Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 48
32 sakamál Helgarblað 21.–24. apríl 2017 U ndir lok febrúar árið 2016 fékk átta barna móðir frá Akron í Ohio í Bandaríkj- unum lífstíðardóm og 30 mánuðum betur fyrir að hvetja til morðs James Harris, 69 ára. Fyrir dómsuppkvaðningu hafði kon- an, Tiffany Powell, farið þess á leit að fá að vera fjarverandi er örlög henn- ar yrðu gerð heyrinkunn, sagðist ekki treysta sér til að vera viðstödd. Áður en dómari hafði tekið ákvörðun þar að lútandi dró Tiffany í land og sat, þessa ögurstund, og nánast faldi sig á bak við tölvuskjá og huldi andlitið í höndum sér. Banað í kjallaranum Niðurstaða kviðdóms var sú að Tiffany hefði skipulagt morðið á James Harris, fyrrverandi sambýlis- manni hennar og föður fimm barna hennar. Saksóknarar sögðu að Tiffany hefði narrað James frá Canton, þar sem hann bjó, til heimilis hennar í Akron, þann 26. apríl 2014. Það hafði Tiffany gert undir því yfirskini að James gæti skoðað bíl og upp- þvottavél sem hann hafði hugsanlega áhuga á að kaupa. Þegar upp var staðið hafði nýr kærasti Tiffany, Paul Reed, orðið James að bana í kjallaranum. Paul fékk lífstíðardóm fyrir vikið í febrúar 2015. Vildi forræði Við réttarhöldin sjálf hélt Tiffany því fram að ástæða þess að hún fékk James til að koma á heimili hennar hefði verið sú að þannig myndi hann brjóta gegn nálgunarbanni, sem hún fyrir mistök hélt að væri enn í gildi. Hún hefði vonað að þannig fengi hún á ný forræði yfir börnum sínum og gæti verndað þau. Við dómsuppkvaðningu endur- tók Tiffany þessa skýringu og bætti við: „Ég vildi aldrei að þetta gerðist. Ég mundi aldrei vilja að börnin mín horfðu á móður sína og segðu „þú drapst pabba“.“ Vopnaður í kjallaranum Tiffany sagði að samband hennar og James hefði verið stormasamt og að hann hefði lagt hendur á hana og sum barnanna. „Ég varð að gera eitthvað. Þetta var neyðarúrræði … ég hefði aldrei gripið til þess að bana ein- hverjum,“ sagði hún. Paul Reed bar vitni við réttarhöldin og studdi framburð- ur hans skýringar Tiffany. „Við vorum með áætlun, en hún brást,“ sagði hann. Að sögn Pauls var aldrei gert ráð fyrir að James kæmi inn í húsið, eingöngu bíl- skúrinn til að skoða áðurnefndan bíl. En skyndilega hefði hann verið kominn niður í kjallara, vopnaður skammbyssu. Með leiðindi Til handalögmála hefði komið milli Pauls og James og í viðleitni sinni til að afvopna James hefði Paul barið höfði hans nokkrum sinnum við gólf- ið. Að lokum hefði James sleppt byss- unni og ekki hreyft sig frekar. Þá hefði Paul haft samband við lögregluna. Enn fremur sagði Paul að hann og Tiffany hefðu þurft að flytja nokkrum sinnum: „James átti það til að koma og skapa til leiðinda.“ Sumarið 2013, til dæmis að sögn Pauls, kom James og sparkaði í pallbíl Pauls, dró hann út úr bílnum og réðst á hann með stöng fyrir lyftingalóð. Engin miskunn Hvað sem öllu þessu leið var litla miskunn að finna hjá kviðdómurum. Verjandi Tiffany, Kerry O'Brien, fór þess á leit við dómarann, Tom Teodosio, að dæma Tiffany til mild- ustu mögulegu refsingar, 20 ára fangelsi, en saksóknarinn, Jonathan Baumoel, lagði hart að dómaranum að kveða upp lífstíðardóm. Jonathan Baumoel varð að ósk sinni, sem fyrr segir, og Tiffany var dæmd til lífstíðarfangelsis og 30 mánaða að auki fyrir að hafa á ein- hverjum tímapunkti hindrað gang réttvísinnar. n Átök í Akron n Tiffany vildi forræði yfir börnum sínum n Morð af ásetningi eða mistök? „Ég varð að gera eitthvað. Þetta var neyðarúrræði. Paul Reed Lenti í átökum við James Harris, með hörmu- legum afleiðing- um. Fékk 30 ára dóm og 30 mánuð- um betur Tiffany Powell vildi öðlast forræði yfir börnum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.