Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Blaðsíða 4
4 Helgarblað 30. júní 2017fréttir
M
aður hefur heyrt því fleygt
að Félagsbústaðir hafi
verið stofnaðir til þess
að Reykjavíkurborg geti
komist framhjá stjórnsýslulögum.
Miðað við mína upplifun þá virð-
ist það vera rétt,“ segir Guðlaugur
Stefán Pálmason í samtali við DV.
Guðlaugur hefur leigt húsnæði í
Fossvogi af Félagsbústöðum í tólf
ár en fyrirvaralaust rifti fyrirtækið
leigusamningnum í júní 2015. Síð-
an þá hefur hann staðið í baráttu
við stofnunina og segir farir sín-
ar ekki sléttar. „Það stendur ekki
á mér að flytja út ef ég fæ annað
hentugt húsnæði. Félagsbústað-
ir hafa ekki boðið mér neitt ásætt-
anlegt húsnæði í staðinn og ganga
fram af ótrúlegri hörku og óbil-
girni. Velferð er ekki í hávegum
höfð þar innandyra,“ segir Guð-
laugur. Þá segir hann að fyrirtækið
beri fyrir sig lygar varðandi ástæð-
ur uppsagnarinnar. „Ástæðurn-
ar hafa breyst. Fyrst sögðu þeir að
húsið væri óíbúðarhæft en núna er
vísað í skipulagsbreytingar. Það á
að rífa þetta hús til þess að byggja
upp heimili fyrir ósakhæfa glæpa-
menn en feluleikurinn með það
er hinu opinbera ekki sæmandi.“
Guðlaugur ber einnig forstöðu-
manni þjónustudeildar Félagsbú-
staða, Birgi Ottóssyni, illa söguna.
Slasaðist illa í umferðarslysi
Segja má að atburðarásin hafi
byrjað árið 2000 þegar Guðlaug-
ur lenti í alvarlegu umferðarslysi.
Hann rak á þeim tíma líknarfélag
auk þess sem hann var með sjálf-
styrkingarnámskeið fyrir börn
á landsvísu. Þegar slysið átti sér
stað var hann ásamt félaga sínum
í fjáröflun úti á landi. Þeir voru á
milli Stokkseyrar og Eyrarbakka
þegar bíll þeirra bilaði skyndilega
og drap á sér. „Við komumst út af
veginum, vel út fyrir hvítu línuna
og síðan kíkti félagi minn ofan í
húddið og reyndi að átta sig á hvað
hefði gerst,“ segir Guðlaugur.
Það næsta sem Guðlaugur veit
er að hann rankar við sér langt fyr-
ir utan bílinn og horfir á sjúkra- og
lögreglubíla á vettvangi alvarlegs
slyss. Bíll á fullri ferð hafði ekið
aftan á bifreið félaganna. „Ég fékk
stuðarann á bílnum okkar í bakið
og rotaðist á bitanum milli hurða.
Ég kastaðist framhjá stýrinu, skall
með hökuna ofan á mælaborðið
og lenti síðan á félaga mínum með
rúðuna á milli okkar. Afleiðingin
var sú að hann flaug um 15 metra
út í hraun. Hann eyðilagði hnéð
á sér og öxl en slapp annars lygi-
lega vel,“ segir Guðlaugur. Sjálf-
ur var hann illa slasaður og meðal
annars festist takki úr mælaborði
bílsins í hálsi hans. Þrátt fyrir að
betur hafi farið en á horfðist þá
hefur Guðlaugur þurft að glíma við
afleiðingar slyssins æ síðan, meðal
annars brjósklos og slit í baki. „Ég
fór í sjúkraþjálfun skömmu síðar
og þar var mér tilkynnt að til þess
að eiga eðlilegt líf þyrfti ég að vera
í þjálfun í 7–8 tíma á dag. Það er
spurning hversu eðlilegt líf það er,“
segir Guðlaugur og kímir.
Hunsuðu lögbundið viðhald
Síðan þá hefur hann verið öryrki
og átt afar erfitt með að fóta sig á
vinnumarkaði. „Ég fæ reglulega
köst í bakið og ligg þá óvígur í 1–3
vikur. Það vill enginn slíkan starfs-
kraft og þá sérstaklega í því sem ég
hef reynslu, stjórnun og markaðs-
málum. Ég er eiginlega búinn að
gefast upp á að leita mér að vinnu,“
segir Guðlaugur.
Eins og áður segir þá fékk hann
umrætt hús leigt í október 2005.
Um er að ræða gamalt en fallegt
einbýlishús í botni Fossvogs og
þar hefur Guðlaugi liðið afar vel og
alið upp syni sína. „Ég hef alla tíð
staðið við mitt og hef alltaf greitt
húsaleigu á réttum tíma,“ segir
Guðlaugur. Þá fékk hann leyfi til
þess að hafa hundana sína í hús-
inu sem skiptir hann afar miklu
máli. „Ég á sífellt að vera í sjúkra-
þjálfun en hef einfaldlega ekki efni
á því. Hundarnir mínir halda mér
við efnið í þeim efnum. Ég kemst
ekki upp með annað en að hreyfa
og fæða þá daglega þrátt fyrir verk-
ina og það gerir mér gott. Þá eru
hundarnir mínir svo ótrúlegir að
þeir leggjast upp að mér þar sem
bólgurnar eru í líkamanum og lina
þannig þjáningar. Þeir hjálpa mér
að sofa og ég gæti ekki án þeirra
verið,“ segir Guðlaugur.
Að sögn Guðlaugs hefur
viðhaldi hússins verið ábótavant
að hálfu Félagsbústaða og um mitt
ár 2015 var það metið óíbúðar-
hæft. „Afleiðingarnar urðu þær
að ég gat ekki haft börnin mín hjá
mér og því tók ég til minna ráða
við að lagfæra húsið. Það tók mig
um fimm vikur að klára uppsafnað
lögbundið viðhald með hjálp góðs
fólks. Viðhald sem Félagsbústaðir
höfðu ekki sinnt og lentu á mér ör-
yrkjanum,“ segir Guðlaugur. Hann
segir að verkefnið hafi tekist vel og
húsið sé fyllilega íbúðarhæft í dag.
Upplifði einelti
Á þessum tíma átti hann í sam-
skiptum við Félagsbústaði sem
vildu greinilega losna við hann
úr húsinu. Þann 10. júní fékk
Guðlaugur loks þau skilaboð
frá Birgi Ottóssyni, forstöðu-
manni þjónustudeildar Félags-
Smiðjuvegi 4C 202 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Engin velferð hjá
Félagsbústöðum
n Guðlaugur Stefán verður borinn út af heimili sínu á
næstunni n Hann fordæmir framgang Félagsbústaða
Guðlaugur Stefán Pálmason Er viss um að saga
hans hjá Félagsbústöðum sé ekki einsdæmi. Hann
hvetur einstaklinga sem eiga um sárt að binda að
setja sig í samband við hann. Mynd SiGtryGGUr Ari
„Ég er viss um
að það séu fleiri
sem hafa farið illa út úr
samskiptum sínum við
Félagsbústaði.
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is