Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Síða 32
Helgarblað 10.–13. mars 201728 Fólk Viðtal hvort eða hvenær hann kemst að. Þá hefur enginn fundist sem getur fylgt Dóra í sundlaugina á Reykjalundi. „Þetta er ótrúlegt. Um leið og hann kemst í vatn með fótinn minnkar bjúgurinn strax. Við förum stundum til Tenerife í sumarfrí. Þar erum við búin að finna frábært hótel sem er paradís fyrir fatlað fólk. Þar fer Dóri á hverjum einasta degi í sundlaugina. Og þar sem sund- laugin þar er með handrið getur hann gengið hring eftir hring. Auk þess sem þetta er gríðarlega góð æf- ing, finnur hann tilfinninguna að geta gengið og eftir nokkur skipti í lauginni er bjúgurinn horfinn.“ Þá segir Karólína: „Þetta er svo ósanngjarnt. Hann borgaði sína skatta og vann eins og skepna í 45 ár. Þessi mað- ur byggði hálfa Reykjavík. Svo um leið og hann veikist, er orðinn fatl- aður, er honum sparkað út í horn. Þannig upplifum við þetta. Hver sem er gæti lent í hans sporum. Þú, ég, börnin okkar. Það er líka fjöldi fólks í hans sporum. Þetta þarf að breytast. Við þurfum að hugsa bet- ur um fatlaða fólkið okkar og veita þá þjónustu sem við sjálf myndum sætta okkur við.“ Karólína vill þó koma því skýrt á framfæri hún er alls ekki ósátt við, né sé að gagnrýna, starfsfólkið sem hefur sinnt Dóra frá því að hann veiktist. Það sé allt af vilja gert en sökum manneklu og fjárskorts sé því gert erfitt um vik að sinna hverj- um einstaklingi eins vel og það sjálft myndi vilja. Sjálf hefði Karólína viljað að Dóri væri í meiri endurhæfingu. Sérstak- lega tal- og sjúkraþjálfun. Sú þjón- usta er einnig af skornum skammti en Karólína er alveg viss um að Dóri væri kominn með betri færni og gæti tjáð sig betur ef hann hefði fengið viðeigandi aðstoð eftir að hann útskrifaðist af Grensás. „Ætli ég leiti ekki fljótlega til Sinnum. Það er einkarekið og ætli það verði ekki framtíðin að þeir sem eigi peninga geti fengið viðeigandi aðstoð. Hinir geta bara étið það sem úti frýs.“ Engar ummönnunarbætur Þrátt fyrir að Karólína annist Dóra allan sólarhringinn fær hún ekki greiddar ummönnunarbætur. „Ég get fengið ummönnunarbætur ef ég sýni fram á að hafa þurft að minnka við mig vinnu. Aðalvinnan við Dóra er annaðhvort snemma á morgn- ana eða seint á kvöldin. Vinnan mín er ekki á þessum tímum sólar- hrings.“ Spurð hvað sé erfiðast í þessari stöðu sem þau eru í segir Karólína án þess að hugsa sig um: „Að hann geti ekki talað. Skítt með hjólastólinn. Smá líkamleg að- stoð er ekki vandamálið. Það tek- ur gríðarlega mikið á okkur bæði þegar Dóri vill segja mér eitthvað og ég skil það ekki. Eða þegar mig langar að ræða eitthvað við hann og hann getur ekki svarað mér.“ Karólína segir að þau hugsi lítið um framtíðina. „Enginn veit hvað gerist næst. Því erum við ekki að velta okkur upp úr framtíðinni. Þó svo að þetta sé ekki lífið sem Dóri sá fyrir sér er hann sáttur við að vera á lífi og geta fylgst með barnabarninu sínu vaxa og þroskast. Við tökum bara einn dag í einu og höfum það gott eftir atvikum.“ n „Ætli það verði ekki framtíðin að þeir sem eigi peninga geti fengið viðeigandi aðstoð. Hinir geta bara étið það sem úti frýs. Karólína hefur staðið þétt við bakið á sínum manni Ósátt við veggina í kerfinu sem hún segir að þau reki sig alltof oft utan í. Mynd Sigtryggur Ari Karólína sendi eftirfarandi texta á alla alþingismenn Þingmaður Samfylkingarinnar gæti ekki hugsað sér að vera baðaður einu sinni í viku 1. mars 2017 Kæri fulltrúi þjóðarinnar. Vissir þú, að fólk sem dvelur á hjúkrunar- eða dvalarheimil- um, fær í flestum tilvikum ekki að fara í sturtu nema einu sinni í viku? Þetta er fólk sem er auðvitað búið að vinna allt sitt líf, búið að borga skatta og þar með laun þingmanna og ráðherra í gegn- um tíma. Og þegar það er orðið gamalt eða veikt og þarf á hjálp að halda, þá er það þetta sem er í boði. Ég komst að þessu núna í viku, þegar maðurinn minn sem er fatlaður fékk hvíldarinnlögn í eina viku. Ég fann líka út að það er ýmislegt annað sem er ekki eins og ætti að vera á slíkum heimilum, enda eru þessar stofnanir fjársveltar og hafa ekki mannskap til að sinna gamla fólkinu almennilega. Það er til dæmis oft ekkert annað að gera fyrir fólkið en að horfa á sjónvarpið allan daginn … Væri ekki tími til að gera smá úttekt á þessum stöðum og setja peninga í þetta málefni, frekar en til dæmis að hækka laun hjá fólki sem þegar er með miljón eða meira á mánuði? Þú veist það, að við verðum öll einum degi eldri, á hverjum degi. Og margir okkar enda á hjúkrunar- eða dvalarheimili. Kannski þú líka. Hvernig þætti þér, að fara bara í sturtu einu sinni í viku …? Ég vona að einhverjir vilja athuga þetta mál, enda er virki- lega þörf á því. Kær kveðja, Karólína. Örfáir létu sig málið varða Þrír þingmenn af þeim 63 sem sitja á Alþingi sáu sér fært að svara bréfi Karólínu. Það voru Nichole Leigh Mosty, varaformaður þingflokks Pírata, Guðjón S. Brjánsson, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Nichole þakkaði Karólínu fyrir orðsendinguna og óskaði eftir leyfi til að nýta bréfið í vinnu og samtal í ráðu- neytinu. Í svari Guðjóns kvaðst hann nýkominn af fundi velferðarnefndar þar sem umræðuefnið var hjúkrunar heimilin, rekstur og þjónusta. Hann tekur undir með Karólínu að fjárhagur hjúkrunarheimila hafi verið í miklum molum en nú sjái fram á betri tíma þar sem greiðslufyrirkomulagi til þeirra hafi verið breytt og nýr samningur gerður. „Vonandi mun það skila sér í betri og mannúðlegri þjónustu. Mér finnst sjálfum þetta ekki vera atlæti sem ég gæti hugsað mér ef ég sjálfur væri í þessum sporum. Við eigum alltaf að stilla málum þannig upp, hvort maður sjálfur gæti hugsað sér aðbúnað og viðmót af þessu tagi og svar mitt er auðvitað nei. Svar Vilhjálms var nokkuð staðlað en hann kveðst vilja beita sér í þessum mikilvæga málaflokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.