Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 18
Stuðningsmenn Ever- ton eiga eftir að elska Gylfa Þór Heimir Hallgrímsson fylgdist að sjálfsögðu vel með fyrsta leik Gylfa Þórs Sigurðssonar í byrjun- arliði Everton gegn Hajduk Split í fyrradag. Gylfi skoraði frábært mark í upphafi seinni hálfleiks með skoti rétt fyrir innan miðju. Mark sem lengi verður talað um enda var markið í heimsklassa. Þvílík byrjun. Heimir er ánægður með að félagaskipti Gylfa til Everton eru frágengin og Hafnfirðingurinn er byrjaður að spila og skora með nýja liðinu. Það lofar góðu fyrir framhaldið. „Hann á eftir fá að fullt af spiltíma og vera í lykilhlutverki þarna. Þetta er gott skref fyrir hann, gott lið og metnaðarfullur þjálfari [Ronald Koeman]. En við erum ánægðastir með að þessi félagaskiptasaga sé búin og óvissunni sé lokið. Hann byrjaði vel, með marki og góðri spila- mennsku,“ sagði Heimir sem býst við því að stuðningsmenn Everton taki ástfóstri við Gylfa. „Ég er 100% viss um að stuðn- ingsmenn Everton eiga eftir að elska hann. Þetta er verkamanna- lið og stuðningsmennirnir vilja að leikmennirnir séu vinnusamir og það er Gylfi svo sannarlega. Ég veit að íbúar Liverpool eiga eftir að elska hann, allavega þeir bláu.“ Fótbolti Fátt kom á óvart í vali Heimis Hallgrímssonar á íslenska landsliðshópnum sem mætir Finn- landi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í byrjun næsta mánaðar. Aðeins tvær breytingar eru á hópnum frá leiknum gegn Króatíu í júní. Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Guðni Fjóluson koma inn fyrir Ögmund Kristinsson og Aron Sigurðarson. Ögmundur er búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði Hammar by og fær tíma til að finna sér nýtt félag áður en félagaskipta- glugginn lokast um mánaðamótin. „Það er oft erfitt að velja hópinn fyrir leiki í september. Leikmenn eru að byrja að spila með sínum liðum og margir ekki búnir með marga leiki. En leikmennirnir sem byrjuðu fyrir okkur síðast hafa stað- ið sig vel í þessum upphafsleikjum, við vorum ánægðir með hópinn síðast og þess vegna er ekki mikil breyting hjá okkur,“ sagði Heimir. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkum fyrir Maccabi Tel Aviv í byrjun tímabilsins er Viðar Örn Kjartansson ekki í landsliðs- hópnum, ekki frekar en Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Noregs- meistaranna Rosenborg. Líkt og gegn Króatíu eru aðeins þrír fram- herjar í íslenska hópnum; Alfreð Finnbogason, Jón Daði Böðvarsson og Björn Bergmann Sigurðarson. Er það vísbending um að íslenska liðið muni spila með einn framherja í næstu leikjum, líkt og það gerði gegn Króatíu? „Ekkert endilega. En við spil- uðum annað leikkerfi síðast og það virkaði. Það er gott þegar við erum ekki auðlesnir. En það eru margir í hópnum sem geta spilað fleiri en eina stöðu,“ sagði Heimir sem segir að lið hafi verið farin að lesa það íslenska. „Við erum frekar auðlesnir. Við erum með frekar einfaldan leikstíl en hann virkar. Þessi breyting virk- aði hjá okkur síðast.“ Á blaðamannafundinum í gær minntist Heimir á meðalaldurinn í íslenska hópnum og hvernig þjálfarateymið hefði unnið í því að lækka hann. „Við verðum stundum að horfa til lengri tíma en til næsta leiks. Við höfum verið nokkuð fastheldnir á byrjunarliðið undanfarin ár og það er hættulegt því þá fá aðrir ekki reynslu á meðan. Þess vegna ákváð- um við það fyrir tveimur árum að gefa strákunum sem eru ekki í byrj- unarliðinu tækifæri til að spila alla vináttulandsleiki,“ sagði Heimir. Á fundinum ræddi íslenska þjálf- arateymið aðallega um finnska liðið sem Ísland mætir í Tampere laugar- daginn 2. september. Íslendingar unnu fyrri leik liðanna á drama- tískan hátt. Síðan þá hafa Finnar skipt um þjálfara. Markku Kanerva, sem lék 59 landsleiki fyrir Finnland á