Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 12
CCG As a christian church known by many from our internet page ccg.org, we know there is conciderable interest for our litter- ature in Iceland. Because of this we would like to conduct a seminar for interested persons this autumn. If anyone would like to meet with us, please contact us at secretary@ccg.org Yfirlýsing frá CoverGlobal oy Finnlandi CoverGlobal oy tilkynnir hér með öllum viðskiptavinum á Íslandi með ólokna samninga um handrið eða svalalokun úr Cover efni að þann 14. ágúst 2017 sleit CoverGlobal oy einkaleyfissamningi sínum við Gler og Brautir Intl. ehf., Skútuvogi 10B, 104 Reykjavík, sem var þáverandi einkaleyfishafi á Íslandi fyrir Cover vörur. Ekki hefur verið unnt að komast í samband við alla viðskiptavini með undir- ritaðan samning gerðan við einkaleyfishafa fyrir 14. ágúst 2017. Allir við- skiptavinir eru hvattir til að láta CoverGlobal oy vita um stöðu samnings þeirra til að tryggja afhendingu viðkomandi Coverkerfis ásamt ábyrgð. Vinsamlegast sendið tölvubréf ásamt ljósriti af samningi og upplýsingum um greiðslur sem inntar hafa verið af hendi og stöðu verksamnings og afhendinar til Juhana.Berner@coverglobal.com og cc til thuridurhalldorsdottir@gmail.com Öll vinna og uppsetningar með Cover efni eftir 14. ágúst 2017 er ólögleg ef hún hefur ekki verið samþykkt fyrirfram af CoverGlobal oy eða gerð með þeirra leyfi. Varðandi allar nýjar pantanir eða staðfestingu á þegar gefnum tilboðum eru viðskiptavinir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Þuríði Halldórsdóttur hdl., Hátúni 6a, 105 Reykjavík. Sími 7775729. Netfang: thuridurhalldorsdottir@gmail.com Birt samkvæmt umboði undirrituðu af Päivi Rajamäki, CEO CoverGlobal Ltd. LögregLumáL  „Það sem þarf að gera er að fólk komi með upplýsingar og láti okkur helst vita jafnóðum svo við séum með þetta skráð í kerfi. Þannig, ef um áreiti er að ræða, séum við að safna upplýsingum um leið og atvikin verða,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræð­ ingur lögreglunnar á höfuðborgar­ svæðinu, aðspurð um hvernig sé best að óska eftir nálgunarbanni. „Það er sterkara en að koma með þetta í einum bunka því í greinar­ gerð í lögunum skiptir saga við­ komandi máli og hvort eitthvað hafi  ítrekað gerst og svoleiðis. Þetta telur inn í það ef um slíkt er að ræða,“ segir Alda Hrönn. „Sagan skiptir máli..“ Hanna Kristín Skaftadóttir vakti nokkra athygli á fimmtudaginn síðastliðinn þegar hún varpaði fram spurningu um hvernig hægt væri að fá nálgunarbann en hún hefur óskað eftir  nálgunarbanni gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum, Magnúsi Jónssyni sem áður var forstjóri Atorku. Hún hefur kært hann til lögreglu fyrir heimilisofbeldi. Það sem af er ári hefur tíu beiðn­ um um nálgunarbönn verið synjað en fjórtán verið samþykktar sam­ kvæmt upplýsingum frá lögregl­ unni á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2016 voru 25 beiðnir samþykktar en sautján hafnað. Árið áður fengu tólf beiðnir synjun en 33 voru sam­ þykktar. Í tveimur tilfellum vantaði upplýsingar til að taka ákvarðanir. Alda Hrönn segir að nálgunar­ bönn séu unnin innan þröngs tíma­ ramma. „Samkvæmt lögum eigum við að taka ákvörðun innan sólar­ hrings frá því að beiðni berst.