Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 118
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Lífið í
vikunni
18.08.17-
24.08.17
Juvenile er oft tengt alvarlegum hlutum, eins og juvenile fangelsi í Bandaríkjunum – mig langaði til að nota þann titil og setja fyrir aftan það bliss, sem er svona sjúklega
„joyful“ augnablik. Þaðan kemur
titillinn inn og hóparnir sem ég
er að mynda eru tvær kynslóðir
sem lifa óhefðbundnu lífi á einhvers
konar jaðri,“ segir ljósmyndarinn
Þórsteinn Sigurðsson, eða Xdeath
row, sem opnar í næsta mánuði
ljósmyndasýninguna Juvenile Bliss.
Sýningin verður haldin í gömlu Rak
arastofunni á Klapparstíg. Juven
ile bliss er samansafn mynda af
tveimur hópum sem Þórsteinn elti
um og eiga það sameiginlegt að vera
á jaðrinum.
Þórsteinn segir myndirnar oftast
nær hlutlausar, að hann stilli engum
upp og reyni frekar að vera eins og
fluga á vegg.
„Í fyrri hópnum eru vinir mínir, í
raun er ég að vinna heimildarljós
myndun á eigin félagsskap og þar er
svona graff, skeit og pönk element
í gangi. Ég hef alltaf leitað í þannig
fólk og tek mest eftir þannig fólki.
Síðan var ég að mynda 15 til16 ára
krakka í vetur og sumar sem ég fékk
að kynnast og sem hleyptu mér inn
í sínar aðstæður.
Ég er mjög kaotískur þegar kemur
að þessari vinnu minni – ég bý ekki
til konsept sem ég fylgi síðan fast
eftir. Þetta er meira eitthvað sem er
búið að vera að gerast og einhvers
konar framlenging af sjálfum mér,
því lífi sem ég lifi og því fólki sem ég
umgengst og kynnist.
Þessar myndir eru teknar alveg frá
2006 og til dagsins í dag. Mig langaði
til að hnýta saman tvær kynslóðir
sem mér fannst eitthvað spenn
andi við, eitthvað mjög tært sem ég
hrífst af. Það er svona pönk element
í báðum þessum hópum sem ég er
búinn að vera að mynda, það sem er
sameiginlegt í þessum hópum er að
hvorugur hópurinn fer eftir þessum
„basic“ reglum um hvernig á að vera
sem einstaklingur, hvað er skyn
samlegt fyrir þig og hvað ekki. Það
er ákveðin framlenging af sjálfum
mér – ég hef farið eftir eigin leiðum
í lífinu og það er bara allt í lagi, það
gengur bara ágætlega hjá mér.“
Hvernig kynntist þú yngri hópn
um?
„Í fyrstu voru þetta strákar, þrí
burar, sem ég sá einhvers staðar
niðri í bæ. Ég vissi upphaflega ekki
að þeir væru þríburar en síðar
komst ég að því. Ég hafði bara sam
band vegna þess að ég fílaði stílinn
þeirra – fatastílinn, útlit þeirra, ég
fílaði að þeir voru þríburar og að
þeir væru að skeita. Síðan í fram
haldinu kynntist ég hópnum þeirra.
Að sjálfsögðu þurfti ég að setja mig í
samband við foreldra þeirra og gera
þetta ábyrgt – það er auðvitað pínu
skrítið ef einhver 29 ára gaur fer að
hanga með börnum í 10. bekk.
Þetta var alveg ákveðið verkferli,
ég þurfti alveg að setja sjálfan mig
á professional level til að geta gert
þetta. Ég vildi líka skilja eitthvað
eftir mig hjá þeim – ég vildi setja
þau á stall sem mér finnst þau eiga
skilið að vera á út af því að t.d. hjóla
brettamenning á Íslandi er alveg
fáránleg – borgin er t.d. að byggja
sparkvelli úti um allt en svo eru það
þessir krakkar sem verða útundan.
Ég vildi peppa þessa krakka og sýna
þeim að þau væru að gera eitthvað
sem aðrir tækju eftir, að þau væru
ógeðslega kúl og samþykkt. Ég held
reyndar að þau hafi vitað það áður
en ég fór að vinna með þeim – það
er mikil jákvæðni þarna og þetta er
nettur hópur – en ég vildi setja minn
punkt þarna með að mynda þau á
minn hátt og setja fram sýningar
með þeim í aðalhlutverki og á stað
þar sem ég er að líta upp þeirra.“
Á sýningunni verða til sölu bækur
og bolir í takmörkuðu upplagi. Það
er Bobby Breiðholt sem sér um alla
hönnun á sýningunni en Þórsteinn
segir mikinn heiður að vinna með
honum enda sé hann hönnuður á
heimsmælikvarða. Sýningin Juven
ile Bliss verður opnuð þann 9. sept
ember. stefanthor@frettabladid.is
Æskunnar sæla á
ljósmyndasýningu
Ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson eða Xdeathrow setur upp
ljósmyndasýninguna Juvenile Bliss þar sem hann sýnir myndir af
tveimur svipuðum hópum ungmenna frá mismunandi tímum.
Mig Langaði tiL að
hnýta SaMan tvÆr
kynSLóðir SeM Mér fannSt
eitthvað Spennandi við,
eitthvað Mjög tÆrt SeM ég
hrífSt af.
Sýning Þórsteins verður á Rakarastofunni á Klapparstíg. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
Vorum að taka upp nýja sendingu af spennandi
vörum frá Calvin Klein, Boss og Kenzo.
KOMDU OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
RÚMFÖT,
BAÐSLOPPAR
OG HANDKL ÆÐI
íhugar að Stofna
hönnunarfyrirtÆki
Fyrir um tveimur árum fór hin 11
ára Alba Mist að dunda sér við
að hanna skartgripi fyrir sig og
mömmu sína en í dag hafa svo-
kallaðar „tassle“-eyrnalokkar sem
hún býr til vakið lukku hjá fólki í
kringum hana.
vinnur að handriti
Með hobbitaStjörnu
Silla Berg er handritshöfundur úr
Vestmannaeyjum sem vinnur nú
að handriti með
Hollywood-leik-
aranum Manu
Bennett.
Samstarfið
spratt upp
úr Facebook-
skilaboðum
– Silla sá að
Manu var staddur í
Vestmannaeyjum og hún bauðst
til að sýna honum eyjuna.
vekur fóLk tiL
uMhugSunar
Ljósmyndarinn Helga Nína Aas
hefur undanfarna
daga birt ljós-
myndir sínar
af íslenskum
konum í
sundfötum
á Instagram.
Ljósmynd-
irnar eru unnar
í samstarfi við
bandaríska vefinn Refinery 29
og verkefnið á að vekja fólk til
umhugsunar um líkamsímynd.
ný hverfiSbúð í
grafarvogi
Kaupmaðurinn Davíð Þór Rúnars-
son hefur fylgst með íslenska
verslunarmarkaðinum undanfarið
og blöskrar ósanngjarnt vöruverð
og vöntun á þjónustu.
2 6 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R66 L í f i ð ∙ f R É t t A B L A ð i ð
2
6
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
9
4
-0
3
5
8
1
D
9
4
-0
2
1
C
1
D
9
4
-0
0
E
0
1
D
9
3
-F
F
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
2
0
s
_
2
5
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K