Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Qupperneq 63

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Qupperneq 63
Jóhann Vilhjálmsson er lærður byssu- og hnífasmiður. Hann vann sem vélstjóri og járn- smiður áður en hann fór til Belgíu í skóla til að læra og fer enn til Belgíu árlega til að kíkja á vini sína í sama fagi, taka þátt í sýningum og læra eitthvað nýtt. „Ég byrjaði í Héðni 1971, þar lærði ég rennismíðina og eftir það fór ég í vélvirkjun og vélskólann,“ segir Jóhann. „Ég var á sjó alveg til ársins 1990, þá hætti ég og fór upp úr því, 34 ára gamall, í skóla í Belgíu.“ Eins og fara aftur í tímann Skólinn sem Jói fór til náms í er Ecole d’Armuriere, í borginni Liege í Belgíu, yfir hundrað ára gamall, og segir Jói að það hafi verið eins og að fara 50 ár aftur í tímann að stíga þar inn. Námið sem Jói lagði stund á er fullgilt nám til fjögurra ára og lærði hann byssusmíðina auk skreytinga, þó að hann segist lítið sinna þeim. Hefur Jói unnið við byssusmíðina síðan, en hann starfar einnig sem hnífasmiður. „Ég er með hnífasmíði sem ber nafnið Icelandic knives og er búinn að reka litla verslun síðan 2013 á Dalbraut, þar sem ég er líka með verkstæði og sinni bæði byssu- og hnífasmíðinni,“ segir Jói. Hnífasmíðina lærði hann af kunnum þýskum hnífasmiði, Wolf Borger, sem fallin er frá. „Ég heim- sótti hann oft í Rínardalinn, þar sem hann var með stórt verkstæði, í því skyni að kaupa efni og tæki hjá honum og læra meira, hann var guðfaðir minn í hnífasmíðinni.“ Jói kynntist jafnframt öðrum hnífasmiðum í belgíska hnífasam- bandinu, BKS, sem hann er félagi í. „Ég fer í „mekkaferð“ einu sinni á ári, til að kíkja á vini mína. Fyrst fór ég mikið til að læra eitthvað nýtt, núna er ég meira að kíkja á sýningar og hitta aðra hnífasmiði.“ Jói hefur tekið þátt í fjölda sýninga með BKS, en þær fara fram í litlu þorpi rétt hjá skólanum sem hann lærði fagið í. „Það er í þessum ferð- um sem ég kynnist hnífasmiðum víðs vegar að úr heiminum og við berum saman bækur okkar.“ Sá eini á Íslandi „Það er enginn hér heima að smíða eins hnífa eins og ég geri,“ segir Jói, en hnífarnir hans eru hrein listasmíði. Kaupendur eru bæði innlendir og erlendir og sem dæmi má nefna þá voru nokkrir Tékkar nýfarnir frá honum þegar viðtalið var tekið. „Hnífarnir eru vinsælir sem gjafir og töluvert dýrari en verk- smiðjuhnífar, að meðaltali fara 2–3 dagar í hvern hníf þannig að þeir eru ekki á Kínaverði,“ segir Jói. Hann er nýlega búinn að selja hníf til Ameríku og í slíkum til- vikum segir hann kaupendur hafa einhverja hugmynd um hvað þeir vilja, hann sendi þeim myndir og þeir velji síðan. „Á hverjum degi detta hér inn ferðamenn, sumir bara til að skoða, aðrir til að kaupa, eins og gengur og gerist. Einstaka veiðimenn vilja vandaða hnífa,“ segir Jói, „veiði- menn sem eiga allt nú orðið og vinirnir gefa hnífa í stórafmælis- gjafir og af öðrum tilefnum. Ég hef ekki mikinn tíma í sérsmíði, en það er alltaf hægt að fá áletranir og ég reyni að verða við sérþörfum ef þær eru einhverjar, eins og til dæmis hvað varðar lengd og form.“ Jói smíðar líka vasahnífa og þeir taka jafnvel þrjá daga í smíði. Sonurinn byrjaður að smíða Sonur Jóa, 16 ára, er byrjaður að smíða hnífa og því líklegur arftaki föður síns. „Já, hann hefur smíðað hnífa, en á þessum aldri er auð- vitað margt við að vera og margt fleira sem er skemmtilegra þegar maður er unglingur.“ Handlaginn handverksmaður Jóhann Vilhjálmsson hnífasmiður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.