Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 45
Við leitum að öflugum sölustjóra í sóknarsölu á vörum fyrir heilbrigðisstofnanir
Starfssvið
• Skipulagning sölu og vörukynninga fyrir heilbrigðisstofnanir um land allt
• Kynna heilbrigðisstofnunum og fagfólki vörur og þjónustu
• Ábyrgð á vörumerkjum og samskipti við erlenda birgja
• Önnur störf að sölu- og markaðsmálum tengd ofangreindu
Hæfniskröfur
• Góð reynsla af sölu og ráðgjöf til stofnana er nauðsynleg
• Lausnamiðaður einstaklingur með frumkvæði, kraft og vönduð vinnubrögð
• Á auðvelt með mannleg samskipti og að koma fram og kynna vörur og tæknibúnað
• Hefur hæfileika til að sjá ný tækifæri og skipuleggja sókn í sölu
• Fagleg vinnubrögð og menntun sem nýtist í starfi
• Hefur gott vald á íslensku og ensku
Áhugasamir, sem uppfylla ofangreind skilyrði og vilja starfa hjá framsæknu fyrirtæki, eru hvattir til að senda umsókn
fyrir 7. september með starfsferilsskrá ásamt mynd á agnar@eirberg.is merkt Sölustjóri. Umsóknir verða mótteknar
sem trúnaðarmál. Gert er ráð fyrir að sölustjóri hefji störf um áramótin eða fyrr. Um er að ræða mannaforráð og
tækifæri til að taka þátt í vaxandi starfsemi með góðu teymi heilbrigðismenntaðs starfsfólks.
Sölustjóri á Heilbrigðissviði
Leitum að sóknarmanni í samstillt teymi
Eirberg er eitt af 40 vinsælustu fyrirtækjum landsins 2017 skv. könnun sem gerð var
á vegum Frjálsrar verslunar og yfir 30.000 manns fylgjast með okkur á Facebook.
Eirberg ehf. er framsækið innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem hefur á að skipa
fagmenntuðu starfsfólki. Markmið okkar eru að efla heilsu og auka lífsgæði,
auðvelda störf og daglegt líf. Vakin er athygli á því að Eirberg er reyklaus vinnustaður.
Vélfræðingur í stjórnstöð
Hjá Veitum er frábær starfsandi, mikil ánægja með stjórnendur og allur
aðbúnaður fyrsta flokks. Við leggjum mikla áherslu á jafnvægi vinnu og
einkalífs, sí- og endurmenntun og möguleika til að vaxa í starfi.
Við rekum stærsta veitukerfi landsins og hjarta kerfanna er í stjórnstöðinni
þar sem starfsmenn okkar gegna mikilvægu hlutverki við að halda
viðskiptavinum okkar í sambandi – alla daga.
Sem vélfræðingur í stjórnstöð ert þú hluti af teymi sem gengur vaktir,
stjórnar aðgerðum og vaktar kerfi Veitna og virkjana Orku náttúrunnar. Þú
tekur þátt í fjölbreyttum verkefnum, fylgist með helstu nýjungum í tækni
og tekur þátt í mótun og þróun kerfanna í samvinnu við hóp fagfólks sem
sinnir daglegum rekstri.
Öryggi er okkar hjartans mál og því er öryggisvitund mikilvæg meðal
starfsmanna okkar.
Samskiptafærni, drifkraftur, sjálfstæð vinnubrögð og yfirvegun eru
eiginleikar sem reynir á í þessu starfi. Ef þú býrð yfir slíkri færni sem og
tölvufærni og vinnur vel undir álagi væri frábært að fá umsókn frá þér.
Við tökum á móti umsóknum á www.veitur.is þar sem nánari upplýsingar
um starfið er að finna. Frekari aðstoð veitir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir
mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@veitur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 11. september.
Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins sem rekur vatnsveitu,hitaveitu, rafveitu og fráveitu þar sem
hver einasti starfsmaður er mikilvægur hlekkur í að veita viðskiptavinum okkar áreiðanlega þjónustu.
Við tökum jafnréttið alvarlega og viljum hafa fjölbreyttan hóp starfsmanna. Því hvetjum við jafnt
konur sem karla til að sækja um.
Kynntu þér vinnustaðinn Veitur á veitur.is og á Facebook
Það er mikið um að vera hjá okkur
„Heildarlengd lagnanna okkar
er svipuð vegalengdinni
frá Reykjavík til Shanghai.”
www.teogkaffi.is
HEFUR ÞÚ BRENNANDI ÁHUGA Á KAFFI OG TE?
Te & Kaffi leitar að starfsfólki til að bætast í hóp
okkar jákvæðu, duglegu og framúrskarandi
kaffibarþjóna sem fyrir eru á kaffihúsunum okkar.
Við leitum að einstaklingi sem hefur reynslu
af þjónustustörfum og brennandi áhuga
á öllu sem viðkemur kaffi og te.
Aldurstakmark er 18 ára.
Um framtíðarstarf er að ræða
Umsóknir berist á atvinna@teogkaffi.is
fyrir 1. september 2017
KAFFIBARÞJÓNAR ÓSKAST
Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984.
Landsmenn þekkja Te & Kaffi af því frábæra kaffi og tei sem
fyrirtækið hefur boðið upp á alla tíð. Í grunninn er kjarnastarfsemi
fyrirtækisins framleiðsla á kaffi, í fullkomnustu kaffibrennslu
landsins, og rekstur kaffihúsa sem eru tólf talsins.
Í DAGVINNU OG HLUTASTARF
ATVINNUAUGLÝSINGAR 3 L AU G A R DAG U R 2 6 . ÁG Ú S T 2 0 1 7
2
6
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
9
4
-5
7
4
8
1
D
9
4
-5
6
0
C
1
D
9
4
-5
4
D
0
1
D
9
4
-5
3
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
0
s
_
2
5
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K