem sjúkrahúsprestur árið 2005 öðlast víðtæka reynslu af því að starfa með foreldrum sem misst hafa barn. „Ég fékk símhringingu frá lög- reglustjóranum um kvöld í vetur. Þá var hafin leit að Birnu heitinni og ég beðinn um að hjálpa fjölskyldu hennar í þessum erfiðu aðstæðum. Ég hef fylgt fjölskyldunni síðan þá,“ segir Vigfús. „Lögreglan finnst mér hafa staðið sig vel, verklagið einkenndist af auðmýkt gagnvart aðstandendum. Ég fann fyrir mikilli hlýju og getu til að hlusta.“ Í vikunni sendi hann frá sér orð- sendingu á Facebook að beiðni foreldra Birnu. Vigfús minnti á að sumar lýsingar sem fram koma í meðferð máls Birnu væru þess eðlis að þær ættu ekki erindi við almenn- Bataferli í kringum áföll af mannavöldum er erfitt að sögn séra Vigfúsar Bjarna Albertssonar sjúkrahúsprests, sem hefur aðstoðað fjölskylduna frá upphafi í vetur. FréttABlAðið/Vilhelm Illskan og hugrekkið til að sýna kærleik Séra Vigfús Bjarni Albertsson hefur stutt fjölskyldu Birnu heitinnar Brjánsdóttur frá því í vetur. Hann segir hvort tveggja mikil- vægt að: Að horfast í augu við illsku og hafa hugrekki til að sýna kærleika. Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, vill að þjóðin varð- veiti minningu Birnu í málsmeðferðinni. ing. Þær yllu óbærilegum sársauka og sköpuðu hryllilegar myndir í hugskoti fjölskyldumeðlima. Vig- fús kom þeirri ósk foreldranna áleiðis að fjölmiðlar fari gætilega í lýsingum sínum. „Bataferli í kringum áföll af mannavöldum eru erfið. Ég held að fólk skilji vel þessa beiðni, þau eru ekki að biðja um að atvikum sé leynt eða því sleppt að fjalla um þau. Þau biðja einfaldlega um að þær upplýsingar sem eigi alls ekki erindi við almenning rati ekki í fréttir. Fjölmiðlar hafa frá upp- hafi staðið sig ákaflega vel og fjöl- skyldan kann að meta starf þeirra í heildina. Það eru margar hliðar á þessu og það sem er mikilvægt er að frá byrjun upplifðu ástvinir Birnu samhug og stuðning þjóðarinnar. Fín lína Fjölmiðlar og lögregla unnu ákaf- lega vel saman að því að veita upplýsingar um málið. Birna varð stúlkan okkar. Skyldu fjölmiðla sinntu blaðamenn í heildina vel. Við verðum samt öll að geta tekið gagnrýni. Það sem er erfitt núna er að heyra grafískar lýsingar sem eru aukaatriði málsins og atvika en auka mjög á hrylling ástvina sem ímynda sér síðustu stundir dóttur sinnar. Þetta er fín lína sem er auð- velt að fara yfir,“ segir Vigfús. „Það er bæði mikilvægt að horfast í augu við illskuna. Fjalla um hana og hafa hugrekki til að sýna kærleika. Að gera ekki meira en okkur ber skylda til. Að særa ekki að óþörfu. Við þurfum öll að æfa okkur í þessu,“ segir Vigfús. „Álagið er mikið núna og sérstak- lega þegar upplýsingar koma fram við málsmeðferðina sem fjölskyldan heyrir í fyrsta sinn,“ bætir hann við. Vigfús nefnir að bataferli í kring- um áföll af mannavöldum séu erfið. „Það er einhver manneskja sem er völd að missinum og sorginni og því fylgir tilfinning að hafa ekki stjórn. Það er virkilega erfitt.“ Starf Vigfúsar í aðstæðum sem þessum er víðtækt. „Ég hjálpa Við Verðum samt öll að geta tekið gagn- rýni, það sem er erfitt núna er að heyra graf- ískar lýsingar sem eru aukaatriði málsins og atVika en auka mjög á hrylling ástVina. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ↣ 2 6 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R24 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð 2 6 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 4 -3 9 A 8 1 D 9 4 -3 8 6 C 1 D 9 4 -3 7 3 0 1 D 9 4 -3 5 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 2 5 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.