Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Síða 15
Helgarblað 10.–13. mars 2017 Fréttir 15 afleiðingar misnotkunarinnar og sé vistuð á sambýli fyrir mjög geð- fatlaða einstaklinga þar sem hún fær aðstoð við allar sínar daglegu þarfir. „Systir mín er greind með mjög alvarlega geðhvarfasýki og það er geðsjúkdómur sem læknar telja að hún hafi þróað með sér vegna mis- notkunarinnar. Allar þessar nauðg- anir ollu henni svo miklum skaða á líkama og sál að hún mun aldrei ná sér,“ segir Hjörleifur og bætir við að faðir hans hafi verið dæmdur fyrir misnotkunina á systur hans. „Já, hann pabbi fékk dóm árið 1999 og var dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi en þurfti ekki að sitja inni í nema tvö ár og fjóra mánuði. Persónulega fannst mér það of vægur dómur en það var kannski að hluta til mér að kenna og ég kenni mér um það enn í dag. Ég reyni stanslaust að telja sjálfum mér um hið gagnstæða en það er ekki hægt annað en að hugsa til þess hvernig á þessu máli hefði verið tek- ið ef ég hefði sjálfur stígið fram líka,“ segir Hjörleifur sem hefur alltaf kennt sjálfum sér um misnotkunina, allt þar til fyrir tveimur árum. Bara aumingjar sem eru misnotaðir „Ég var fastur í þeim hugsana- gangi að það væru bara aumingj- ar sem láta misnota sig. Þetta væri mér að kenna. Til að byrja með var þetta að sjálfsögðu eitthvað sem allir pabbar gerðu með börnunum sínum en í kynfræðslu í grunnskóla þá fór ég að skilja þetta betur. Ég átt- aði mig á því að það sem pabbi var að gera var alls ekkert eðlilegt. Að sjálfsögðu var tilfinningin alltaf sú þegar hann var að nauðga mér að þetta væri ekki í lagi, þetta var svo sárt og allt í mér, bæði í líkama og sál, sagði að þetta væri rangt. Pabbi var hins vegar virkilega góður í að sannfæra mig og alltaf einhvern veginn á endanum þá trúði ég honum. Kynfræðslan opnaði hins vegar augu mín og því tel ég kyn- fræðslu af öllum toga virkilega mik- ilvæga í grunnskólum. Hún breytti öllu fyrir mig,“ segir Hjörleifur sem sjálfur á fimm börn á aldrinum tveggja til þrettán ára, fjóra stráka og eina stelpa. „Ég á fimm börn og fólki í kring- um mig hefur þótt það skrítið og um það hefur verið talað í fjölskyldunni. Ég á fimm börn með fimm konum og misnotkun föður míns á bæði mér og systur minni hefur haft mikil áhrif á bæði sambönd mín við börn- in mín og barnsmæður. Ég hef alltaf verið logandi hræddur við getn- aðarvarnir en aldrei haft það í mér að útskýra af hverju fyrr en nú. Ég get ekki notað smokkinn því pabbi nauðgaði mér alltaf með smokk. Þannig er það bara. Ég get ekkert út- skýrt þetta betur og sumum finnst kannski erfitt að skilja það en þetta er einfalt fyrir mér. Um leið og ég sé eða hugsa um smokk þá hellast yfir mig ógeðfelldar minningar og tilfinningar sem ég hef reynt að bæla niður í mörg ár,“ segir Hjörleifur sem þó skilur áhyggjur barnsmæðra hans því þrátt fyrir misnotkunina og þann dóm sem faðir hans fékk fyrir að misnota systur hans þá hélt Hjör- leifur sambandi við föður sinn. Stokkhólmsheilkennið „Já, ég gerði það. Ég hélt sam- bandi við föður minn þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur. Ég heim- sótti hann meira að segja í fangels- ið og skrifaði honum reglulega bréf. Af þeim sökum báru barnsmæður mínar lítið traust til mín og höfðu að sjálfsögðu áhyggjur af litlu demöntunum mínum. Ég skil það alveg en ég vona að við lestur þessa viðtals þá öðlist þær skilning á af hverju hlutirnir voru eins og þeir voru.“ Vita þær ekki að þú varst misnot- aður? „Nei. Þær vita bara að pabbi mis- notaði systur mína.“ En af hverju hélstu áfram að vera í sambandi við föður þinn? Það er það sem lesendur spyrja sig að. „Ég skil það vel. Ég get ekki út- skýrt þetta öðruvísi en að vísa til Stokkhólmsheilkennisins. Þarna hafði ég verið misnotaður nánast alla mína æsku en þegar misnotk- unin stóð ekki yfir þá sýndi hann mér ást og umhyggju eins og aðrir feður. Hann reyndi líka í sífellu að troða enn meiri vitleysu í hausinn á mér til þess að stjórna mér. Stjórna því hvað ég myndi gera eða hvernig ég myndi bregðast við. Eftir öll þessi ár af eintómri vanlíðan og sjálfsvígs- hugsunum, sem fylgdu misnotk- uninni, þá fékk ég nóg árið 2014 og ákvað að rjúfa öll tengsl við hann. Það tók öll þessi ár fyrir mig að peppa mig upp í að slíta öllu sam- bandi við pabba. Það var ekki erfitt en þegar ég lít núna til baka þá er ég þakklátur fyrir að hafa, án þess að ráðfæra mig við nokkurn mann eða opna mig og segja frá því sem hafði komið fyrir mig, sagt skilið við hann fyrir fullt og allt.