Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Síða 48
Helgarblað 10.–13. mars 201744 Menning Vann til tvennra verðlauna í virtri ljóðasöng- keppni Jóhann Kristinsson, sonur Kristins Sigmundssonar, hefur gefið úr þrjár plötur með frumsaminni kassagítartónlist en gerir það nú gott í heimi klassískrar tónlistar J óhann Kristinsson barítón- söngvari hlaut tvenn verð- laun í hinni virtu alþjóðlegu ljóðasöngvakeppni Das Lied sem fór fram í Heidelberg í Þýskalandi á dögunum, en þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur hlýtur verðlaun í keppninni. Jóhann, sem er 28 ára og við það að ljúka masternámi í óperusöng við Hanns Eisler-tónlistarháskól- ann í Berlín, á ekki langt að sækja sönghæfileikana en hann er sonur Kristins Sigmundssonar óperu- söngvara. Áhorfendaverðlaun í virtri ljóðasöngkeppni Jóhann var einn tuttugu og sex söngvara sem voru valdir úr hópi 116 umsækjanda til að syngja á sviðinu í Heidelberg þegar alþjóð- lega ljóðasöngkeppnin Das Lied - International Song Competition fór fram í síðustu viku. Keppnin, sem er stofnuð af hinum heimsþekkta ljóðasöngvara Thomas Quasthoff, er haldin á tveggja ára fresti og er þetta í fimmta skipti sem hún fer fram. „Ljóðasöngvar eru verk þar sem tónskáld hafa tekið ljóð sem hreyft hafa við þeim á einhverj- um tímapunkti og sameinað þau við eigin tónsmíðar og tilfinningar. Úr þessu verður eitthvert falleg- asta samtal sem um getur í list- um – eitthvert fallegasta listform sem ég þekki,“ útskýrir Jóhann. „Þú sem ljóðasöngvari ert svo nakinn á sviðinu, þú þarft að endurspegla þær tilfinningar sem bæði ljóðskáldið og tónskáldið fundu fyrir þegar verkin voru samin. Það er hægara sagt en gert og maður getur aldrei kafað of djúpt ofan í eigin tilfinningar. Það er hins vegar ekkert jafn hundleiðin- legt og heilt tónleikaprógramm með ljóða söngvara sem meinar ekki það sem hann syngur.“ Og verk eftir hvaða tónskáld söngst þú í keppninni? „Maður þurfti að undirbúa sig með því að æfa 30 lög, fimmtán eftir Franz Schubert, tíu eftir Robert Schumann og fimm eftir nútímatón- skáldið Wolfgang Rihm. Í fyrstu lotu átti maður að syngja þrjú lög að eig- in vali, þeir sem komust áfram fengu svo að syngja þrjú lög í viðbót sem dómnefndin valdi auk tveggja laga að eigin vali. Í úrslitalotunni átti maður svo að syngja sex lög í við- bót,“ útskýrir Jóhann. Dómnefndin, sem var meðal annars skipuð nokkrum af virtustu ljóðasöngvurum heims og áhrifa- fólki innan tónlistarheimsins, veitti Jóhanni þriðju verðlaun fyrir frammistöðuna en hann sigraði hins vegar í kosningu áhorfenda og hlaut því sérstök áhorfendaverðlaun. „Það kom alveg flatt upp á mig, en var al- veg ótrúlega gaman! Mér finnst svo mikilvægt að fá viðbrögð frá hinum almenna hlustanda en ekki bara fag- fólkinu.“ Jóhann hlýtur 5.000 evrur fyrir hvor verðlaun og mun þar að auki fá að koma fram ásamt hinum verð- launahöfunum á sérstökum tón- leikum á tónlistarhátíðinni Heidel- berger Frühling í apríl. „Það hefur auðvitað líka mikla þýðingu að ná að stimpla sig inn hjá fólki sem hefur eitthvað að segja í þessum bransa.“ Úr poppinu í klassíkina Áður en Jóhann sökkti sér almenni- lega í klassíska sönginn hafði hann vakið nokkra athygli í íslensku indítónlistarsenunni fyrir lág- stemmdar dægurlagasmíðar sínar sem hann lék reglulega einn með kassagítar á tónleikum og gaf út á tveimur plötum. En hefur hann gefið popptónlistarferilinn upp á bátinn? „Nei, nei – eða ég veit nú ekki beint hvort það hafi verið einhver „ferill“,“ segir Jóhann og hlær. „En þegar ég byrjaði í masternáminu í Berlín ákvað ég að einbeita mér al- veg að því. Maður þarf að leggja svo ótrúlega hart að sér ef maður ætlar að ná einhverjum árangri á þessu sviði, sérstaklega vegna þess hversu hörð samkeppnin er. Þegar maður er að fást við tónlist hefur heilinn svo bara ákveðið þrek í það á hverjum degi. Það er erfitt að vinna í klassík heilan vinnudag og fara svo að vinna að annarri tónlist – þá langar mann bara að gera eitthvað.