Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 30. júní 2017fréttir 3x4 = 12 Verkfærasalan - Síðumúla 11 - Dalshrauni 13 - 560-8888 - www.vfs.is 52.900 Tilboð Tilboð 32.900 Sláttuorf bensín Sterkt sláttuorf frá RYOBI með 25.4cc (0,75kW) tvígengismótor. Rafstart með 18V rafhlöðu. Bæði með girni og blaði. Þæginleg ól fylgir. RB 5133002537 VERKFÆRASETT FPP6C-503B Borvél 135Nm, slípirokkur 125mm, herslulykill 300Nm (4 átaksstillingar), hjólsög 165mm. sverðsög og LED ljós. Kemur með 2 x 5.0Ah rafhlöðum og hleðslutæki. MW 4933459050-1 174.900.- Sláttuorf 18V CLT-0 Öflugt sláttuorf frá Milwaukee. Slátturbreydd 355mm - 406mm. Án rafhlöðu og hleðslutæki. MW 4933459345 39.900.- Sláttuorf M18 CLT-0 Öflugt 18V sláttuorf frá Milwaukee. Án rafhlöðu og hleðslutækis MW 4933459345 37.900.- rúmlega þrjár klukkustundir sem getur verið vegna þess að náms­ álagið er mest hjá þeim,“ segir Kristófer. Að hans sögn fannst hópnum einkennilegt að engar rannsóknir væru til hérlendis um notkun snjallsíma. „Þetta er orðinn svo gífurlega stór hluti af daglegu lífi ungs fólks, eins og niðurstöðurnar okkar benda til. Það er margt já­ kvætt sem felst í snjallsímunum en einnig margt sem ber að var­ ast. Þetta verkefni vakti okkur svo sannarlega til umhugsunar,“ segir Kristófer. Ekki eingöngu vandamál unga fólksins „Stundum heyri ég fullorðið fólk tala um óhóflega snjallsímanotk­ un sem sérstakan unglingavanda. Það er óheppileg nálgun, að mínu mati, enda einskorðast vandinn síður en svo við ungt fólk. Stund­ um spyr ég unglinga af hverju reglur á borð við símalausa mat­ málstíma séu við lýði á heimilum þeirra. Þá er svarið oft að það sé vegna þess að pabbi eða mamma séu svo mikið í símanum,“ segir Andri Bjarnason sálfræðingur, sem heldur reglulega fyrirlestra fyrir ungt fólk um málefnið. Að sögn Andra vinnst lítið með því að mála skrattann á vegginn þegar rætt er um þetta efni, en ljóst sé að yfirveguð umræða um kosti og galla tækninnar þurfi að fara fram. „Snjalltæknin býður upp á frábæra möguleika, til dæmis til upplýsingaöflunar og skjótra samskipta. Á meðan við notum snjallsíma og samfélagsmiðla sem viðbót í samskiptum okkar við fólk, augliti til auglits, þá getur þessi tækni auðgað tilveru okkar. Það er aftur á móti áhyggjuefni þegar slík samskipti verða ráð­ andi í lífi fólks og þá sérstaklega barna og unglinga,“ segir Andri og bendir sérstaklega á félagshæfni í þessu samhengi. „Það er svo margt í tjáningu okkar augliti til auglits umfram orðin, til dæmis svipbrigði, lát­ bragð og raddbeiting. Það er drjúgur partur af félagshæfni okk­ ur að geta lesið rétt í þessa tján­ ingu. Við þurfum að tryggja að hæfnin til þess fái að þroskast,“ segir Andri og bendir á að það sé ekki lítið í húfi. „Ef við höfum áhuga á hamingjunni þá þurfum við að leggja áherslu á að rækta tengsl við fólk. Það gerum við í gegnum samskipti og við þurfum að gæta þess að tæknin vinni með okkur, en ekki gegn okkur, í þeim efnum,“ segir Andri. Greina milli þess sem skiptir máli Að hans sögn tala hinir eldri oft um að unga fólkið sé ekki í raun­ heimi þegar það á í samskiptum í gegnum síma eða tölvur. „Það er ekki fyllilega sanngjarnt viðhorf því nú vaxa úr grasi kynslóðir sem hafa alist upp með þessari tækni og þekkja ekki neitt ann­ að. Þetta er þeirra raunveruleiki,“ segir Andri. „Við þurfum því að tala inn í þær aðstæður, án hroka og „heimur­ versnandi­fer“ viðhorfs sem stundum litar um­ ræðuna. Með því að hlusta á upp­ lifun barna og unglinga af þessari tækni, kostum hennar og göllum, setur fullorðið fólk sig í betri stöðu til að leiðbeina með árangursrík­ um hætti um hæfilega notkun.“ Óhætt er að fullyrða að bylting hafi orðið varðandi stöðugt upp­ lýsingaflæði og ljóst að áreitið er gífurlegt. „Það reynist mörg­ um erfitt. Það er mikilvægara en nokkru sinni áður að ungt fólk þroski með sér þann hæfileika að greina á milli þess sem skipt­ ir máli og þess sem betra er að hunsa. Þetta er mikil áskorun, sérstaklega fyrir þá sem eiga erfitt með einbeitingu, til dæmis sök­ um athyglis brests eða kvíða,“ segir Andri. Þá nefnir hann að umrædd tækni geti haft slæm áhrif á svefn­ venjur fólks. „Fólk á öllum aldri þarf að gæta sín á slæmum ávön­ um í snjalltækjanotkun. Það getur truflað nætursvefn að nota síma eða tölvu alveg fram að svefntíma. Í verstu tilfellum heyrir maður af fólki sem vaknar fyrir allar aldir til þess að kanna stöðuna á samfé­ lagsmiðlum, en líklega er nú slík hegðun undantekning frekar en hitt,“ segir Andri. Að hans sögn fer umræða um áhrif tækninnar á geðrænan vanda vaxandi. „Þunglyndi er sívaxandi vandi í heiminum og það kann að vera að tæknin hafi þar áhrif. Tengsl þunglyndis og kvíðaraskana við notkun á snjallsímum og sam­ skiptamiðlum er tiltölulega nýtt rannsóknarefni og margt sem þar á eftir að skýrast. Í öllu falli þá verðum við, sem þátttakendur í þessari yfir­ standandi tæknibyltingu, að gefa þessum málum gaum,“ segir Andri. Hann segir niðurstöður nemend­ anna athyglisverðar: „Ég fagna því að ungt fólk sýni málefninu áhuga með svona einbeittum og ábyrgum hætti. Á endanum verður það einmitt verkefni þeirrar kynslóðar sem nemendurnir tilheyra að haga þessum málum þannig að snjall­ tæknin verði okkur til gagns en ekki trafala,“ segir hann. n Andri Bjarnason sálfræðingur Segir að snjallsímanotkun sé alls ekki eingöngu vanda- mál ungs fólks. Mynd EyGló ÁrnAdóttir Kristófer Gautason „Það er margt jákvætt sem felst í snjallsímunum en einnig margt sem ber að varast. Þetta verkefni vakti okkur svo sannarlega til umhugsunar,“ segir Kristófer.„Það er margt já- kvætt sem felst í snjallsímunum en einnig margt sem ber að varast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.