Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Síða 8
8 Helgarblað 30. júní 2017fréttir Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Súrdeigsbrauðin okkar eru alvöru u Heilkorna u 100% spelt u Sykurlaus u Gerlaus u Olíulaus R annsóknartilgáta okkar var að nemendur eyddu yfir tveimur klukkustundum á dag í símanotkun. Það má því segja að niðurstöðurnar hafi komið okkur talsvert á óvart. Verulegur hluti af vökustundum ungs fólks fer í að glápa á skjá- inn og eflaust er fyrst og fremst um afþreyingu að ræða,“ segir Kristófer Gautason, nýútskrifaður stúdent frá Verslunarskóla Íslands. Kristófer framkvæmdi rannsókn á snjallsímanotkun nemenda í skól- anum ásamt skólafélögum sín- um, Halldóri Rúnari Vilhjálms- syni, Viktori Daða Úlfarssyni og Þorkatli Mána Þorkelssyni. Fylgst var með 48 nemendum yfir langt tímabil og urðu niðurstöðurn- ar þær að hver og einn nem- andi eyddi að meðal tali þremur klukkustundum og 39 mínútum daglega í símanum. „Snjallsím- arnir eru orðnir órjúfan legur hluti af lífi ungs fólks og við erum ekki undanskildir í því. Við höfðum því áhuga á að fylgjast með því hversu miklum tíma við eyddum í símun- um og hvernig staða okkar væri í samanburði við jafnaldra okkar,“ segir Kristófer. Engar íslenskar rannsóknir til Rannsóknin fór fram með hjálp smáforritsins „Moment“ sem mælir símanotkun hvers not- anda. Valdir voru tólf nemendur af handahófi úr hverjum árgangi skólans til að taka þátt, 48 nem- endur alls. Gögnum var safnað í þrjár vikur alls og sendu nemend- urnir skýrslu í lok hverrar viku. „Niðurstöðurnar komu okkur mjög á óvart. Það kom í ljós að nemendur eyddu mun meiri tíma í símanum en við hefðum getað ímyndað okkur,“ segir Kristófer. Hópurinn bar einnig saman notk- unina eftir árgöngum en þar hafði hópurinn gert ráð fyrir að yngstubekkingarnir væru mest í símanum. „Það var einfaldlega út af því að þau hafa alist meira upp við snjallsímana. Það kom hins vegar í ljós að 5. bekkingar voru mest í símanum eða rúm- ar fjórar klukkustundir á dag. Út- skriftarnemendur voru minnst í símanum eða aðeins rétt Eyða um fjóRum klukkustundum í símanum daglEga Nemendur Verslunarskólans gerðu rannsókn á snjallsímanotkun innan veggja skólans „Tengsl þunglyndis og kvíðaraskana við notkun á snjallsímum og samskiptamiðlum er tiltölulega nýtt rann- sóknarefni og margt sem þar á eftir að skýrast. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Símanotkun Samkvæmt rannsókn innan Verslunarskólans eyddu nemendur að meðaltali þremur klukku- stundum og 39 mínútum í snjallsímum sínum daglega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.