Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Page 24
Helgarblað 10.–13. mars 2017
Heimilisfang
Kringlan 4-12
4. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
24 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson
Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
L
estur er ekki bara dægra
stytting, heldur svo miklu
meira og merkilegra. Lestur
eflir ekki einungis málskilning
og orðaforða einstaklinga heldur
á líka sinn þátt í því að auka hæfni
þeirra til að setja sig í spor annarra
og finna til samkenndar með þeim. Í
bókum kynnist lesandinn persónum
og stöðum, sumum raunverulegum,
öðrum ímynduðum. Hann sogast
inn í heim verksins og er að ferðast
þótt hann sé um leið staddur á sama
stað. Sá sem hefur ánægju af lestri
mun líklega aldrei glata hæfileikan
um til að hrífast og mun einnig búa
að þeirri gæfu að hafa ríkt ímynd
unarafl. Slíkur er máttur góðra bóka.
Við lifum í samfélagi þar sem
börn jafnt sem fullorðnir eru óeðli
lega háð símanum og samfélags
miðlum og vilja jafnvel fremur eiga
samskipti við fólk í gegnum þá miðla
en augliti til auglitis. Það bregst
ekki að á mannamótum eru alltaf
einstaklingar sem eru uppteknari af
símanum sínum en því að eiga við
ræður við aðra. Í slíku samfélagi er
ekki sérlega líklegt að bóklestur þyki
eftirsóknarverður, hann er líklegri
til að þróast í þá átt að verða fyrir af
markaðan hóp sem þykir fyrir vikið
sérviskulegur, jafnvel undarlegur.
Við skulum samt ekki örvænta.
Og allra síst núna þegar fréttir ber
ast af því að í sérstöku lestrarátaki
sem kennt er við Ævar vísindamann
hafi krakkar lesið rúmlega 63 þús
und bækur á tveimur mánuðum.
Þetta var í þriðja sinn sem Ævar vís
indamaður stóð fyrir lestrarátaki
en örugglega ekki það síðasta. Von
andi styrkja stjórnvöld hann í þessu
góða verkefni. Til hvers er til dæmis
menntamálaráðuneyti ef ekki til að
styðja við þetta verðuga verkefni
hans? Framtak hans sýnir að það er
sannarlega hægt að fá börn til að líta
upp úr símanum og öðrum tækjum
og ganga inn í hinn þroskandi heim
bókanna.
Börn þurfa góðar fyrirmyndir og
það hvetur þau ekki beinlínis til bók
lesturs þegar þeir fullorðnu í umhverf
inu sjást sjaldan niðursokknir í bók.
Það á að lesa fyrir börn, leyfa þeim
að skoða bækur og halda stöðugt að
þeim bókum. Það er ekki nóg að þetta
sé einungis gert í skólum, á heimilum
landsins á bóklestur að vera hluti af
hinu daglegu lífi sem fyrir vikið verður
enn skemmtilegra en ella.
Margt í íslensku samfélagi
tengist bókum. Þar verður að
nefna hinn árlega bókamarkað.
Það er ekki sjálfgefið að ungir sem
aldnir streymi á sama staðinn til að
kaupa bækur. Það gerist í Reykja
vík á hverju ári og á Akureyri þar
sem bókelskir norðanmenn gleðj
ast. Bókamarkaðurinn hefur verið
haldinn í áratugi og þangað hafa
fullorðnir mætt með börnin sem
fá að velja sér bækur. Ekkert bend
ir til að sá siður sé á undanhaldi.
Meðan svo er þá er bókin sprelllif
andi. n
Bókin lifir
Ég kastaðist úr
bílstólnum
Sesselja missti föður sinn fjögurra ára í slysi á Reykjanesbraut. – DV
Sigmundur í borgina?
Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar eru að sjálfsögðu
ekki ánægðir með hlutskipti hans
sem venjulegs þingmanns og
ætla honum stærri hluti. Heyrst
hefur að einhverjir þeirra vilji
ólmir að Sigmundur fari í fram
boð í borginni. Þessir stuðnings
menn telja öruggt að Sigmundur
myndi rífa upp fylgi Framsóknar
og beita sér af alefli, sérstaklega
í flugvallarmálinu og skipulags
málum. Nú er spurning hvort Sig
mundur verði við áskorum þessa
hóps. Ekkert er öruggt í kosning
um og ekki væri eftirsóknarvert
fyrir hann að húka í minnihluta
í borginni. Áköfustu stuðnings
menn Sigmundar telja hins vegar
nær öruggt að svo myndi ekki
fara. Þeir veðja á góðan sigur
og að þeirra maður verði næsti
borgar stjóri í Reykjavík.
Tilfinningaskortur
Dags og Hjálmars
Talandi um skipulagsmál. Jónas
Kristjánsson, fyrrverandi rit
stjóri, kvartar undan tilfinninga
skorti Hjálmars
Sveinssonar og
Dags B. Eggerts-
sonar á skipulagi.
Jónas segir borg
arfegurðina hafa
minnkað stöð
ugt undir stjórn
pólitíkusa, en nú
hafi steininn tek
ið úr. „Tveir mik
ilvægir reitir við
einu breiðgötu
miðborgarinnar,
Lækjargötu, valda
mér angist. Það er
reiturinn neðan
við Arnarhól og við hlið Iðnaðar
mannahússins. Þar á að reisa
breið hús með láréttum línum
og flötu þaki. Stílbrot. Að upp
runa er Reykjavík borg lóðréttra
og mjórra húsa með bröttu þaki,“
segir hann. Jónas er örugglega
ekki einn um það að hafa áhyggj
ur af skipulagsmálum í höfuð
borginni, en þar virðist ekkert
lengur vera heilagt.
Borgarstjóri hefur
ekki skoðun
„Ég get ekki verið að hafa skoðun
á öllu sem ein staka starfs menn
borg ar inn ar segja á Face book,“
sagði Dagur B. Egg-
ertsson aðspurður
um ummæli Hild-
ar Lilliendahl sem
vandaði Sindra
Sindrasyni ekki
kveðjurnar á Face
book og kallaði
hann Epalhomma. Hildi misbauð
ýmis orð sem Sindri lét falla í við
tali við Töru Margréti Vilhjálms-
dóttur. Í siðareglum Reykjavíkur
borgar stendur að starfsmenn
skuli sýna borg ur um virðingu og
umb urðarlyndi. Hildur er starfs
maður borgarinnar og braut þessa
reglu. Vitaskuld getur borgarstjóri
ekki haft skoðanir á „öllu" sem
starfsmenn borgarinnar segja á
Facebook en hann ætti þó geta
haft skoðanir á sumu, eins og því
þegar starfsmenn hans ata aðra
auri með orðum sínum, eins og
Hildur gerði.
Mamma hringdi hissa og spurði
hvað væri að vera epla-hommi
Sindri Sindrason var kallaður Epalhommi. – Facebook
Hann fór sínar
eigin leiðir í lífinu
Bryndís Fjóla missti son sinn, Bjarna Salvar, í Suður-Afríku. – DV
„Framtak hans
sýnir að það er
sannarlega hægt að
fá börn til að líta upp
úr símanum og öðrum
tækjum og ganga inn
í hinn þroskandi heim
bókanna.
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
MynD ÞorMar ViGnir GunnarSSon
Myndin Á sýningu Skólabörn í Kópavogi virða fyrir sér verk á sýningunni Normið er ný framúrstefna. Jafnvel þótt flest verkanna hafi skírskotanir í afar hversdagslega hluti
bar ekki á öðru en að börnin væru full áhuga. MynD SiGTryGGur ari