“ Hún bendir á að það sé ekki nákvæmlega skilgreint í lögum hvað þurfi til að dæma einhvern í nálgunarbann. „Það er kannski það sem mætti alveg vera aðeins skýrara og fólk er ekki alveg sammála um hvað þarf. Það er byggt á mati hvers og eins sem er að taka ákvörðunina hverju sinni hvað þurfi til.“ „Þetta eru lög frá 2011 og þau eru í þróun og við höfum reynt að þróa þau sérstaklega frá árinu 2015 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er allt í þróun og það þarf að halda því áfram, það er ekkert hafið yfir gagnrýni. En það mætti koma nákvæmari lýsingu í lagákvæðið sjálft, sérstaklega um hversu hár þröskuldurinn eigi að vera. Hvaða grunnkröfur ætlum við að gera til að óska eftir nálgunarbanni?“ spyr Alda. Í lögum kemur fram að hægt sé að óska eftir nálgunarbanni gegn einhverjum sem hefur brotið gegn manneskju eða raskað friði hennar á annan hátt. „Við höfum oft betur skilgreint brotin en hvað er að raska friði annarrar manneskju? Þetta er bara mat hverju sinni og er háð því.“ Hún bendir á að það sé mismun­ andi eftir fólki hverju sinni. Mögu­ leiki sé þó á að kæra niðurstöðu sé ekki fallist á bannið. „Það þarf að kæra innan mánaðar, þá er farið yfir ákvörðunina og endurmat fer fram.“ Í einhverjum tilfellum hefur fólki sem óskar eftir banni verið afhentur neyðarhnappur. Alda segir það þó ekki gert í öllum tilfellum, enda um dýran tækjakost að ræða. „Það er háð ákveðnum kríteríum sem eru svolítið miklar og það virkar ekki alltaf heldur. Þetta fer eftir aðstæðum í hverju máli fyrir sig. Það er hins vegar meðalhóf sem við beitum.“ Neyðarhnappur er í boði í þeim málum sem það á við, að sögn Öldu en svo eru önnur úrræði. Alda Hrönn vill ekki skilgreina þau betur opinberlega. „Við reynum að veita fólki öryggi svo því líði eins og það sé öruggt með ákveðnum hætti. Við erum klárlega með úrræði og önnur úrræði en nálgunarbönn hafa verið að virka.“ Alda bendir að lokum á að fleiri en einn aðili getur óskað eftir nálgunarbanni.  „Það er talað um það sérstaklega að  sá  sem sætir ógn eða áreiti geti óskað eftir nálgunarbanni, en það geta nánir aðstandendur gert líka, auk þess sem barnavernd getur stigið inn. Svo getur lögreglustjóri ákveðið það í einhverjum tilfellum. Ef lögregla telur að ógn steðji að. Þá þarf viðkomandi ekki að bera ábyrgð á að hafa óskað eftir því." saeunn@frettabladid.is Sett nálgunarbönn fari eftir geðþótta Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur þörf á nákvæmari lýsingu í lagaákvæði um hversu hár þröskuldur þarf að vera fyrir nálgunarbann. Hún segir byggt á mati þess sem tekur ákvörðunina hverju sinni hvað þurfi til. Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir lög um nálgunarbann ekki yfir gagnrýni hafin. FréttAblAðið/PJetur Það er ekki ná- kvæmt skilgreint í lögunum, það er kannski það sem mætti alveg vera aðeins skýrarara og fólk er ekki alveg sammála um hvað þarf. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu StjórnSýSLa Utanríkisráðuneytið hafnaði nýverið beiðni norsks blaðamanns, Gunnars Thorenfeldt, um aðgang að gögnum um fjársvika­ mál styrkþega úr uppbyggingarsjóði EES. Sjóðurinn er rekinn af Noregi, Íslandi og Liechtenstein og árlegt framlag Íslands til sjóðsins nemur nálægt hálfum milljarði. Thorenfeldt hefur haft sjóðinn til rannsóknar um nokkurn tíma. Hann óskaði upplýsinga hjá utanríkisráðu­ neytinu um mál pólsks bæjarstjóra sem vann að verkefni sem hlotið hafði styrk úr