Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 46
Helgarblað 10.–13. mars 201742 Menning Leyndardómar Rauðu seríunnar n Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir hefur gefið út Rauðu seríuna í Þ að finnst varla sá sumar­ bústaður á Íslandi þar sem ekki má finna nokkrar bækur úr Rauðu seríunni, út úr lesnar kiljur í sterkum lit­ um og með dramatískum uppsettum kápumyndum af kúrekum og fögrum fljóðum, og titlum á borð við Leikur ástarinnar, Tilboð Luke eða Leyndar­ mál hennar. Þessar þýddu ástar­ og örlaga­ sögur hafa stytt ófáum Íslendingum stundir í þá rúmlega þrjá áratugi sem bækurnar hafa komið út hjá Ásútgáf­ unni. Stofnandinn og drifkrafturinn á bak við útgáfuna er ævintýrakonan og ástarsagnadrottningin Rósa Vest­ fjörð Guðmundsdóttir. Blaðamaður DV heimsótti Rósu á skrifstofu þessarar afkastamiklu bókaútgáfu í einbýlishúsi í Grafar­ vogi og spjallaði um ástarsögur, for­ dóma og örlög Rauðu seríunnar. Það hafði enginn trú á þessu Það var árið 1985 sem Rósa byrjaði að gefa út ástarsögur í vasakiljum en þá höfðu hún og æskuástin hennar og eiginmaður Kári Þórðarson rekið prentsmiðjuna Ásprent á Akureyri um nokkurt skeið. „Það var svolítil kreppa á þessum tíma og okkur vant­ aði meiri vinnu. Þá kviknaði hug­ myndin,“ rifjar Rósa upp brosandi og lýsir því hvernig hún lét prenta bækurnar líkt og dagblöð. Rósa segir frá því að hún hafi alltaf verið mikill lestrarhestur og hafi raunar alist upp á bókasafni, enda hafi það verið staðsett á æskuheim­ ili hennar á Skógarströnd á Snæfells­ nesi. Snemma hafi hún kynnst ást­ arsögum frá bresku bókaútgáfunni Mills & Boon, fyrsta útgefanda ástar­ sagna í vasaútgáfu í heiminum, og þetta voru bækurnar sem hún vildi gefa út á íslensku. „Kári sagði mér bara að gleyma þessu. Hann hefur alltaf verið sá skynsami,“ segir Rósa og hlær. „Það sögðu allir að ég væri rugluð. Það hafði enginn trú á þessu. En ég er náttúrlega voðalega þrjósk, og ef fólk segir nógu oft við mann að eitthvað muni ekki ganga, þá lætur maður það ganga,“ segir Rósa. „En maður verður líka að hafa trú á því. Og ég var viss um að það væri alltaf hægt að selja ástarsögur. Við viljum að lífið sé gott, við viljum að það sé gleði í lífinu. Flest viljum við giftast og helst eignast börn. Gagn­ kynhneigðir, hommar eða lesbíur, það skiptir ekki máli. Þetta er sama tilfinningin – meira að segja í dýr­ unum. Lífið snýst um að maka sig og eiga afkvæmi.“ Örlagarík fyllerísferð Sagan af því hvernig Rósa náði samn­ ingi við bandaríska útgefandann Harlequin Enterprises um útgáfu á bókum frá Mills & Boon á íslensku reynist vera nokkuð æsileg. Hún ferð­ aðist á bókamessuna í Frankfurt og fékk þann aðila sem hafði haft um­ boð fyrir bækurnar á Íslandi til að koma með og hafa milligöngu við samningsgerðina. „En þá vissi ég hins vegar ekki að hann væri þurr alki. Hann datt svona hressilega í það á leiðinni út – og ég var nánast mállaus enda kunni ég litla sem enga ensku, bara með gagn­ fræðaskólapróf,“ útskýrir Rósa. Eftir rútuferð frá Lúxemborg til Frankfurt var farangurinn týndur, samferða­ maðurinn ofurölvi og Rósa vissi ekkert hvar hótelið var eða hvernig kaupin gerðust á eyrinni. En allt fór það þó betur en á horfðist. „Eftir fyrsta daginn ákvað ég að fara án karlsins á messuna og reyna að fá samningana beint – og það tókst. Þau frá Harlequin hlógu reyndar bara að mér. Þeim fannst þetta svo ruglað að láta sér detta í hug að halda að þetta gengi á Íslandi, þar sem var engin brautar­ stöð. „Hvar ætlar þú að selja bækurn­ ar? Þú mátt alveg reyna!