Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Qupperneq 12
12 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 30. júní 2017 Einföldu hrossakaupin Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, virðist vera að koma sér út úr vandræðunum sem fylgdu kosningunum í byrjun mánaðarins. Til þess að tryggja sér meirihluta á breska þinginu þurfti hún tíu þingmenn og þá fann hún í litlum furðu- flokki á Norður- Írlandi. Til þess að gera þá að þingmönnum sínum þarf Theresa May ekki að gera ann- að en að láta breska ríkið borga einn milljarð punda eða sem svarar til 135 milljarða ís- lenskra króna. Við frónbúar erum vön pólitískum hrossa- kaupum en ekki jafn ein- földum og þessum. Það væri kannski ráð að fylgja þessari stefnu Breta eða hefði ekki ver- ið nær að leggja nokkra millj- arða inn á reikning Viðreisnar í stað þess að eyða kröftum og fé í að blekkja þá og þjóðina um að Sjálfstæðismenn séu að fara að styðja þær breytingar á sjávar útvegskerfinu sem Við- reisn hefur lagt upp með. Skynsemi og ferðaþjónusta Í nýrri skýrslu Efnahags- og fram- farastofnunar, OECD, eru lagð- ar fram ýmsar skynsamlegar tillögur, þar á meðal að virð- isaukaskattur á ferðaþjónustu verði hækkaður til jafns við aðrar greinar. Þá hugmynd hafði Bene- dikt Jóhannesson fjármálaráð- herra reyndar þegar fengið. Við- brögð ferðaþjónustunnar við þeirri tillögu hans voru eins og búast mátti við á þeim bæ; menn veinuðu og börmuðu sér og sögðu atvinnugrein- ina svo sérstaka að ekki mætti flokka hana til jafns við aðrar greinar. Ríkis- stjórnin þarf að gæta sín á því að verða ekki svo meðvirk að hún taki mark á þessu kveini og aumki sig yfir atvinnugrein sem græðir á tá og fingri. Það er bæði sjálf- sagt og eðlilegt að ferðaþjónustan borgi sama virðisaukaskatt og aðrar greinar – helst þegjandi og hljóðalaust þótt varla sé hægt að búast við því. Grátkór ferðaþjón- ustunnar er orðinn jafn þreytandi og grátkór útgerðarinnar og jafn marklaus. OECD segir einnig að takmarka verði aðgengi að viðkvæmum stöð- um á landinu og taka upp gjöld til að stýra flæði ferðamanna. Þetta eru svosem engar fréttir, of lengi hefur verið ljóst að á þessu er þörf. Síðasta ríkisstjórn hefði betur átt- að sig á því og gripið í taumana. Nú er komið í algjört óefni hvað þessi mál varðar. Fallegir og viðkvæmir staðir á landinu eru sumir hverj- ir að eyðileggjast vegna ágangs og skeytingarleysis ferðamanna og aðrir eru í stórhættu. Ferðamenn eiga ekki að fá að vaða eftirlitslaus- ir um viðkvæm svæði þar sem því miður finnast dæmi um meðvit- aða skemmdarstarfsemi. Ekkert er síðan athugavert við að takmarka fjölda ferðamanna á þessum svæðum. Um leið verða menn að losa sig við þá hugsun að ekki megi rukka ferðamenn sem heimsækja vinsæl svæði og náttúruperlur. Mikilvægt er að á bak við allar þær framkvæmdir sé skynsamleg hugsun, ekki bara gróða- og hagn- aðarsjónarmið. Núverandi ríkisstjórn verður að láta hendur standa fram úr ermum. Nýr ferðamálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, er greinilega viljugur til þess og vill hafa samvinnu við önnur ráðuneyti og stofnanir til að koma skikk á þessi mál og sér jafnvel fyrir sér nýja stofnun eða einingu þar sem unnið er að rannsókn- um er varða náttúru landsins og ferðamannastaði. Ferðamálaráð- herra er vonandi svo starfsamur að einhver hreyfing fari að komast á mál sem hafa verið í alltof mikl- um hægagangi á síðustu árum. n Það hlýtur að vera gaman að fá „eingreiðslu upp á 4,7 milljónir“ Egill Helgason um greiðslu til ríkisendurskoðanda. – eyjan.is Stjórnmálamennirnir og flokkarnir ráða ekki við þessi hagsmunaöfl Styrmir Gunnarsson – DV Allur matur er góður í hófi Ólöf Tara Harðardóttir – DV Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Grátkór ferða­ þjónustunnar er orðinn jafn þreytandi og grátkór útgerðarinnar og jafn marklaus. Mynd SiGTryGGur Ari Myndin Í tjaldbúðum Rigningin virðist ekki trufla tjaldbúa á tjaldsvæðinu í Laugardal, sem oftast er þétt setið þessar vikurnar. Um 650 manns geta búið á svæðinu hverju sinni. Mynd SiGTryGGur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.