sjóðnum. Bæjarstjór­ inn stakk af með styrkféð og var síðar sakfelldur fyrir misferlið af pólskum dómstól. Fjallað var um málið í frétt norska miðilsins Dagbladet síðast­ liðinn sunnudag. Í skýrslu sjóðsins um misferlið, sem Thorenfeldt hefur undir höndum, höfðu allar helstu upplýs­ ingar um málið verið afmáðar, nafn mannsins, nafn og númer verkefnis­ ins, styrkfjárhæðin og upplýsingar um dómstólinn. Þegar Thorenfeldt óskaði skýringa á þessari upplýs­ ingaleynd, vísaði skrifstofa sjóðsins í Brussel á utanríkisráðuneyti aðildar­ ríkja sjóðsins, sem leiddi Gunnar Thorenfeldt til íslenskra stjórnvalda. Utanríkisráðuneytið synjaði honum um aðgang að umræddum upplýsingum, á þeim grundvelli að upplýsingarnar vörðuðu milliríkja­ samskipti og væru þar af leiðandi undanþegnar upplýsingarétti. Í svarinu var ekki rökstutt hvernig upplýsingarnar vörðuðu almanna­ hagsmuni, sem er þó skilyrði lag­ anna fyrir synjun um aðgang að upplýsingum. „Það kom mér á óvart að á Íslandi, sem ég hélt að hefði upplýsingalög­ gjöf á heimsmælikvarða, gilti upp­ lýsingaleynd um misnotkun á skattfé Íslendinga,“ segir Thor enfeldt. Hann hefur víðar rekist á veggi í upp­ lýsingaöflun sinni um þau verkefni sem hafa verið styrkt af sjóðnum, sem hefur það hlutverk að styrkja verkefni í ríkjum Suður­ og Austur­ Evrópu til að vinna gegn efnahags­ legri og félagslegri mismunun. Eftir að hafa fengið synjun frá þeim ríkjum sem verja skattfé til sjóðsins, leitaði Thorenfeldt til styrkþegaríkisins sjálfs, Póllands. Þar fékk hann allar upplýsingarnar sem hann óskaði eftir undanbragða­ og umsvifalaust. -aá Upplýsingaleynd um skattsvikara SamféLag Íslenska ríkið hefur óskað eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ljósmæðra frá 30. maí. Þar var ríkið dæmt til að greiða fimm ljósmæðrum vangoldin laun fyrir vinnu sem þær inntu af hendi meðan á verkfalli Ljósmæðrafélags Íslands stóð vorið 2015. Í tilkynningu frá BHM, segir að þetta sé köld kveðja til ljósmæðra. Margar ljósmæður náðu að skila nánast fullri vinnuskyldu í verkfallinu en engu að síður ákvað ríkið að halda eftir stórum hluta launa þeirra. Í dómi héraðsdóms var fallist í einu og öllu á kröfur stefnenda hvað varðar fjárhæðir vangoldinna launa og að auki var ríkið dæmt til að greiða þeim málskostnað. Í áfrýjunarbeiðninni kemur fram að Benedikt Jóhannesson, fjármála­ og efnahagsráðherra, sem fer með mál er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, telji brýnt að dómur héraðsdóms sæti endurskoðun. Ljósmæður búa sig um þessar mundir undir að hefja kjaraviðræður við ríkið. Í tilkynningunni segir að  BHM styðji félagið í baráttu þess enda samræmist það hvorki ákvæðum kjarasamninga né meginreglum vinnuréttar að starfsmenn fái ekki greitt fyrir þá vinnu sem þeir inna af hendi. – bb Vilja skoða laun ljósmæðra í verkfallinu Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, formaður bHM Íslenska utanríkisráðu- neytið synjaði blaðamanni um aðgang að umræddum upplýsingum. 500 milljónum af íslensku skattfé er varið til sjóðsins árlega. 2 6 . á g ú S t 2 0 1 7 L a u g a r D a g u r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 6 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 4 -1 7 1 8 1 D 9 4 -1 5 D C 1 D 9 4 -1 4 A 0 1 D 9 4 -1 3 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 2 5 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.