“ sögðu þau,“ rifjar Rósa upp. „En svona eru örlögin. Ef karlinn hefði ekki verið svona fullur hefði hann haft milligöngu um samning­ ana og kannski fengið 20 prósent af sölunni í öll þessi ár – þá væri ég löngu farin á hausinn“ segir hún og hlær. Fyrsta bókin í Rauðu seríunni, Spegilmynd ástarinnar eftir Anne Mather, kom út árið 1985. Þrátt fyrir nokkuð þras um hvort orðið „sería“ gæti talið íslenskt segir hún viðtökur lesenda hafa verið gríðarlega góðar alveg frá upphafi. Nýtir hverja lausa stund Nú fær Rósa sendar um 60 bækur frá Harlequin í hverjum mánuði. Hún velur að meðaltali fimmtán sög­ ur sem henni líst vel á og les þær. Úr þeim velur hún svo nokkrar sem hún vill gefa út og sendir á þýðendur. Hún segir það vissulega vera mikla vinnu að lesa svo margar bækur í hverjum mánuði en það komist upp í vana: „Maður er alltaf með bók með sér og nýtir hverja lausa stund. Þannig leiðist manni heldur aldrei. Ef ég fer eitthvert með karlinum og hann er að kjafta, þá er ég bara að lesa – í staðinn fyrir að vera sífellt að öskra á hann: „Ertu ekki að koma!?““ leikur Rósa og hlær. Hún flokkar bækurnar eftir efnis­ tökum, safnar sögum úr sama sagna­ heiminum og gefur út eina á eft­ ir annarri svo dyggir lesendur geti fylgst með örlögum persónanna án þess að þurfa að bíða of lengi. Bækurnar koma út í sex flokkum sem Rósa bjó til sjálf og velur sögur í. Hver flokkur hefur sinn stíl og einkenni. Í upphafi gaf hún aðeins út „Ástar­ sögur“, en fljótlega bættust við „Ást og afbrot“ og síðar „Örlagasögur“ og „Sjúkrahússögur“. Einnig gefur hún út sögur í ódýrara tímaritabroti og kallast þær „Ást og óvissa“ og „Ást og undirferli“. Allt í allt koma því út sex nýjar sögur á mánuði og hver þeirra er prentuð í 1.800 eintökum, auk þess sem þær eru seldar sem rafbækur og nokkrar sem hljóðbækur á netinu. Rafbækurnar sem komu fyrst út árið 2010 eru orðnar 508 talsins og hljóð­ bækurnar á þriðja tug. „Það var umtalsvert meiri sala hér áður fyrr en ég hef samt alltaf haldið haus. Það eru 400 til 500 áskrifendur, en mesta salan er í Bónuspökkunum. Það var sérstaklega mikið „hitt“ þegar við byrjuðum að selja ódýra pakka með öllum sögunum. Ég og maðurinn minn dreifum sjálf í versl­ anir. Það eru þrír dagar sem við keyr­ um mikið,“ segir Rósa og hlær. Karlarnir laumast í spennu- bækurnar Rósa segir flesta lesendur bókanna vera konur en hún segist þó vita til þess að karlmenn kíki líka í bækurn­ ar í sumarfríum og þá sérstaklega þær sem innihalda spennu og hasar. „Það eru í raun bara tveir flokk­ anna með „soft“ ástarsögum. Hinar eru meira „hardcore“ bækur. Í svarta blaðinu er til dæmis mikið um „Það hafa alltaf ver- ið fordómar. Þetta þykja ekki bók- menntir. En ég spyr þá hvað eru bók- menntir? Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Ástarsagna- drottningin Rósa Guðmunds- dóttir segir fáa hafa haft trú á því fyrir 32 árum að hún gæti gefið út ástarsögur í hverjum mánuði – en síðan þá hafa komið út hátt í 2.000 bækur í Rauðu seríunni. MyNd SiGtryGGur Ari Fyrstu bækurnar Spegilmynd ástarinnar var fyrsta bókin sem kom út í Rauðu seríunni árið 1985. MyNd SiGtryGGur Ari Metsölulisti Eymundsson 2.– 8. mars 2017 Allar bækur 1 LögganJo Nesbø 2 Dalalíf 4 - Logn að kvöldi Guðrún frá Lundi 3 Andartak eilífðar Paul Kalanithi 4 Eftir að þú fórst Jojo Moyes 5 KviksyndiMalin Persson Giolito 6 Óvættaför 26 Haukdreki Adam Blade 7 Allt sem ég man ekki Jonas Hassen Khemiri 8 Móðurhugur Kári Tulinius 9 SpeglabókinEugen Ovidiu Chirovici 10 Þögult ópAngela Marsons Handbækur / Fræði- bækur / Ævisögur 1 Andartak eilífðarPaul Kalanithi 2 Leitin að svarta vík-ingnum - kilja Bergsveinn Birgisson 3 Sálmabók Ýmsir höfundar 4 Íslensk orðsnilld - Fleyg orð úr íslensk- um bókmenntum Ingibjörg Haraldsdóttir valdi 5 Dagbók barnsinsYvonne Perrin 6 Átta vikna blóð-sykurkúrinn Michael Mosley 7 TvísagaÁsdís Halla Bragadóttir 8 Land föður míns Wibke Bruhns 9 Andlit norðursinsRagnar Axelsson 10 Ljúflingar - prjón-að á smáa og stóra Hanne Andreassen/Torunn Steinsland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.