Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Síða 26
Helgarblað 10.–13. mars 201726 Fólk Viðtal D óri skilur allt og hugsar rök­ rétt. Þó getur hann lítið sem ekkert tjáð sig. Dóri er nokkurs konar fangi í eig­ in líkama.“ Þetta segir Karó­ lína Geirsdóttir en sambýlismaður hennar, Halldór Ásgeirsson, er fatl­ aður eftir blóðtappa sem hann fékk í kjölfar hjartastopps árið 2012. Veik­ indi Halldórs mörkuðu nýtt upphaf í sambandi þeirra Karólínu sem hefur hugsað um hann síðan. Þrátt fyrir að hlutverkin hafi breyst töluvert vilja þau verja lífinu saman. Karólína er þó orðin langþreytt á því hvað hún fær takmarkaða aðstoð frá kerfinu til að annast Dóra og hún rekst stöðugt á veggi þegar hún leitar eftir úrræð­ um sem gætu létt þeim lífið. Dreymir um að komast í langþráð frí Blaðamaður DV heimsótti þau Karó línu og Dóra í vikunni. Þau eru einstaklega viðkunnanleg og hafa tamið sér að hafa ekki alltof mikl­ ar áhyggjur af framtíðinni. „ Lífið er núna,“ sagði Karólína ítrekað á meðan á heimsókninni stóð. Að­ dáunarvert er að fylgjast með kær­ leikanum á milli þeirra og jákvæða hugarfarinu þegar kemur að því að takast á við krefjandi verkefni. Húsið sem þau búa í er innst í Mosfellsdalnum. Karólína, sem er fædd árið 1953, hefur búið þar frá ár­ inu 1998 en þau Dóri, sem er 68 ára, kynntust árið 2005. „Við ætluðum að njóta lífsins saman. Okkur þykir báð­ um mjög gaman að ferðast og bless­ unarlega náðum við að gera ýmis­ legt saman áður en Dóri veikist. Við áttum sjö góð ár saman áður en allt breyttist.“ Á daginn mætir Dóri í Hátún, sem er einstaklingsmiðuð dagþjón­ usta fyrir fólk með hreyfihömlun sem þarfnast endurhæfingar. „Hátún er fasti punkturinn í lífi Dóra. Þar er hann í alls konar verkefnum og mæt­ ir í sjúkraþjálfun þrisvar í viku. Við gætum ekki verið ánægðari með starfið þarna.“ Í haust stendur Karólínu til boða að fara í draumafríið sitt. Það er sextán daga ferðalag til Kaliforníu og Hawaii. Til þess að undirbúa Dóra, sem treystir sér ekki með, ákváðu þau í sameiningu að hann skyldi fara í hvíldarinnlögn á meðan Karólína væri í ferðalaginu svo hún gæti verið róleg og áhyggjulaus í fríinu. Til að undirbúa Dóra, og þar sem Karólína er orðin örþreytt, ákváðu þau í sameiningu að sækja um eina viku nú í vetur en Dóri á rétt á fjórum vikum á ári. Honum var úthlutað plássi á Hrafnistu í Reykjavík og þau voru bæði mjög spennt. Sú tilfinning entist þó ekki lengi. Lífið umturnaðist Karólína segir að Dóri hafi fengið litla sem enga þjónustu á Hrafnistu og ekkert hafi verið um að vera á deildinni á meðan hann dvaldi þar. Samt mátti Dóri ekki mæta í Hátún á meðan hann var í hvíldarinnlögn­ inni þar sem ekki er leyfilegt að nýta tvö úrræði í einu. Karólína á tvær uppkomnar dætur og Dóri á tvo uppkomna syni sem eru tvíburar. Þeir eru dugleg­ ir við að aðstoða Karólínu þar sem þau eru öll sammála um að hann njóti þess betur að vera heima en á stofnun. Til dæmis fer til Dóri til annars sonar síns beint eftir vinnu einu sinni í viku og er fram á kvöld. Hinn sonurinn kemur svo og heim­ sækir föður sinn vikulega og bæði þessi kvöld fær Karólína tækifæri til að slaka á og komast út úr húsi. „Auðvitað er þetta oft erfitt. Líf okkar allra umturnaðist eftir að Dóri veiktist. Okkur var skipað í hlutverk sem við höfðum engan áhuga á. Oft væri ég til í að geta bara notið þess að vera með honum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að koma honum á klósettið. Sama má segja um börn­ in okkar. En því miður virðist öll sú aðstoð, sem við höfum rétt á, aðeins vera í boði á milli klukkan 08 og 17 á virkum dögum. Á þessum tíma erum við, rétt eins og flest fólk, á leiðinni í vinnuna, í vinnu eða á leiðinni heim úr vinnu.“ Örlagaríkur dagur Föstudagurinn 19. júlí 2012 byrjaði rétt eins og flestar helgar höfðu gert hjá Dóra og Karólínu en á aðeins nokkrum mínútum breyttist tilveran til frambúðar. „Klukkan var að ganga 18. Við sátum í sófanum, hlið við hlið, og vorum að horfa á sjónvarpið þegar dóttir mín kemur inn í stofuna. Þegar ég lít upp sé ég að hún er hvít í framan. Hún biður mig um að líta á Dóra og ég sé strax að hann er dáinn. Samt hafði ég litið framan í hann skömmu áður og þá var allt í góðu. Hann einfaldlega dó í sófanum við hliðina á mér. Dóttir mín hringdi strax í 112. Við skelltum honum niður á gólf og byrjuðum að hnoða. Fimm mínútum síðar var læknir mættur inn á stofugólfið og skömmu síðar sjúkraflutninga­ og lögreglumenn. „Þeir brutu öll rifbeinin í Dóra með hnoðinu en komu honum þó í gang,“ segir Karólína og bætir við að þar sem endurlífgunin hafi borðið árangur hafi honum verið kom­ ið beint á sjúkrahús þar sem hann var kældur niður og haldið sofandi í einn sólarhring því læknarnir ótt­ uðust, og vildu reyna að koma í veg fyrir, heilaskaða. Tveimur árum áður hafði verið skipt um hjartalokur í Dóra. Sú að­ gerð gekk vel og eftir nokkurra vikna endurhæfingu á Reykjalundi var Dóri, sem var smiður, mættur aftur í vinnuna. Þrátt fyrir að hjartað hafi hætt að slá í nokkrar mínútur, virtist Dóri ætla að harka þetta jafn vel af sér og fyrri veikindi. Rúmum sólarhring eft­ Honum var sparkað út í horn Halldór Ásgeirsson er fangi í eigin líkama eftir blóðtappa sem hann fékk árið 2012. Sambýliskona hans, Karólína, segir þau endalaust rekast á veggi í kerfinu og vill að Dóri fái þá aðstoð sem hann þarfnast. Þrátt fyrir ótal hindranir og gjörbreytta tilveru síðustu ár, taka þau veikindum Dóra með stóískri ró og hafa tamið sér að lifa í núinu. Kristín Clausen kristin@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.