Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Qupperneq 27
X
prent var stofnað haustið
2010 og fagnar sjö ára af-
mæli í september næst-
komandi. Fyrirtækið veitir
fjölbreytta þjónustu á sviði
merkinga og prentunar fyrir jafnt
fyrir tæki sem einstaklinga. „Við sér-
hæfum okkur í mjög persónulegri
þjónustu og ráðgjöf sem tengist öll-
um helstu merkingum. Við erum með
þessar almennu merkingar í verslun-
um, skrifstofuhúsnæði og þannig lag-
að. Við erum með nokkra mjög stóra
kúnna sem koma reglu-
lega. Þetta eru inni- og
útimerkingar, stórar
sem litlar,“ segir Konráð
Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri og eig-
andi Xprents, yfirleitt
kallaður Konni.
„Oft koma við-
skiptavinir með flókin
verkefni eða sérsmíði,
en ég sé engin vanda-
mál heldur bara lausn-
ir. Við tökumst á við
ýmis flókin verk en
afgreiðum þau fag-
mannlega og höfum gæðin í fyrir-
rúmi.
Ég er líka með smávörur, lím-
miða á veggi og símahulstur. Ég flyt
inn hulstrin fyrir þessi helstu merki
og viðskiptavinurinn getur þá tek-
ið mynd úr símanum sínum eða
albúminu sínu og skannað hana inn
og sent mér. Þá prenta ég það beint á
hulstrið.“
Bílamerkingar
eru líka stór þáttur
í starfsemi Xprents:
„Að merkja bílinn
er ódýrasta auglýs-
ingin fyrir viðskipta-
vininn því hann
ekur um á honum og
er að auglýsa fyrir-
tækið í leiðinni. Mér finnst það vera
algjör vitleysa að keyra um á ómerkt-
um bíl. Það er nokkuð mikið um það
að fyrirtækjabílar séu ómerktir, jafn-
vel hjá stórum fyrirtækjum.“
Starfsemi Xprents er það fjöl-
breytt og umfangsmikil að það kem-
ur á óvart að hann Konni starfaði
einn í rúmlega sex ár þar til núna
nýlega: „Já, ég er ekki lengur einn,
ég réð hann Tómas um miðjan des-
ember 2016 og getum við nú tekið að
okkur stærri verkefni og afgreitt þau
hraðar.“
Viðskiptavinahópur Xprents er
óneitanlega fjölbreyttur. Fjölskyldu-
fólk leitar til Xprents um strigamerk-
ingar og ljósmyndir, unglingar kaupa
símahulstrin og fyrirtæki nýta sér
þjónustu fyrirtækisins í merkingum.
„Þess má geta að ég er með aug-
lýsingapláss á veggnum hérna í
Sundaborg og það er mikið notað, er
upppantað langt fram í tímann,“ seg-
ir Konni. n
Xprent er til húsa að Sundaborg
1. Síminn er 777-2700 og netfang:
konni@xprent.is.
Kynningarblað
Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is
10. mars 2017
Vel að merkja
Engin vandamál – bara lausnir
Xprent merkir og prentar fyrir almenning og stórfyrirtæki