Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 15
Viðhald 15Helgarblað 21.–24. apríl 2017 KYNNINGARGREIN
BS Verktakar er fyrsta fyrir-tækið hér á landi sem sér um allt viðhald bílastæða
en svokölluð „parking lot mainten-
ance“ fyrirtæki eru algeng víða um
heim og sérstaklega Bandaríkj-
unum. Í 29 ár hafa BS Verktakar
sérhæft sig í bílastæðamálun,
vélsópun, malbikun, malbiksvið-
gerðum og ýmsu viðhaldi umhverf-
is fjölbýlishús, fyrirtæki og stofn-
anir. Fyrirtækið býr yfir öflugum
tækjakosti á þessum sviðum ásamt
mikilli reynslu og verkþekkingu
sem tryggja vönduð vinnubrögð í
hvívetna.
Bílastæðamálun og bíla-
stæðaskilti
Í næstum þrjá áratugi hafa BS
Verktakar boðið fyrirtækjum,
bæjarfélögum, húsfélögum og
fleiri aðilum upp á
málun bílastæða
og aðrar skyldar
merkingar, t.d.
stæði fatlaðra,
örvamerkingar,
gangbrauta-
merkingar og
bannsvæða-
merkingar o.fl.
Fyrirtækið býr
yfir fullkomnum
tækjakosti fyrir
þessi verkefni
sem ásamt hár-
réttum efnum
tryggja hámarks
endingu merk-
inganna.
Fyrirtækið
sér um allar merkingar á bílastæð-
um hvort sem er bílastæðaskilti
eða umferðarskilti. Það sér einnig
um allar merkingar fyrir verktaka
á vinnustöðum sem og bílamerk-
ingar fyrir aðra verktaka og aðra.
Malbikun og malbiksviðgerðir
Malbiksskemmdir breiða fljótt úr
sér og við það eykst viðgerðar-
kostnaður. Þess vegna er afar
mikilvægt að gert sé við hið fyrsta
ef malbikið er farið að skemmast.
Göt og holur í malbiki get einnig
valdið tjóni á bílum. Þess vegna er
mikilvægt að gera við skemmd-
ir í malbiki áður en stærri holur
myndast. BS Verktakar bjóða
upp á alhliða malbiksviðgerðir,
malbikssögun og lagningu nýs
malbiks.
BS Verktakar hafa jafnframt
tekið í notkun búnað til viðgerða
með geislahitun en í sumum tilfell-
um er sú tækni jafnvel betri en sú
hefðbundna. Fulltrúi fyrirtækisins
ráðleggur verkkaupa um rétt val á
aðferð hverju sinni.
Vélsópun og lóðaumsjón
BS Verktakar bjóða vélsópun á
bílaplönum. Boðið er upp á há-
þrýstiþvott fyrir bílaplön en það
er oft nauðsynlegt, sérstaklega
þegar plön hafa verið sandborin
að vetri.
BS Verktakar sérhæfa sig
jafnframt í þrifum og viðhaldi á
aðkomusvæðum fyrirtækja og
fjölbýlishúsa, t.d. tyggjóhreinsun,
veggjakrotshreinsun, þvotti á fast-
eignum, gluggum og bílageymsl-
um; fjarlægja einnig bílastæða-
merkingar og drasl af lóðum.
Í boði eru þjónustusamningar
og reglulegt viðhald þar sem
hentar.
Ýmiss konar önnur þjónusta er
í boði, t.d. kantsteinaviðgerðir og
önnur vinna í tengslum við kant-
steina, sem og ýmiss konar jarð-
vinna og garðvinna. Nánari upplýs-
ingar eru á heimasíðu fyrirtækisins,
verktak.is. BS Verktakar eru til húsa
að Ármúla 29, Reykjavík. Síma-
númer er 551-4000 og netfang er
verktak@verktak.is, frekari upplýs-
ingar á www.verktak.is.
Viðhald bílastæða
og ýmislegt viðhald
í kringum húseignir
BS VeRktakaR