Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Side 29
Helgarblað 10.–13. mars 2017 Kynningarblað - Vel að merkja 3 Límböndin hafa slegið í gegn Merkiverk býður upp á fjölbreytta þjónustu í merkingum Á prentuð límbönd eru einn stærsti þátturinn hjá okkur en við bjóðum upp á mjög hraða afgreiðslu, það getum við gert þar sem við prent- um límbönd hér heima. Við get- um einnig látið prenta erlendis fyr- ir mjög stórar pantanir en það getur verið hagstætt í sumum tilvikum. Við prentum límmiða af öllum stærðum og gerðum í stóru eða litlu upplagi. Við getum prentað allt að 4.000 rúll- ur af límbandi á sólarhring þannig að framleiðslugetan er mjög mik- il. Hjá samkeppnisaðilum okkar er oft nokkurra vikna bið eftir límbandi sem er prentað erlendis.“ Þetta segir Bjarki Clausen hjá fyr- irtækinu Merkiverk en sala á áprent- uðum límböndum hefur farið mjög vaxandi hjá fyrirtækinu. Sá hluti starfseminnar fer fram undir heitinu Límbönd, en Merkiverk keypti það fyrirtæki árið 2009. Límböndin eru í senn afar gagnleg og um leið góð auglýsing fyrir fyrirtækið sem fær prentað merki sitt á rúlluna. Bjarki heldur áfram: „Við bjóðum líka sérprentuð lím- bönd frá aðeins 36 rúllum sem hent- ar mörgum smærri fyrirtækjum mjög vel. PVC-límböndin okkar eru þekkt fyrir styrk og gæði og þau skilja ekki eftir sig lím eða leifar þegar þau eru tekin af hlutum þegar þess þarf. En við heyrum oft að margir kvarta und- an slíku varðandi límbönd frá öðrum birgjum, að lím verði eftir þegar lím- bandið er tekið af, sem er hvimleitt. Annar kostur við límböndin frá okkur er verðið, en það er ódýrara að kaupa sérmerkta PVC-límbandsrúllu af okkur en að kaupa óáprentaða rúllu í byggingavöruverslun eða stórmark- aði. Við seljum einnig aðrar gerðir af límbandi eins og PP, akrýl o.fl. Einnig límbyssur og strekkiplast.“ Merkiverk býður einnig upp á ýmsar aðrar sérmerktar vörur fyrir fyrirtæki, til dæmis penna og bolla. Einnig eru bílamerkingar veigamik- ill þáttur í starfseminni. „Við bjóðum bæði upp á heilmerkingu á bílum þar sem bílnum er pakkað inn og heilu myndirnar þekja bílinn, en einnig eru smærri merkingar í boði.“ Bjarki álítur að bílamerkingar séu afar góð- ur og ódýr auglýsingamáti fyrir fyrir- tæki og segist þekkja dæmi þess að merkingar á bílum viðskiptavina hafi borgað sig upp í auknum viðskiptum strax daginn eftir. Merkiverk var stofnað árið 2007. Verkefnin eru fjölbreytt og af öll- um stærðum. Stærstu verkefni eru merkingar fyrir fyrirtæki. Allt frá ein- földum gluggamerkingum að sér- smíðuðum skiltum með sérhann- aðri lýsingu. Þetta eru oft mjög stór skilti á álplötum, ljósaskilti eða segl- skilti sem geta þakið heilu veggina á húsum. „Við merkjum mikið fyrir verslanir og veitingastaði, og ekki má gleyma öllum bátamerkingunum og umferðar- og bílastæðaskiltum í öll- um formum og gerðum,“ segir Bjarki. Hjá almenningi eru fatamerk- ingarnar hjá Merkiverk mjög vin- sælar. „Það er bæði þannig að fólk kaupir af okkur merktan fatnað eða að við merkjum föt fyrir fólk. Þetta er misviðamikið, við erum með silki- prentun en skerum líka út í vínyl merki sem eru einfaldari og fljótlegri. Við bjóðum síðan upp á mikið úrval af bolum, háskóla- og hettupeysum og vinnufatnaði, en það er helsti fatn- aðurinn sem við erum að merkja.“ Til að kaupa merktan fatnað hjá Merkiverk eða láta merkja föt er best að senda fyrirspurn á netfangið merkiverk@merkiverk.is. n Merkiverk er til húsa að Fossaleyni 14 í Grafarvogi. Símanúmer er 578-7733. Vefsíður eru www.merkiverk.is og www.limbond.is. Merkiverk hefur meðal annars séð um merkingar fyrir veitingastaðinn Italiano Alls konar bílamerkingar hjá Merkiverk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.