Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Síða 44
Helgarblað 10.–13. mars 201740 Heilsa
Blautar
Brækur
n Þvagleki getur verið hvimleitt vandamál n Grindarbotnsæfingar gagnlegar
M
amman kallar á 10 ára
dóttur sína sem hoppar
á trampólíninu að
koma nú inn að borða,
„meira hvað barnið get-
ur skoppað þetta fram og til baka
án þess að lenda í vandræðum.“
Ekki myndi hvarfla að mömmunni
að gera þetta í dag, hún myndi ör-
ugglega missa það í brækurnar
við þessa áreynslu. Reyndar hefur
þetta verið allt hið ómögulegasta
mál síðustu árin, hún hefur varla
mátt hnerra eða hlæja af hjartans
lyst af ótta við það sama. Kaupandi
innlegg til að vera viss, þrátt fyrir að
hún sé ekki á blæðingum. Sérstak-
lega í ræktinni er þetta hvimleitt því
hún verður að vera búin að tæma
blöðruna áður en hún fer að djöfl-
ast með hinum stelpunum, annars
er voðinn vís.
Hvimleitt vandamál
Þarna er um að ræða eitt birtingar-
form þvagleka sem er algengt hjá
konum, sérstaklega eftir barns-
burð eða í kjölfar tíðahvarfa með
tilheyrandi breytingum í slímhúð.
Þetta er sérlega hvimleitt vanda-
mál og oftsinnis lítið rætt, því mið-
ur, enda vandræðalegt að geta ekki
haldið þvagi. Flestir tengja það við
ungbörn með bleyju eða eldra fólk
sem hefur misst stjórn, síður við
unga og hrausta konu. Þvagleki er
tvisvar sinnum algengari að jafnaði
hjá konum en körlum og byggir það
töluvert á líffærafræði og byggingu
grindarbotnsins. Það eru hins vegar
margir karlar sem finna fyrir slík-
um einkennum einnig, þá sérstak-
lega þeir sem glíma við blöðruháls-
kirtilsvanda og hafa farið í aðgerð.
Margir áhættuþættir
Við þekkjum marga sjúkdóma sem
hafa áhrif á starfsemi þvagblöðr-
unnar og geta leitt til þvagleka, en
einna helst eru það taugasjúkdóm-
ar eins og Parkinson, Alzheimer,
MS-sjúkdómur, heilaáföll, mænu-
skaði og sykursýki. Ekki má gleyma
einfaldari vandamálum samanber
þvagfærasýkingar og hægðatregðu
auk neyslu- og hegðunartengdra
atriða sem geta ýtt undir þvaglos-
un og leka. Áfengi, of mikil vökva-
inntaka, reykingar, offita, koffein,
ertandi efni fyrir blöðruna eins og
krydd, sykur og sýrur auk lyfja að
sjálfsögðu geta haft veruleg áhrif og
ýtt undir þann vanda sem fyrir er
eða jafnvel skapað hann.
Geta valdið einangrun
Þvagleka geta fylgt ýmis vandamál,
mörg þeirra vegna ertandi áhrifa
þvagsins á húðina, aukinnar tíðni
þvagfærasýkinga en síðast en ekki
síst hinna sálfélagslegu þátta sem
geta valdið einangrun og haft veru-
leg áhrif á líf og líðan viðkomandi.
Það er þekkt að þvagleki getur dreg-
ið úr áhuga á líkamsrækt og þátt-
töku í félagslífi, truflað svefn og ein-
beitingu auk þess að hafa áhrif á
nánd og samlíf af ótta við að missa
þvag. Það er því ljóst að til mikils er
að vinna og reyna að leysa þennan
vanda sem oftar en ekki er haldið
leyndum og ætti þvert á móti að
hvetja bæði konur og karla til að
ræða þessi vandamál við lækni eða
annan fagaðila.
Stundum þarf aðgerð
Nauðsynlegt er að fá rétta grein-
ingu og aðstoð því í mörgum tilvik-
um er hægt að meðhöndla eða jafn-
vel lækna þvaglekann, en honum er
skipt upp í nokkur form eftir alvar-
leika hans og tekur meðferðin mið
af því. Í sumum tilvikum duga ein-
faldar æfingar, en stundum þarf
aðgerð og lyfjameðferð til að ná
viðunandi árangri. Konur og karl-
ar ættu að ræða þetta opinskátt og
læknar þurfa að vera meðvitaðir,
en þar sem vandinn er bæði van-
greindur og sjaldan ræddur eru töl-
ur nokkuð á reiki með tíðni. Talið
er að allt að 65% kvenna og allt að
40% karla finni fyrir slíkum ein-
kennum á lífsleiðinni og augljós-
lega eru hæstu tölurnar að eiga við
elsta hópinn. Þá er talið að minna
en helmingur þeirra sem glíma við
slíkan vanda leiti sér aðstoðar og
einnig að stór hópur viðurkenni
hann alls ekki.
