Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Síða 24
24 umræða
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson
ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Fréttastjóri: Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Sigurvin Ólafsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
aðalnúmer: 512 7000
auglýsingar: 512 7050
ritstjórn: 512 7010
fréttaskot
512 70 70
Heimilisfang
Kringlan 4-12, 4. hæð
103 Reykjavík
Sandkorn
Helgarblað 21.–24. apríl 2017
Ókeypis auglýsing
Nýr stjórnmálaflokkur hlýtur
að fagna allri þeirri athygli sem
hann fær. Gunnar Smári Egilsson,
sem boðar stofn
un Sósíalista
flokks Íslands
hinn 1. maí, get
ur sannarlega
verið ánægður
með þá kynn
ingu sem fram
boð hans hefur fengið. Oddný G.
Harðardóttir, fyrrverandi formað
ur Samfylkingarinnar og einn af
örfáum þingmönnum flokksins,
fór á taugum vegna framboðsins
og bað forsvarsmenn Sósíalista
flokksins að ganga til liðs við
Samfylkinguna fremur en að
stofna nýjan flokk. Gunnar Smári
var fljótur að svara og sagði Sam
fylkinguna vera mesta eyðingar
afl vinstrisins. Eðalkratinn Jón
Baldvin Hannibalsson eyddi síðan
miklu púðri í að ræða um Sósíal
istaflokk Gunnars Smára í viðtali
í Harmageddon og sagði stefnu
mál þess flokks nokkuð sem
jafnaðarmenn hefðu barist fyrir.
Enn ein ókeypis auglýsingin fyrir
Gunnar Smára og félaga. Titring
ur vegna flokks Gunnars Smára
er greinilegur meðal Samfylk
ingarmanna en flokkurinn mælist
svo smár í skoðanakönnunum að
Sósíalistaflokkurinn þyrfti ekki
mikið fylgi til að verða stærri.
Ég er ekki
hryðjuverkamaður
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur
síðustu daga átt fundi með ráða
mönnum í Bretlandi, sem eink
um hafa snúist um framtíðar
samskipti Íslands og Bretlands
eftir að útganga Bretlands úr
Evrópusambandinu verður að
veruleika. Í öllum viðtölum og
fréttum þar sem rætt hefur verið
við Guðlaug Þór hefur komið
fram að hann hafi ekkert greint
nema jákvæðni, samhljóm og
hlýhug í garð Íslendinga. Það er
því greinilega af sem áður var
þegar Gordon Brown, þáverandi
forsætisráðherra Bretlands, beitti
hryðjuverkalöggjöf til að frysta
eignir íslensku bankanna í Bret
landi, í miðju efnahagshruninu.
Íslendingar brugðust hinir sár
ustu við og birtu ógrynni mynda
af sér með orðunum „Ég er ekki
hryðjuverkamaður herra Brown“.
Guðlaugur Þór lítur sannarlega
ekki út fyrir að vera hryðjuverka
maður, er þvert á móti hinn sett
legasti. Það er spurning hvernig
viðtökurnar hefðu verið ef Smári
McCarthy væri utanríkisráðherra,
svona með tilliti til nýlegra mynd
birtinga af honum með byssu.
Ég vil halda spenn-
unni inni í mér
Hafþór Júlíus stundar ekki kynlíf fyrir keppni. – DV
Núna lifi
ég í lit
Birna Kristel vann bug á áfengis- og eiturlyfjafíkn. – DV
Fyrir mér var þetta
laugardagurinn langi
Bifreið Ágústs Dearborn var lögð í rúst um helgina.
Þ
að er ekkert einkennilegt við
það að umhverfisráðherra sé
andstæðingur stóriðju. Mun
einkennilegra væri ef hann
skilgreindi sig sem sérstakan tals
mann hennar og reyndar teldist það
saga til næsta bæjar. Það er auðvelt
að hafa skilning á því að Björt Ólafs
dóttir umhverfisráðherra hafi lýst
því yfir að loka ætti kísilmálmverk
smiðjunni í Helguvík meðan mikil
vægir þættir sem varða starfsemina
væru kannaðir. Umhverfisráðherra
er að segja nákvæmlega það sem
fjölmargir hugsa. Á það hefur verið
bent að ráðherrann hafi með orðum
sínum, sem féllu á Facebook, farið út
fyrir valdsvið sitt til þess að hafa áhrif
á ákvarðanir Umhverfisstofnunar.
Þetta hefur örugglega ekki verið ætl
un ráðherrans, mun líklegra er að
orðin hafi verið skrifuð í tilfinninga
hita þess sem hefur sterka sannfær
ingu í umhverfismálum. Reyndar er
það svo að hver sá einstaklingur sem
lætur sig umhverfisvernd einhverju
varða getur illa setið þegjandi hjá
þegar kemur að máli kísilmálmverk
smiðjunnar í Helguvík.
Umhverfisstofnun hefur örugg
lega ekki þurft sérstaka hvatningu
frá umhverfisráðherra til að ákveða
að United Silicon hafi ekki heim
ild til að gangsetja kísilverið á ný án
samþykkis stofnunarinnar. Á síðustu
vikum og mánuðum hafa þær fréttir
sem tengjast verksmiðjunni verið
hin mestu ótíðindi. Allt virðist hafa
verið í ólagi í kísilmálmverksmiðj
unni í Helguvík. Í verksmiðju eins og
þessari er mikilvægt að vel sé gætt að
öllum öryggisþáttum. Þarna er stað
an hins vegar sú að starfsmenn hafa
verulegar áhyggjur af öryggismálum.
Ekki kemur síðan á óvart að þeir
kvarta undan mengun, sem er hinn
klassíski fylgifiskur stóriðju.
Íbúar í grennd við verksmiðjuna
telja sig einnig finna verulega fyrir
mengun. Það er vitaskuld óþolandi
að mengandi verksmiðju sé plantað
í grennd við mannabyggð og fólk
þurfi að líða líkamleg óþægindi þess
vegna. Grunur leikur á að skaðleg
efni streymi yfir byggðina þótt ekki
sé vitað hver þau eru. Þetta þarf að
rannsaka ofan í kjölinn. Heilsa starfs
manna og íbúa í grenndinni skiptir
sannarlega meira máli en stundar
gróði.
Mengandi stóriðja er ekki það sem
við Íslendingar þurfum á að halda.
Það á að vera hluti af skyldu stjórn
valda að sporna við henni. Þessi kís
ilmálmverksmiðja hefur á stuttum
tíma valdið skaða. Við höfum ekk
ert við hana að gera. Umhverfisráð
herra gerir sér glögga grein fyrir því
og tjáði því skoðun sína á afdráttar
lausan hátt. Björt Ólafsdóttir hefði
verið að bregðast skyldu
sinni ef hún hefði ekki
lýst skoðun sinni á jafn
alvarlegu máli. Hún á
skilið lof, ekki skammir.
Þjóðinni er svo von
andi orðið ljóst að stór
iðja er ekki allra meina
bót. Þvert á móti getur
hún verið stórhættuleg
– og er það venjulega. n
Stórhættuleg stóriðja
Myndin Sumar Nú sumarið formlega gengið í garð og sólin tekin til við að verma fólkið og landið. Þetta er oft góður tími til að iðka ýmsar vetraríþróttir, eins og þessi vaski
fjallgöngumaður vitnar um á leið sinni á Hólshyrnu við Siglufjörð. mynD SiGtryGGur Ari
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Mengandi
stóriðja
er ekki það sem
við Íslendingar
þurfum á að
halda.
mynD HOrDur SvEinSSOn