sínum tíma, tók við af Svíanum Hans Backe. „Það er aðeins öðruvísi jafnvægi í liðinu. Þeir eru framar á vellinum og aðeins sókndjarfari en þeir voru gegn okkur. Liðið er mjög hávaxið og þeir eru kannski að bregðast við föstu leik atriðunum okkar sem skiluðu þremur mörkum gegn þeim síðast,“ sagði Heimir. ingvithor@365.is Sókndjarfari og ferskari Finnar Heimir Hallgrímsson gerði aðeins tvær breytingar á íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM. Heimir á von á sókndjarfara og ferskara finnsku liði en síðast. Japanskur landsliðsmaður spilaði með meisturunum í gærkvöldi Á flugi Japaninn Ryuto Inage spilaði með Valsmönnum í æfingaleik í kvöld. Þetta er japanskur landsliðsmaður sem var í för með landsliðinu er það var í æfingabúðum hér á landi á dögunum. Hann spilar í hægra horninu og er skemmtilegur. Það gæti því enn fjölgað í deildinni. Fréttablaðið/ernir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Fréttablaðið/anton brink Í dag laugardagur: 08.55 F1: Æfing Sport 2 11.20 bournem. - Man. City Sport 11.50 F1: tímataka Sport 2 13.25 augsburg - Mönchen. Sport 16.10 alaves - barcelona Sport 4 16.20 Man. Utd - leicester Sport 16.25 Dortmund - Hertha Sport 2 17.00 northern trust Golfstöðin 18.00 Huddersf. - Southa. Sport 2 18.30 Palace - Swansea Sport 3 19.00 opna kanadíska Sport 4 19.40 Watord - brighton Sport 2 22.00 newcastle - W. Ham Sport 2 00.40 Mayweat. - McGregor Sport Sunnudagur: 11.30 F1: keppni Sport 2 12.20 Wba - Stoke Sport 3 12.20 Chelsea - everton Sport 14.50 liverpool - arsenal Sport 16.00 northern trust Golfstöðin 16.45 Grindavík - kr Sport 2 17.00 Messan Sport 17.00 tottenham - burnley Sport 3 19.00 opna kanadíska Sport 4 19.00 Stjarnan - FH Sport 20.10 r. Madrid - Valencia Sport 2 21.15 Pepsi-mörkin Sport 22.40 Síðustu 20 Sport inkasso-deildin: Hk - Haukar 2-0 1-0 Bjarni Gunnarsson (45.), 2-0 Reynir Már Sveinsson (77.). Fram - Fylkir 1-5 1-0 Hlynur Magnússon (5.), 1-1 Albert Inga- son (19.) 1-2 Andri Jónsson (27.), 1-3 Albert Ingason (29.), 1-4 Ásgeir Arnþórsson (41.), 1-5 Albert Ingason, víti (56.). STJARNAN Í BANASTuði Stjörnukonur buðu upp á aðra markaveisluna í röð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Króatíu í gær þegar Garðabæjarliðið vann 11-0 sigur á ZFK istanov frá Make- dóníu. Þetta er stærsti sigur íslensks liðs í Evrópukeppni frá upphafi en gamla metið fyrir Evrópukeppnina í ár var 9-0 sigur Valskvenna á ísraelska liðinu Maccabi Holon árið 2008. Stjarnan jafnaði metið í fyrsta leiknum í riðlinum og bætti það síðan í kvöld. Þetta er líka í fyrsta sinn sem íslenskt lið skorar meira en tíu mörk í einum og sama Evrópu- leiknum. Stjarnan vann 9-0 sigur á færeyska liðinu frá Klaksvík í fyrsta leik sínum í riðlinum og hefur þar með skoraði tutt- ugu mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Síðasti leikurinn á móti heima- stúlkum í Osijek verður hreinn úrslita- leikur um sæti í 32 liða úrslitum Meistara- deildarinnar. DEMBELE Á LEið TiL BARcA Barcelona gengur betur að kaupa Ousmane Dembele frá Borussia Dortmund en félaginu hefur gengið að kaupa Philippe cout- inho frá Liverpool. Liverpool vill ekki selja Philippe coutinho en Borussia Dortmund viðist vera tilbúið að láta Ousmane Dembele frá sér fyrir 150 milljónir evra. BBc segir frá. Dembele er því á góðri leið með að verða næstdýrasti knattspyrnu- maður sögunnar á eftir Neymar sem Paris Saint Germain keypti frá Barcelona fyrir 220 milljónir evra. 2 6 . á g ú s t 2 0 1 7 l A U g A R D A g U R18 s p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð sport 2 6 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 3 -F E 6 8 1 D 9 3 -F D 2 C 1 D 9 3 -F B F 0 1 D 9 3 -F A B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 2 5 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.