“ Ræddir þú aldrei þessa misnotk- un við pabba þinn? Bæði þessa mis- notkun á systur þinni eða þau skipti sem hann nauðgaði þér? „Nei, ég gerði það aldrei. Það var kannski barnaleg von í mér að hann myndi einn daginn ákveða að stíga fram og biðja mig allavega afsökunar. Segja fyrirgefðu. Fyrir- gefðu að ég eyðilagði æskuna þína. Fyrirgefðu að ég braut á þér og fyr- irgefðu að ég verndaði þig ekki. Ég hef aldrei fengið fyrirgefðu. Aldrei.“ Af hverju að stíga fram núna? „Ég ákvað fyrir tveimur árum að ég ætlaði ekki að ganga með þessa skömm lengur á bakinu og mig langar að skila henni þangað sem hún á heima. Amma mín, það er að segja mamma hans pabba, var orðin mjög veik á síðasta ári og ég ákvað að ég myndi stíga fram gagn- vart fjölskyldunni og segja frá þessu þegar hún myndi kveðja blessunin. Það gerðist um mitt síðasta ár og þá sagði ég fjölskyldu minni frá þessu. Það tók virkilega á en á sama tíma hefur mér aldrei liðið betur. Ég þurfti ekki lengur að ganga einn með þetta leyndarmál. Þetta var nefnilega ekkert mér að kenna. Ég veit það í dag.“ En hvers vegna að fara með svona mál í fjölmiðla? „Þarna úti er fjöldi fólks sem gengur um með sama bagga og ég gerði í mörg ár. Þetta er stór- hættulegur farmur sem fólk ber á öxlum sér, farmur sem hefur orðið til þess að fjölmargir hafi fallið fyrir eigin hendi. Ef frásögn mín verð- ur til þess að hjálpa einhverjum að leita sér hjálpar eða segja frá, þá er það nóg fyrir mig. Ef hún hjálp- ar ekki neinum og ef enginn tengir við hana þá fær almenningur að minnsta kosti vitneskju um ógeð- fellt mál sem ekki ber að þagga. Alls ekki.“ DV hafði samband við föður Hjörleifs og bar ásakanirnar undir hann. Í samtali við blaðamann játaði hann að hafa misnotað dóttur sína en neitaði að hafa misnotað Hjörleif. Hann viðurkennir að hafa rústað fjölskyldu sinni með athæfi sínu og sér eftir því að hafa misnotað dóttur sína. n „Af hverju nAuðgAðir þú mér pAbbi? ég vAr 8 árA, ég treysti þér!“ n hjörleifur segist hafa verið átta ára þegar faðir hans nauðgaði honum fyrst n systir hans er á sambýli eftir misnotkun Bréf Hjörleifs til föður síns „Halló pabbi. Þegar ég hugsa til baka þá er ýmislegt sem kemur upp í huga mér sem veldur því að ég get ekki hætt að gráta. Ég get ekki hætt að hugsa um það sem þú gerðir börnunum þínum. Hvað þú gerðir mér. Hvað þú gerðir systur minni, mömmu minni og fjölskyldunni okkar. Af hverju nauðgaðir þú mér pabbi? Ég var átta ára, ég treysti þér! Hvernig getur maður sem á að vernda börnin sín gert þann viðbjóð sem þú gerðir? Hvernig getur faðir nauðgað börnum sínum? Börn. Ég var bara barn. Systir mín var bara barn. Hvernig getur faðir eyðilagt æsku barna sinna á jafn viðurstyggilegan hátt og þú gerðir? Vissir þú ekki hvaða ábyrgð fylgir því að vera faðir? Ég leit upp til þín. Þú varst ofurhetjan mín. Þú varst maðurinn með skikkjuna. Þú varst það alveg þangað til þú nauðgaðir mér. Þá hvarf of- urhetjubúningurinn eins og dögg fyrir sólu. Þú hræddir mig. Þú gerð- ir mig óöruggan og þú hótaðir mér til þöggunar. Þú sagðir að mamma myndi enda ein á götunni. Þú sagðir að mamma þyrfti að hætta með verslunina. Þú sagðir að allir í bæjarfélaginu myndu hata okkur. Þú sagðir að þetta myndi gerast ef ég myndi segja einhverjum frá því að þú værir að nauðga mér reglulega. Hvernig gastu gert mér þetta? Því miður var ég enn í samskiptum við þig eftir að þú fékkst dóm- inn. Við vitum báðir að þú hefðir átt að fá miklu lengri dóm en þú fékkst. En nú skila ég skömminni þangað sem hún á heima. Nú skila ég skömminni til þín. Nú skila ég skömminni til nauðgarans. Nú skila ég skömminni til pabba. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Þú átt í raun og veru ekki skilið mikið meira. Það eina sem þú átt skilið er hjálp. Hjálp sem þú hefðir átt að vera fyrir löngu búinn að sækjast eftir. Bless pabbi … ef pabba er hægt að kalla.“„ég ákvað fyrir tveimur árum að ég ætlaði ekki að ganga með þessa skömm lengur á bakinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.