Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Qupperneq 8
8 Helgarblað 21.–24. apríl 2017fréttir 4,4 milljarðar í rekstrar- kostnað síðastliðin tvö ár n Rekstrarkostnaður Gildis nam 2,2, milljörðum í fyrra n Verulegur launamunur á stjórum sjóðanna R ekstrarkostnaður Gildis líf­ eyrissjóðs nam rúmum 2,2, milljörðum króna árið 2016 samkvæmt nýbirtum árs­ reikningi sjóðsins. Rekstrar­ kostnaðurinn hækkaði aðeins lítillega milli ára eða um rúm 2,2 prósent og þar með umtalsvert minna en hjá Lífeyris­ sjóði verzlunarmanna þar sem hann hækkaði um rúm 36 prósent milli ára. Rekstrarkostnaður Gildis síðastliðin tvö ár hefur þó numið tæpum 4,4 millj­ örðum króna. Kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda hefur hækkað um tæp 50 prósent frá árinu 2013 og nam 429 milljónum króna í fyrra. Hár rekstrarkostnaður gagnrýndur DV fjallaði um rekstrarkostnað Lífeyr­ issjóðs verzlunarmanna í síðasta blaði þar sem kom fram að hann nam ríf­ lega 2,3 milljörðum í fyrra og gagn­ rýndi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, þennan mikla rekstrar kostnað og miklu hækkun milli ára harðlega, líkt og hann hefur gert sem stjórnarmaður VR um árabil. Þegar litið er til rekstrarkostnað­ ar sjóðanna munar mestu um fjár­ festingargjöld sem fela m.a. í sér allar þóknanir fjármálafyrirtækja og sjóða vegna umsýslu og stjórnunar á fjár­ festingum lífeyrissjóðsins. Hjá Gildi líf­ eyrissjóði nam þessi upphæð rúmlega 1,5 milljörðum króna árið 2016. Ofan á það leggst síðan skrifstofu­ og stjórnunarkostnaður upp á rúmar 742 milljónir króna, sem felur meðal annars í sér laun og launatengd gjöld starfsfólks, stjórnarlaun og laun endur­ skoðunarnefndar. Skrifstofu­ og stjórn­ unarkostnaður Gildis hækkaði um 12 prósent milli ára, en á sama tíma hefur starfsfólki aðeins fjölgað um einn. Eitt af því sem formaður VR gagn­ rýndi varðandi fjárfestingargjöldin var hvers vegna sjóðirnir væru að láta eigna­ og sjóðstýra fyrir sig öllum þess­ um eignum með tilheyrandi kostnaði, þegar fyrir væri yfirbygging í sjóðnum sjálfum. Taldi hann svigrúm til hag­ ræðingar þar, í þágu sjóðfélaga. Launamunur milli framkvæmdastjóra Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi lífeyrissjóður eru með­ al tveggja stærstu og umsvifamestu lífeyrissjóða landsins. Enn er þó verulegur munur á launum fram­ kvæmdastjóra sjóðanna tveggja, en líkt og fram hefur komið námu árs­ laun Guðmundar Þ. Þórhallsson­ ar, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 39,7 milljónum króna í fyrra. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, fékk rúm­ ar 28 milljónir í árslaun í fyrra og hafa laun hans hafa hækkað um 25 prósent frá árinu 2013. Guðmundur var því með um einni milljón meira í mánaðarlaun en kollegi hans Árni í fyrra. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Rekstrarkostnaður sjóðsins Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður og fjárfestingargjöld í milljónum króna Ár Skrifstofu-/stjórnunarkostnaður Fjárfestingargjöld (1) Alls 2016 742 1.510 2.252 2015 663 1.478 2.141 2014 658 X X 2013 638 X X Hækkun: 16,3% 2,2% (‘15–‘16) Árlegur skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hefur hækkað um 104 milljónir á tímabilinu 2013–2016. Fjárfestingargjöld hækkuðu um 111 milljónir milli áranna 2015 og 2016. (1) Fjárfestingargjöld Gildis fela í sér öll fjárfestingargjöld og allar þóknanir fjármálafyrirtækja og sjóða um sameiginlega fjárfestingu vegna umsýslu og stjórnunar á fjárfestingum lífeyrissjóðsins. Eignir sjóðsins í slíkum fjárfestingum voru um 131,7 milljarðar kr. í árslok 2016. Upplýsingar um þessi fjárfestingargjöld var ekki að finna sundurliðaðar í ársreikningum fyrir árin 2014 og 2013. Laun og launatengd gjöld Ár Kostnaður í millj. kr. Fjöldi starfsmanna 2016 429 33 2015 368 32 2014 306 27 2013 287 25 Breytingar 2013–2016 49,5% hækkun Fjölgun starfsmanna: 8 Laun og launatengd gjöld eru hluti af skrifstofu- og stjórnunarkostnaði. Árlegur launa- kostnaður hefur hækkað um 142 milljónir á tímabilinu á sama tíma og starfsmönnum hefur fjölgað um átta. Framkvæmdastjórinn Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, fékk rúmar 28 milljónir króna í laun í fyrra. Umtalsvert minna en kollegi hans hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Mynd Frétt eHF / GunnAr V. AndréSSon Gildi lífeyrissjóður Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna hefur sætt gagnrýni undan- farin ár. Hjá Gildi nam hann 2,2 milljörðum króna í fyrra, litlu meira en árið áður. Mynd SiGtryGGur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.