Grindarbotnsæfingar
gagnlegar
Þá er einnig áhugavert að vita að
einfaldasta leiðin til að hindra eða
bæta þvagleka eru grindarbotns-
æfingar, en fæstar konur gera þær
reglubundið, hvað þá karlar. Rann-
sóknir hafa sýnt að allt að þriðjung-
ur þeirra sem þó gera slíkar æfingar
gera þær vitlaust, svo við eigum
enn langt í land að því er virðist
og er mikilvægt að kenna þær. Vit-
undarvakningar er þörf að mínu
viti, því leitun er að jafn einföldu og
ódýru úrræði sem getur haft jafn af-
gerandi áhrif á líf og líðan einstak-
linga og grindarbotnsæfingar. n
Teitur Guðmundsson
læknir
„Vitundarvakningar
er þörf að mínu
viti, því leitun er að jafn
einföldu og ódýru úrræði
sem getur haft jafn af-
gerandi áhrif á líf og líðan
einstaklinga og grindar-
botnsæfingar.
Þvagleki Í sumum
tilvikum duga einfaldar
æfingar, en stundum þarf
aðgerð og lyfjameðferð til
að ná viðunandi árangri.
Mynd JonaTHan P. Bacani
Hræðsla
við að fitna
Grein af doktor.is
Lystarstol er átröskun sem oftast
leggst á stúlkur á aldrinum 12–
20 ára. Drengir geta líka fengið
hana. Sjúkdómurinn einkenn-
ist meðal annars af þyngdartapi,
sem maður veldur sjálfur með
því að sniðganga „feitan“ mat,
eða hreyfir sig mjög mikið eða
tekur lyf (hægðalyf, vatnslosandi
lyf) eða með uppköstum.
Ekki er nákvæmlega vitað
hvað orsakar lystarstol. Margt
hefur þar áhrif. Þetta virðist
tengt menningunni, enda sjúk-
dómurinn að mestu bundinn
við hinn vestræna heim og feg-
urðarímynd
nútíma-
konunnar.
Gelgjuskeiðið
hefur áhrif
svo og ýmsir
erfiðleikar
og áföll, eins
og ástvinamiss-
ir. Sérstaklega er mikil hætta á
lystar stoli hjá fyrirsætum, ball-
ettdönsurum og úrvalsfólki í
íþróttum, því væntingar eru um
að það sé mjög grannt. Maður
fær mat og hitaeiningar á heil-
ann. Og alltaf er verið að bolla-
leggja hve lítið eigi að borða
og hve mikið eigi að hreyfa
sig. Ráðgert er að léttast um
ákveðinn fjölda kílóa og því er
farið í megrun. Megrunarkúrinn
fer úr böndunum og engin leið
er að hætta honum.
Einkenni lystarstols geta
til dæmis verið þyngdartap
sem er minnst 15% af eðli-
legri þyngd (miðað við ald-
ur og hæð). Þyngdartapið er af
eigin völdum (fasta, skert nær-
ing, hreyfing, vatnslosandi lyf,
hægðalyf, megrunarlyf, upp-
köst). Kvíði fyrir fitusöfnun og
þyngdaraukningu. Tíðatruflanir
eða þroskahömlur á gelgju-
skeiði.
Ýmislegt er til ráða, segðu
góðri vinkonu eða vini hvernig
þér líður, eða foreldrum eða
systkinum. Gerðu eitthvað skap-
andi, eins og að teikna, mála eða
skrifa, ekki einangra þig frá öðr-
um, hittu lækni þinn eða annað
fagfólk á heilbrigðissviði. Fáðu
næringarráðleggingar og fylgdu
þeim. Ræddu við aðra, sem hafa
þjáðst af lystarstoli.
Því fyrr sem leitað er lækn-
inga, því meiri eru möguleik-
arnir á því að ná bata. Því þarf
að ná góðri samvinnu við stúlku
með lystarstol. Að jafnaði var-
ir sjúkdómurinn í þrjú ár, og
maður getur vel náð bata þó
að sjúkdómurinn hafi staðið í
mörg ár. Ef ekki er leitað lækn-
inga er hætt við því að veikindin
verði langvarandi. Langvarandi
sultur eykur hættuna á bein-
gisnun (osteoporosis), hjá þeim
yngstu getur vöxtur á hæðina
staðnað, og hjartavöðvi, lifur,
nýru og heili geta skaðast. Þar
sem sjúkdómurinn hefur bæði
líkamleg og geðræn einkenni
þarf meðferðin að miðast við
hvort tveggja. Það er því mikil-
vægt að læknir sjái um með-
ferðina, gjarnan í samvinnu við
sálfræðing. Einnig er gagnlegt
að næringarráðgjafi og sjúkra-
þjálfari komi að málinu.