“ Eru klassíkin og dægurtónlistin algjörlega tveir aðskildir hlutir í þínum huga, eða er eitthvað sem þú hefur tekið úr dægurtónlistinni sem þú getur nýtt þér í dag? „Jaaa, í mínum huga gildir það sama um alla tónlist, ef hún flæðir ekki þá er hún óáhugaverð. Það þarf að vera þessi tilfinning að einhverju sé sleppt lausu – það er eitthvað „release“ sem verður alltaf að vera til staðar. Mér finnst eins og þetta sé eitthvað sem ég taki úr þeirri reynslu að hafa búið til tónlist sjálfur. Mér finnst ég geta sleppt mér í tímalaust ástand sem er engu að síður í rytma.“ Það er eiginlega óhjákvæmilegt að spyrja þig út í föður þinn, Kristin Sigmundsson. Var einhver pressa heiman frá að fara í þessa átt? „Alls ekki – foreldrar mínir hafa alltaf stutt mig í öllu sem ég hef viljað gera. Pabbi hefur stundum sagt að bara ef ég geti ekki hugsað mér neitt annað þá eigi ég að gera þetta. En það er heldur ekki nein endanleg ákvörðun að starfa við söng. Þetta er mjög erfiður bransi og lífið sem fylgir þessu er erfitt, maður þarf að hafa þykkan skráp. En ég flýt bara áfram með þessari öldu núna, leyfi henni að bera mig þangað sem hún ber mig – og ef hún stoppar einhvern tímann þá finnst mér engin uppgjöf falin í því að snúa mér að einhverju öðru.“ n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Mér finnst svo mikilvægt að fá viðbrögð frá hinum almenna hlustanda en ekki bara fagfólkinu. Uppáhald áhorfenda Jóhann söng í úrslitum Das Lied ljóðasöngvakeppninnar í Heidelberg við undirleik píanistans Ammiel Bushakevitz og hlaut meðal annars áhorfendaverðlaun keppninnar. Úr listheiminum Í upphafi mars var opnuð mál-verkasýning George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á forsetabókasafninu Háskól- anum Í Dallas í Texas. Sýningin nefnist Portraits of courage og gefur þar að líta 66 andlitsmál- verk af hermönnum sem særðust í Íraksstríðinu, sem forsetinn hóf árið 2003. Hann hefur áður sýnt málverk sín af ýmsum leiðtog- um ríkja heims sem hann hitti á meðan hann gegndi embætti for- seta. Efnisveitan og sjón-varps- þáttaframleið- andinn Netflix hefur staðfest að fyrirtækið vinni nú að þróun sjónvarpsþáttar sem áhorfendur geta haft áhrif á með því að velja hvernig sögunni vindur fram. Fyrirtækið mun hefja tilraunir á þessu ári með barnaþáttum þar sem áhorfendur geta haft áhrif á ævintýrið og ef tilraunin geng- ur vel mun það prófa tæknina í sjónvarpsþáttum fyrir fullorðna. Þekktasti laumulistamaður heims Banksy hefur opnað 10 herbergja hótel í Betlehem. Hótelið, sem er allt í senn gisti- heimili, listasafn, innsetning og pólitískur mótmælagjörningur, er staðsett fyrir neðan umdeild- an múr sem skilur að landsvæði Palestínumanna og ólöglegar landnemabyggðir Ísraela. Inn- volsið er sagt vísa á dystópískan hátt í nýlendusögu svæðisins og gluggar allra herbergjanna snúa út að múrnum, en listamaður- inn segir raunar að ekkert hótel í heiminum hafi verra útsýni en þetta. Tónlistar-maðurinn Stephin Merritt og hljómsveit hans The Magnetic Fields eru þekkt fyrir þematíska nálgun á metnaðar- full popptónlistarverkefni. Árið 1999 gaf sveitin til að mynda út þreföldu plötuna 69 Love Songs, sem innihélt 69 frumsamin ást- arlög. Í dag, 10. Mars, kom út nýjasta plata sveitarinnar en fyrir hana samdi Merritt eitt lag fyrir hvert þeirra 50 ára sem hann hef- ur lifað. Platan nefnist 50 Song Memoir og kemur út hjá No- nesuch Records.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.